Fréttablaðið - 31.07.2015, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 31.07.2015, Blaðsíða 25
LÍFIÐ 31. JÚLÍ 2015 • 7 eignaðist ég þrjátíu og tveggja ára gömul. Fram að því hafði ég verið mikil „carrier“-kona og vann t.d. í innkaupum fyrir IKEA og Vífilfell þar sem ég var síðar starfsmanna- stjóri. En koma barnanna breytti viðhorfi mínu til starfsframans.“ Auður Ögn og Páll, eiginmaður hennar, tóku þá ákvörðun að nota spariféð sitt til þess að stofna skól- ann sem í fyrstu átti að vera gælu- verkefni Auðar Agnar ásamt því að vera stílisti, en þar gat hún auð- veldlega skipulagt tímann sinn sjálf. „Fljótlega sá ég að fyrirtækið hafði miklu meiri möguleika en mig grunaði í fyrstu og líka hvað fólk tók þessu vel. Á þessum tíma var ég líka svo heppin að vera með súp- ermódel í vinnu,“ segir Auður og hlær. Með þessu orðavali á hún að sjálfsögðu við hinar litríku, fallegu og bragðgóðu frönsku makr ónur sem flestir matgæðingar þekkja. „Ég hafði sjálf farið á tvö makrón- unámskeið erlendis og þegar ég var að setja saman námskeiðaskrá fyrir fyrsta árið datt mér í hug að athuga áhuga Íslendinga á þess- um litlu sætindum. Síðan þá hef ég haldið tæplega sjötíu námskeið af þessu tagi á tveimur árum.“ Segja mætti að það hafi verið makrónurnar góðu sem komu Salt Eldhúsi á kortið en samfélagsmiðl- arnir fylltust af myndum af þessu smágerða góðgæti og sífellt fleiri vildu fá að læra réttu tökin við að búa þær til. Síðan hefur nám- skeiðaframboðið margfaldast og blómstrar nú skólinn í nýju hús- næði við Þórunnartún. „Við erum nýflutt í þetta dásamlega rými sem áður hýsti mötuneyti í húsi sem var forveri Ráðhúss Reykjavíkur. Hér er fagurt útsýni til allra átta og við svo sannarlega komin á rétt- an stað.“ Kökusjoppa verður að veruleika Það verður seint sagt um Auði Ögn að hún sitji daglangt auðum hönd- um. Meðfram því að sinna kennslu- eldhúsinu er hún að undirbúa opnun kökusjoppunnar 17 Sortir úti á Granda núna með haustinu. „Nafnið 17 Sortir kemur beint úr bók Halldórs Laxness, Kristnihald undir Jökli. Þaðan kemur þessi um- ræða í þjóðfélaginu um að þurfa að baka 17 sortir fyrir jólin af því að sögupersónunni Hnallþóru fannst ekki taka því að leggja á borð fyrir gesti með minna en sautján sortir,“ segir Auður Ögn. Hugmyndina að búðinni var Auður Ögn búin að ganga með í maganum um nokkra stund og þegar verslunarhúsnæði í grænu húsunum úti á Granda var auglýst til leigu sótti hún um án nokkurr- ar vonar um að fá húsnæðið, þar sem margir voru um hituna. „Ég var alveg viss um að við fengjum ekki húsnæðið og henti bara inn umsókn upp á gamanið. Ég hugsaði að það væri gaman að fara í þetta verkefni en ef ekki þá væri það líka í lagi. Það voru um fimmtíu fyrirtæki sem sóttu um.“ Að sögn Auðar verður búðin með frönsku og hlýlegu yfirbragði og úrvalið nægilega mikið til þess að fólk fái valkvíða en samt nógu lítið til þess að hægt sé að taka ákvörðun á end- anum. „Við komum til með að selja hnallþórur, bollakökur, ostakök- ur og fleiri tegundir en mismun- andi úrval frá degi til dags þann- ig að búðin verður aldrei eins, þú veist aldrei hvað er í boði fyrr en þú kemur á staðinn.“ Í eldhúsinu kemur hinn nýút- skrifaði bakari Íris Björk til með að ríkja, en hún hefur unnið sér það til frægðar að bera sigur úr býtum þegar Kaka ársins 2014 var valin. „Ég vildi fá manneskju sem er með opinn huga gagnvart verkefninu og væri ekki föst í ein- hverju ákveðnu normi.“ Það er víst óhætt að segja að sterkar líkur séu á að sælker- ar bæjarins eigi eftir að þefa uppi kökuilminn sem kemur til með að leggjast yfir svæðið þegar sjoppan verður opnuð og næsta víst að þar verði lífleg veisla fyrir augu og bragðlauka. MYNDAALBÚMIÐ Það er svo sannarlega mikið fjör á námskeiðunum í Salt Eldhúsi eins og sést hér með girnilegum makrónum og glöðum þátttakendum að skála. Auður fór einnig í Jane Austen leshring í Bath. Það er fátt sem jafnast á við íslenskt lambalæri á veisluborðið og SS býður upp á ljúffengt úrval af kryddlegnum, hálfúrbeinuðum lærum. BETRI VARA FYRIR ÞIG OG ÞÍNA M EIRA KJÖT OG M IN NA B EI N GÆ ÐAVARA Nú býður SS upp á bragðgóða nýjung. Hálfúrbeinað læri, aðeins með leggbeini og er því mun auðveldara að sneiða. Meira kjöt og minna bein 3 0 -0 7 -2 0 1 5 2 1 :5 1 F B 0 4 8 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 9 B -C 9 F 4 1 5 9 B -C 8 B 8 1 5 9 B -C 7 7 C 1 5 9 B -C 6 4 0 2 8 0 X 4 0 0 2 A F B 0 4 8 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.