Fréttablaðið - 31.07.2015, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 31.07.2015, Blaðsíða 6
31. júlí 2015 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 6 VEISTU SVARIÐ? 1. Hver er lögreglustjóri í Vestmanna- eyjum? 2. Gunnar Bragi gefur lítið fyrir gagn- rýni hvers á Evrópustefnu stjórnar- innar? 3. Í hvaða frönsku borg er annar inn- gangur Ermarsundsganganna? SVÖR 1. Páley Borgþórsdóttir 2. Árna Páls Árna- sonar 3. Calais NÁTTÚRA Í Holuhrauni, skammt frá Svartá, hefur nýlega uppgötv- ast heitt vatn sem fólk er þegar byrjað að baða sig í. „Þetta er alveg stórkostlegt. Það er ekkert öðruvísi,“ segir Frímann Guð- mundsson, skálavörður í Dreka í Dyngjufjöllum, sem skoðaði aðstæður í fyrradag. Hann segir að það megi frekar lýsa þessu sem á en læk. Þetta sé 30 senti- metra djúpt og nokkrir metrar á breidd. „Mér fannst alveg straum- urinn í þessu vera það mikill að þú syndir ekki á móti því. Þetta eru örugglega yfir 1.000 sekúndu- lítrar,“ segir Frímann í samtali við Fréttablaðið. „Þetta er langt og þó nokkuð mikið svæði,“ bætir hann við. Frá Dreka að hrauninu eru um fimmtán kílómetrar. En Frímann segir að þegar komið sé að hraun- inu sé aðgengið að þeim stað þar sem heita vatnið er nokkuð þægi- legt. „Það er farið niður fyrir hraunið að Svartá. Þar hafa land- verðir merkt slóð inn á hraun- ið. Maður getur bara farið niður fyrir hraunið og gengið inn með því og þá eru þetta kannski 150 metrar,“ segir Frímann. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir að hraun- ið hafi runnið yfir lindarsvæði. Þarna sé verulegur hiti í hraun- inu enda sé það 20 metra þykkt. „Lítill hluti þessa lindarvatns gufar upp en meiriparturinn af því hitnar dálítið og kemur fram sem þetta heita vatn. Þetta er búið að vera þarna í sumar en svo mun það hætta þegar hraunið kólnar,“ segir Magnús Tumi. Hann ítrekar að ekki sé hægt að gera ráð fyrir því að þarna verði varanleg heit lind. „Alls ekki. Þetta er tíma- bundið,“ segir Magnús Tumi. Frímann tók nokkrar ljósmynd- ir þegar hann skoðaði aðstæður í fyrradag og fylgja þær þessari frétt. Hann segir að gróðurmynd- un í vatninu virðist töluverð sem útskýrir litinn á myndinni hér til hægri. - jhh Baða sig í heitri lind í Holuhrauni Skammt frá Svartá í Holuhrauni hefur myndast vatn sem fólk getur baðað sig í og hafa nokkrir landverðir og ferðamenn nú þegar prófað. Skálavörður í Dreka segir aðgengið að vatninu auðvelt. Prófessor í jarðeðlisfræði segir að þessar aðstæður breytist þegar hraunið kólnar. VIÐSKIPTI Vinirnir Ásta Ósk Hlöðversdóttir og Sölvi Dúnn Snæbjörnsson vinna nú hörð- um höndum að því að opna eitt minnsta brugghús landsins í Grafarholti. Fáist öll leyfi er ráðgert að hefja framleiðslu í haust og brugga 2.000 til 2.500 lítra á mánuði. Til samanburðar bruggar Ölgerð Egils Skallagrímssonar tæplega 200 þúsund lítra af Egils Gulli, einum vinsælasta bjór landsins, á mánuði. Sölvi segir að áhersla verði lögð á nýbreytni við bruggun. „Við ætlum að reyna að brugga nýjan bjór allt að mánaðarlega og vera svo með nokkrar bjórtegundir í stanslausri framleiðslu,“ segir Sölvi. Sölvi segir minni framleiðslu skapa aukinn sveigjanleika. „Þá getur maður prófað skrítnari bjór án þess að eiga það á hættu að fara á hausinn. Hver bruggun kostar þá miklu minna en hjá stóru brugg- húsunum. Þetta verður mjög til- raunakennt,“ segir Sölvi. Fyrst um sinn stefna þau að því að selja afurðir sínar á bjór- bari bæjarins en í framhaldinu að komast að í verslunum ÁTVR. „Við verðum þá langminnsti bjór- framleiðandinn í ríkinu,“ segir Sölvi. - ih Eitt minnsta brugghús landsins hefur bjórframleiðslu í haust og ætlar að herja á barina: Leita leyfa fyrir brugghúsi í Grafarholti Þá getur maður prófað skrítnari bjór án þess að eiga það á hættu að fara á hausinn. Sölvi Dúnn Snæbjörnsson bruggari NORÐUR-KÓREA „Það að Bandaríkjamenn hampi vilja sínum til samningaviðræðna og sveigjanleika á meðan þeir standa í stórfelld- um hern aðar aðgerðum gegn okkur er hámark hræsninnar,“ sagði nafnlaus talsmaður utan- ríkis ráðuneytis Norður-Kóreu í gær. Norður-Kóreumenn hafa undanfarið sagst engan áhuga hafa á því að semja um svipað samkomulag og stórveldi heimsins, Þýskaland, Bandaríkin, Rússland, Bretland, Kína, Frakk- land og Evrópusambandið, gerðu við Írana um kjarnorkumál þar í landi. Þessi ummæli renndu stoðum undir þá stefnu. Nú kennir utanríkisráðuneytið Bandaríkj- unum alfarið um að ekki sé hægt að komast að samkomulagi. „Þetta er ekkert nema ódýr brella til að setja pressuna á okkur og kenna okkur um viðræðuleysið,“ sagði talsmaðurinn enn fremur. Hann sagði ekki hægt að hefja viðræður fyrr en Bandaríkjamenn hætta árlegum hernaðar- æfingum með Suður-Kóreu. Viðræðurnar myndu fara fram milli Norður- og Suður-Kóreu, Japans, Kína, Rússlands og Bandaríkjanna, en ríkin hafa ekki fundað í sex ár. Norður-Kóreumenn ítrekuðu einnig að þeir hygðust ekki afsala sér kjarnorkuvopnabúri sínu, sem í eru um það bil þrjátíu kjarnorku- sprengjur. - þea Norður-Kóreumenn firra sig allri ábyrgð á skorti á viðræðum við stórveldin um kjarnorkumál landsins: Kenna Bandaríkjunum um viðræðuleysið ÁKVEÐINN Kim Jong-Un, leiðtogi Norður-Kóreu, vill ekki missa kjarnorkuvopnabúr sitt. NORDICPHOTOS/AFP 3 0 -0 7 -2 0 1 5 2 1 :5 1 F B 0 4 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 9 B -E C 8 4 1 5 9 B -E B 4 8 1 5 9 B -E A 0 C 1 5 9 B -E 8 D 0 2 8 0 X 4 0 0 5 B F B 0 4 8 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.