Fréttablaðið - 31.07.2015, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 31.07.2015, Blaðsíða 18
FÓLK| SKRÁÐU ÞIG Í VILD! Fríðindakerfi fyrir áskrifendur 365 50% AFSLÁTTUR 50% AFSLÁTTUR 30% AFSLÁTTUR 30% AFSLÁTTUR 25% AFSLÁTTUR 40% AFSLÁTTUR af skyrtuhreinsun 7 KR. AFSLÁTTUR 50.000 KR. AFSLÁTTUR YFIR FERÐIR Á BETRA VERÐI Allir áskrifendur sjónvarps- eða fjarskipta- þjónustu 365 fá nú sjálfvirkan afslátt hjá fjölda fyrirtækja og verslana án þess að þurfa að biðja um hann. Það eina sem þarf að gera er að skrá greiðslukort fjölskyldunnar í VILD á 365.is. skráðu þig á365.is 30.000 KR. AFSLÁTTUR af golfferð til Flórída með Trans Atlantic og líklega frá Danmerkurárum hennar og pabba upp úr 1970. Þetta er kannski ekki hollasti rétturinn en það má nú leyfa sér ýmislegt stundum.“ ÖMMU LILLU RÉTTURINN Makkarónupasta, um 100 g á mann (muna að salta vatnið) Dós af niðursoðnum maís- baunum Góð medisterpylsa Fáránlega mikið af rifnum osti, a.m.k. tvöfalt meira en eðlilegt má teljast! Makkarónur eru soðnar samkvæmt leiðbeiningum. Pylsan er skorin í litla bita, vatni hellt úr maísdós og passa skal að hafa heilmikið af rifnum osti tilbúinn. Ef bara ein prímus- hella er til staðar skal fyrst sjóða pastað og hafa pylsubitana tilbúna á pönnu og skella þeim í steikingu þegar pastað er til. Vatni hellt af pastanu og smá smjörklípu eða olíu bætt út í svo makkarónurnar klessist ekki saman. Þegar pylsubitarnir eru heitir er maísbaunum bætt út í og hitaðar aðeins. Þessu næst er maísbaununum og pylsubitunum hellt yfir í pastapottinn. Allt hrært vel saman og ótrúlegu magni af rifnum osti bætt við. Setjið lokið á pottinn svo þetta bráðni allt á met- tíma. Svo er kallað á krakkana úr útileikj- unum og þetta er allt saman borðað upp til agna. ■ starri@365.is FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429 Hönnun: Silja Ástþórsdóttir HELGIN Matur frá Miðjarðarhafinu finnst mér vera góður, ítalskt, grískt, spænskt og franskt er í uppá- haldi,“ segir Sigurrós Jóns Bragadóttir viðskiptafræðingur. „Mér finnst gaman að borða góðan mat og skemmtilegt að vera með stórum hópi og elda saman. Svo hef ég gaman af að ferðast og reyni þá alltaf að smakka eitthvað nýtt og spá í nýjar bragðtegundir.“ Sigurrós finnst að stór partur af matargerðinni sé að gefa sér tíma til að elda og njóta matarins eins og gert er í Suður-Evrópu. Hún trúir því að allir geti eldað góðan mat ef hráefnið er gott og þegar hún eldar reynir hún að leyfa hráefninu að njóta sín sem best. „Mér finnst gaman að elda og ég nota mikið af grænmeti, fiski og lambakjöti í eldamennskuna. Svo nota ég alls konar jurtir og ávexti til að blanda saman við.“ Sigurrós gefur hér gómsætar upp- skriftir að grillaðri bleikju, strengja- baunum með hvítlauk, sítrónu og parmesanosti og sælgætis-ostaköku sem er tilvalinn eftirréttur. GRILLUÐ BLEIKJA MEÐ SÍTRÓNU OG LIME 4 stk. bleikjuflök Sítrónupipar og salt eftir smekk Börkur af sítrónu og límónu Setjið flökin í álpappír án þess að loka fyrir. Kryddið með sítrónupiparnum og Maldon-salti. Grillið á hæsta hita án þess að loka grillinu, fiskurinn á að steikjast frá botni og upp. Þannig helst hann safaríkur og góður. Það er ágætis regla að fiskurinn er tilbúinn þegar eggjahvítuefnið í fiskinum er farið að koma fram og þá áttu tæpa eina mínútu eftir á grillinu. Rétt áður en fiskurinn er tekinn af er berki af sítrónu og límónu dreift jafnt yfir flakið. STRENGJABAUNIR MEÐ HVÍTLAUK, SÍTRÓNU OG PARMESANOSTI. 1 pakki strengjabaunir Olía eða smjör til steikingar Um 3 hvítlauksrif, söxuð Rifinn börkur af um það bil hálfri sítrónu Salt og pipar Rifinn parmesanostur Snyrtið baunirnar með því að saxa af þeim endana. Setjið baunirnar í sjóðandi vatn ásamt smá salti og sjóðið í um tvær mín- útur. Takið þá upp úr og setjið í skál með ísköldu vatni. Hitið smjör eða olíu á pönnu. Mýkið hvítlaukinn í um eina mínútu. Bætið þá baununum á pönnuna og steikið í 3-4 mínútur. Setjið baunirnar í það fat sem á að bera þær fram í. Kryddið með salti og pipar. Sáldrið berki af hálfri sítrónu yfir og loks rifnum parmesan. SÆLGÆTIS-OSTAKAKA 300 g rjómaostur 200 g flórsykur 50 g smjör 12-15 Oreo-kexbotnar (eða eins og þarf ) ½ lítri rjómi Til skreytingar: 2 marssúkkulaði Bláber Jarðarber Nóakropp Takið kexið í sundur og fjarlægið kremið. Því næst er kexið mulið, til dæmis með því að setja það í poka og renna kökukeflinu yfir kexið. Kexmylsnunni er komið jafnt fyrir á botni fatsins sem þið ætlið að nota og hellið yfir það bræddu smjöri. Þeytið rjómaost og flórsykur saman þar til orðið mjúkt og engir kekkir. Þeytið rjómann í annarri skál (skiljið um það bil ½ til 1 dl eftir fyrir marssósuna). Blandið svo rjómaostblöndunni og rjómanum varlega saman við og hellið yfir kexið. Frystið þar til kakan er frosin í gegn. Bræðið marssúkkulaðið yfir vatns- baði og notið afganginn af rjómanum til þess að gera sósuna. Hellið yfir osta- kökuna og skreytið að vild með jarðar- berjum og bláberjum. GRILLUÐ BLEIKJA OG GÓMSÆT KAKA MATUR FYRIR SÁLINA Sigurrós Jóns Bragadóttur þykir gaman og gott að borða góðan mat. Hún heldur úti bloggsíðunni Matur fyrir sálina og finnst mikilvægt að njóta matarins. Sigurrós gefur hér nokkrar góðar uppskriftir. ELDAR AF ÁSTRÍÐU Sigurrós finnst gott hráefni skipta höfuðmáli og að eldað sé með hjartanu. „Ég tel nefnilega að góður matur snæddur í góðum félagsskap sé ekki aðeins góður fyrir magann heldur sálina líka.“ MYND/GVA GRILLUÐ BLEIKJA Bleikjan er girnileg auk þess að vera auðveld í matreiðslu. AÐSEND MYND STRENGJABAUNIR Með hvítlauk, sítrónu og parmesanosti eru þær gott meðlæti. AÐSEND MYND SÆLGÆTIS- OSTAKAKA Ostakakan sem Sigurrós gefur uppskrift að er girnileg. AÐSEND MYND 3 0 -0 7 -2 0 1 5 2 1 :5 1 F B 0 4 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 9 B -F 6 6 4 1 5 9 B -F 5 2 8 1 5 9 B -F 3 E C 1 5 9 B -F 2 B 0 2 8 0 X 4 0 0 6 B F B 0 4 8 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.