Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Síða 94
„rennerí af hálfvitum"
Það var ekki laust við að ég óttaðist um afdrif
skáldsins sem hreif mig með orðum sínum sum-
arið 1986. En þá skýtur Sigfúsi upp úr jólabóka-
flóðinu árið 1990 með Mýrarenglarnir falla;
eina albestu sagnabók sem ég hef lesið í langan
tfma. Söguheimurinn er íslensk sveit og sögu-
þráðurinn drifinn áfram af fádæma krafti og
sérkennilegum húmor. I Mýrarenglunum eru
sex sögur, en auðvelt væri að steypa fyrstu
þremur saman í nóvellu, enda eru þær tengdar
saman með sömu persónu, Vigfúsi. I fyrstu
sögunni er hann fullorðinn, en ungur strákpatti
í hinum tveimur og reynir ákaft að komast inn
í heim fullorðinna. Hann herðir sig upp með
mögnuðum blótsyrðum, þrjósku, veiði og fom-
eskju. Vigfús býr í frekar afskekktri sveit þar
sem menn þijóskast við sitt, borða kjötið feitt
og líður illa í jakkafótum. Allt sem liggur íyrir
utan túnjaðarinn er úrkynjun sem kemur að
sunnan:
Það kemur að því að sportarar og hestamenn
ná undir sig öllum löndum í heiminum, og
svo kemur sumarbústaðahyskið og njósnar-
amir á eftir. Hér á allt eftir að verða eitt
rennerí af hálfvitum sem eira ekki heima hjá
sér. Hér er allt að fara til andskotans, ekki
bara í kringum okkur, þetta er svona út um
allar sveitir og landið, allir hreint að verða að
aumingjum, hér eru ekki einu sinni skotnir
ráðunautar og sérfræðingar, hvað þá ráðherr-
ar eða bankastjórar. Þetta var ekki svona í
fornöld. En núorðið fær allt að lifa, hversu
ótuktarlegt og óþarft sem það er.
(bls. 76)
í „Ekkjunni við ána“, einu þekktasta kvæði
Guðmundar á Sandi (afa Sigfúsar), er lýsing
sem má heimfæra upp á Vigfús: „Hún elskaði
ekki landið, en aðeins þennan blett / af ánni
nokkra faðma og hraunið svart og grett“. Það er
hollt íslenskunám að lesa sögur skáldsins á
Sandi, sem var á sínum tíma bæði ýmist gagn-
rýndur eða dáður fyrir það sem menn kölluðu
sérviskulegt málfar. Sigfús hefur verið gagn-
rýndur fyrir það sama, en í mínum augum er
„sérviska“ beggja styrkur, ekki galli. Hún er ein-
kenni. íslenska Sigfúsar er kröftug, svo kröftug að
þegar best lætur tekur maður sér orð eins og
fomeskja í munn. Söguheimur Mýrarenglanna er
fom, viðhorf Vigfúsar tilheyra fortíð ffekar en
nútíð. Sigfús undirstrikar það með því að láta
söguheiminn fara í eyði. En góður skáldskapur
hristir af sér allt tal um fortíð, nútíð, ffamtíð. Því
em bestu sögur bókarinnar tímalausar og þarf-
leysa hin mesta að hugsa um orð á borð við
módemisma. Þetta er bara skáldskapur. Eða öllu
heldur: Hvorki meira né minna en skáldskapur.
Bölsýni í rústum hugsjóna
Fyrir einum sjö ámm kom út ljóðasnælda undir
nafninu Fellibylurinn Gloría. Á henni las Sig-
fús upp ljóð úr Hlýju skugganna, en með spól-
unni fylgdi lítil bók og þar birtist fyrsta
Zombí-ljóðið. Hugmyndin að Zombíbálkinum
er því greinilega gömul hjá skáldinu. Þetta er
mikill bálkur, 74 ljóð á tæpum hundrað síðum.
Samt erum við ekki að tala um mælsk og úthverf
ljóð heldur meitlaðan og innhverfan skáldskap.
I An jjaðra fékk ég oft á tilfinninguna að Sigfús
hefði með ofuráherslu sinni á meitlaðan stíl,
tálgað burtu þá brú sem lesandinn átti að ganga
yfírog inn í land ljóðsins. Kannski hefurreynsl-
an af prósanum losað aðeins um ljóðskáldið, því
brúin er til staðar í Zombí. Ég er auðvitað ekki
að tala um breiða og malbikaða brú með sölu-
skálum beggja vegna; Sigfús er kröfuhart skáld,
bæði til sjálfs síns og lesandans.
Zombí er skipt í átta hluta. I þeim fýrsta er
Zombíinn — eða uppvakningurinn — vakinn
upp af ljóðmælandanum: „undan kveðandi
fíngri mér / fimlega taka holdlegir / drættimir
að vikna / og reiðin hrikaleg / ffumbernsk og
óttaleg“. Hrynjandin drífur ljóðin áfram og blæs
lífi í Zombíinn:
og limimir liðkast
og laglegt lokið marrandi
mikið og þungt að
ljúkast upp. (6. kvæði)
92
TMM 1993:2