Fréttablaðið - 31.07.2015, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 31.07.2015, Blaðsíða 4
31. júlí 2015 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 4 Við kærum okkur ekki um að gróðurþekjan hjá okkur verði svona einsleit. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði. NÁTTÚRA „Við ætlum ekki að missa berjamóana okkar undir lúpínu,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjar- stjóri í Hveragerði, þar sem hafið er átak gegn útbreiðslu lúpínu, ker- fils og njóla. Bæjarráð Hveragerðis sam- þykkti átakið fyrir rúmri viku. Slá á alla lúpínu við Suðurlandsveg og í Þverbrekkum og er því jafn- framt beint til Hvergerðinga að slá kerfil og njóla „í öllum heima- görðum og hvar sem því verður við komið“ eins og segir í samþykkt- inni. Algjör sprenging hafi orðið í útbreiðslu lúpínu í íslenskri nátt- úru í sumar og að lúpína sé dæmi um ágenga erlenda plöntu sem numið hafi land og dreift sér um stór svæði með tilheyrandi nei- kvæðum áhrifum á lággróður. „Nú er svo komið að sjá má smærri breiður lúpínu á víð og dreif um bæinn og sérstaklega er það áberandi í kringum þjóðveg- inn og í móunum í kringum byggð- ina,“ segir í samþykktinni. „Við kærum okkur ekki um að gróðurþekjan hjá okkur verði svona einsleit. Hveragerði er ekki nema níu ferkílómetrar þannig að við eigum að geta haldið ákveðn- um svæðum lausum við svona óværu,“ segir Aldís. Sem fyrr segir er skorað á íbúa að taka þátt í átakinu. „Umhverfis- deildin hjá okkur hefur verið vak- andi fyrir því lengi að kerfill, njóli og lúpína eru ekki plöntur til að hafa inni í byggðinni. Það er mik- ilvægt að fólk geri sér grein fyrir því að þetta eru ekki garðplöntur,“ segir bæjarstjórinn. Ekki stendur til að útrýma lúp- ínu úr landi Hveragerðis. „Við látum hana vera á stöðum eins og í giljunum meðfram ánni þar sem eru melar og hrjóstur. Þar getur hún verið og hefur unað sér vel. En við viljum ekki að þessar plöntur nemi land á svæðum sem við höfum hingað til litið á sem útivistarsvæði bæjarbúa; í berja- móum og tilvonandi skógræktar- svæði inni í dal,“ segir Aldís. Skiptar skoðanir eru um ágæti lúpínunnar en Aldís segir gagn- rýni á aðgerðir í Hveragerði ekki hafa komið fram. „Enda getum við svarað henni fullum hálsi, við erum ekki með ógróið land. Hér eru ekki uppblástursmelar eða sandar sem þarf að græða upp með lúpínu. Þar sem við viljum uppræta hana er gróið land, við viljum ekki að hún vaði yfir það.“ gar@frettabladid.is Hvergerðingar sækja fram gegn lúpínunni og kerflinum Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri segir Hvergerðinga ákveðna í að halda lúpínu og kerfli frá þeim svæðum þar sem þessar plöntur valdi skaða. Bæjarstarfsmenn hafa gengið vasklega fram en talsvert verk er þó óunnið. Á VETTVANGI Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri kom við hjá þeim Viktori Gissurarsyni og Vilhjálmi Ólafssyni sem voru að slá lúpínu nærri Hamarsvelli í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR BRETLAND „Allt sem er hægt að gera til að tryggja landamæri okkar verður gert,“ sagði David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, í viðtali hjá BBC í gær. Fjöldi flóttamanna hefur undan- farið reynt að komast til Bretlands frá Frakk- landi í gegn um Ermarsundsgöng. Um 3.500 manns hafa reynt að komast í gegn um Ermarsunds göng undanfarna viku. Talið er að um 37 þúsund hafi reynt við förina það sem af er ári, níu hafa látist. „Ef þú kemur hingað ólöglega geturðu ekki tekið bílpróf, þú getur ekki tekið út af banka- reikningi, þú getur ekki leigt hús. Við munum vísa þér úr landi ef þú kemur hingað. Bretland verður enginn griðastaður fyrir flóttamenn,“ sagði forsætisráðherrann. „Fólk vill koma til Bretlands því hér eru mörg störf og hér er frábært að búa. Til að stemma stigu við straumnum verðum við að bæta landamæra- eftirlit og vísa ólöglegum innflytjendum úr landi.“ David Davies, þingmaður íhaldsmanna á Bret- landsþingi, kallaði eftir því á þingfundi að herlið yrði sent að landamærunum til að hjálpa til við gæslu. Peter Sutherland, sem vinnur að innflytjenda- málum fyrir Sameinuðu þjóðirnar, sagði orðræð- una í Bretlandi öfgafulla og einkennast af útlend- ingahatri. - þea Forsætisráðherra Bretlands segir Bretland ekki vera griðastað fyrir þá sem flýja þangað frá Frakklandi: Cameron varar flóttamenn við því að koma INNFLYTJENDUR David Cameron ætlar að vísa öllum ólöglegum innflytjendum úr landi. NORDICPHOTOS/AFP INTERNET Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri samskipta- risans Facebook, birti í gær töl- fræði um notkun á samskipta- miðlum og þjónustum í hans eigu. Samkvæmt tölunum sem Zucker berg deildi nota 1,49 milljarðar manns Facebook. Þá nota 800 milljónir símaþjón- ustuna Whatsapp, 700 milljónir nota Messenger, skilaboðaforrit Facebook, og 300 milljónir nota Instagram. Einnig kom fram að Zucker- berg hefur veitt milljarði manns aðgang að alnetinu í gegn um þjónustuna Internet.org, sem miðar að því að bjóða netþjónustu á lágu verði - þea Zuckerberg kynnir tölfræði: 1,49 milljarðar nota Facebook SÆLL Zuckerberg þiggur einn Banda- ríkjadal í laun á ári. NORDICPHOTOS/AFP Runólfur, er bensínverðið óútreiknanlegt? „Nei, einbeittur vilji er allt sem þarf.“ Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir íslensku olíufélögin seinni að lækka eldsneytisverð en hækka þegar verð breytist á erlendum mörkuðum. SAMFÉLAG Sviðsstjóri eftirlits- sviðs ríkisskattstjóra segir að skoða þurfi hvort hægt sé að ein- falda regluverk í kringum útleigu einstaklinga á íbúðum til ferða- manna. Núverandi kerfi þröngvi fólki út í atvinnurekstur. Ein- földun kerfisins myndi auðvelda skattskil. Samkvæmt athugun frétta- stofu 365 eru hátt í 2.000 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu skráðar á vefsíðunni Airbnb, þar sem ein- staklingar leigja út íbúð sína til ferðamanna. Ríkisskattstjóri hefur undan- farið hert eftirlit með þessari starfsemi. „Það sem við höfum áhyggjur af er raunverulega hvað þetta hefur sterkt yfirbragð dulins hagkerfis, þessar sölusíður. Þarna inni á þess- um síðum, þá eru engar persónuleg- ar rekjanlegar upplýsingar, það er ekki hægt að sjá hvar viðkomandi er að leigja, húsnúmer eða neitt slíkt,“ segir Sigurður Jensson, sviðsstjóri eftirlitssviðs ríkisskattstjóra. Embættið hafi því farið aðrar leiðir til að koma upp um þá sem ekki gefa tekjur upp til skatts, til dæmis með því að skoða greiðslur erlendis frá inn á kreditkort. Umfang eftirlitsins með þessum málum sé því töluvert. - gag Hátt í 2.000 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu eru skráðar á vefsíðunni Airbnb: Einfalda regluverk við útleigu íbúða ÚTLEIGA Ríkisskattstjóri hefur hert eftirlit með starfsemi þar sem einstaklingar leigja út íbúð sína til ferðamanna án þess að gefa það upp til skatts. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SPURNING DAGSINS LEIÐRÉTTING Rangt var farið með mánuði í frétt um verðlækkanir olíufélaga í gær og verðlækkanir í júlí voru sagðar hafa átt sér stað í júní. Hlutaðeigandi eru beðnir afsökunar á mistökunum. Áformað er að ný heilsulind sem greint var frá í Fréttablaðinu í gær verði í Ölfusdal, ekki Reykjadal. Markhópurinn verður 18-50 ára. Þau mistök voru gerð í umfjöllun okkar um kynferðisbrot á fimmtudag að ein tala í línuriti var röng. Þar sem stóð 427 átti að standa 238. VERÐ FRÁ 79.990 KR. HAVANA hægindastóll MARGIR LITIR FÁANLEGIR 3 0 -0 7 -2 0 1 5 2 1 :5 1 F B 0 4 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 9 B -D 8 C 4 1 5 9 B -D 7 8 8 1 5 9 B -D 6 4 C 1 5 9 B -D 5 1 0 2 8 0 X 4 0 0 3 B F B 0 4 8 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.