Fréttablaðið - 31.07.2015, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 31.07.2015, Blaðsíða 26
8 • LÍFIÐ 31. JÚLÍ 2015 Eyþór Rúnarsson meistara- kokkur var með girnilega rétti í þætti sínum Grillréttir og eru þeir kjörnir fyrir þá sem ætla að verja verslunarmannahelginni í sumarbústaðnum. Nú er um að gera að hita grillið og töfra fram nauta strimla með hindberja-vin- aigrette, bleikju með bankabyggi og eftirréttapitsu með grilluðum sykurpúðum. Grillaðir nautastrimlar með hindberja-vinaigrette og gráðaosti Uppskrift fyrir 4 Nautastrimlar • 400 g nautafilet (fullhreinsað) • 100 ml appelsínusafi • 100 ml ólífuolía • 1 tsk. fínt salt • ½ hvítlauksgeiri Skerið kjötið í 100 gramma steik- ur og berjið það með kjöthamri þar til það er orðið 5 mm að þykkt. Setjið appelsínusafann og olíuna saman í matvinnsluvél og vinnið saman í 1 mín. Hellið blöndunni yfir kjötið og látið kjöt- ið standa í 1-2 tíma. Setjið kjötið á heitt grillið og grillið í um 1,5 mín á hvorri hlið. Takið af grillinu og setjið álpapp- ír yfir og látið standa í 10 mín. Hindberja-vinaigrette • 100 ml ólífuolía • 100 g frosin hindber • 2 msk. balsamik-edik • 2 msk. hlynsíróp Setjið allt hráefnið í blandara og blandið vel saman. Meðlæti • 1 stk. gráðaostur • 1 stk. rauðlaukur (skrældur) • ½ stk. grasker • ½ stk. hunangsmelóna • 50 ml ólífuolía • 1 msk. hvítlauksduft • 1 tsk. cayenne-pipar • 1 box baunaspírur Skerið rauðlaukinn í tvennt og graskerið í 5 mm þykkar sneið- ar og setjið í skál með þurr- kryddunum og ólífuolíunni. Bland- ið öllu saman og kryddið með salti og pipar og látið standa í 2 tíma. Setjið á heitt grillið og grill- ið í 4 mín. á hvorri hlið eða þar til hvort tveggja er eldað í gegn. Skrælið og skerið melónuna í stóra kubba og myljið gráðaost- inn niður. Skerið kjötið í þunna strimla og setjið allt saman á fat. Grilluð bleikjuflök með kryddjurtamauki og bygg- salati með blómkáli og lárperu Uppskrift fyrir 4 • 4 stk. bleikjuflök • Ólífuolía • 1 stk. sítróna • Sjávarsalt • Svartur pipar úr kvörn • 1 stk. sítróna • Grillklemma Penslið flökin með ólífuolíu og kryddið þau vel með salti og GOURMET NAUT OG BLEIKJA Á GRILLIÐ AÐ HÆTTI EYÞÓRS pipar. Takið 1/3 af kryddjurtamauk- inu og smyrjið yfir flökin. Spreyið grillklemmuna með formspreyi eða penslið hana með ólífuolíu. Leggið flökin í grillklemmuna og setjið á sjóðandi heitt grillið og grillið í um 4 mín. Berið fram með sítrónubáti. Kryddjurtamauk • ½ bréf mynta • ½ bréf steinselja • ½ hvítlauksrif • ½ rauður chili • ½ sítróna (börkurinn og safinn) • 2 msk. kapers • 100 ml ólífuolía Setjið allt saman í mortél eða matvinnsluvél og maukið saman þar til blandan er farin að líkjast pestói. Bankabyggssalat með blómkáli og lárperu • 300 g soðið bankabygg • ½ agúrka • 1 stk. fínt saxaður skallotlaukur • 1 stk. lárpera (avokadó) • 150 g rifið blómkál • Börkur og safi af hálfri sítrónu • 1 dolla sýrður rjómi 18% • 2 msk. fínt skorið dill • Maldon-salt • Hvítur pipar úr kvörn Fjarlægið kjarnann úr agúrkunni og skerið í fallega bita. Takið steininn úr lárperunni og skafið innan úr henni. Skrælið og sker- ið lárperuna í fallega bita. Rífið blómkálið niður með rifjárni. Blandið öllu saman og smakkið til með saltinu og piparnum. Eftirréttapitsa með nutella, mascarpone-osti, sykurpúðum og jarðarberjum Uppskrift fyrir 8-10 manns Pitsudeig (fyrir 2 botna) • 3 dl vatn • 25 g ger • 1 tsk. salt • 1 tsk. sykur • 15 g kakó • 1 msk. kanill • 1 msk. matarolía • ½ kg hveiti • Pitsusteinn Álegg • 130 g nutella • 50 g mascarpone-ostur • 10-15 litlir sykurpúðar • ½ stk. lime (börkurinn) • 1 askja jarðarber Setjið allt hráefnið saman í hræri- vélarskál og vinnið saman þar til blandan er orðin að fallegu deigi. Setjið deigið í skál með plastfilmu yfir og látið það hef- ast í 30 mín. Skiptið deiginu í tvennt og fletjið deigið út og setj- ið á heitan pitsusteininn í grillinu og bakið í 5 mín. Snúið pitsunni við og smyrjið nutella á hana og setjið svo sykurpúðana og masc- arpone-ostinn á hana og bakið í 5 mín í viðbót. Skerið jarðarber- in í fernt og dreifið yfir pitsuna og rífið börkinn af lime-inu yfir í lokin. SUMAR- OG GRILLRÉTTIR Eyþórs Rúnarssonar 3 0 -0 7 -2 0 1 5 2 1 :5 1 F B 0 4 8 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 5 9 B -C E E 4 1 5 9 B -C D A 8 1 5 9 B -C C 6 C 1 5 9 B -C B 3 0 2 8 0 X 4 0 0 2 B F B 0 4 8 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.