Fréttablaðið - 31.07.2015, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 31.07.2015, Blaðsíða 41
FÖSTUDAGUR 31. júlí 2015 | MENNING | 25 Örn Alexander Ásmundsson er að fást við listaverk úr rassvösum af gallabuxum sem hann festir á vegg. Í vasana setur hann litla skúlptúra. „Þetta á að vísa til hugmynda og verkefna sem oft er gengið með í rassvösunum í ótilgreindan tíma,“ segir hann kankvís. Örn Alexander er einn þeirra fjögurra myndlistarmanna sem opna sýninguna Tær/Toes í Verk- smiðjunni á Hjalteyri á laugar- daginn klukkan 14. Hinir eru Olof Nimar, Una Margrét Árnadóttir og Unndór Egill Jónsson. Olof er frá bænum Hjo við Gautaborg, hin eru Reykvíkingar en öll eiga þau sam- eiginlegt að hafa lært í Svíþjóð. Fyrstu drög að sýningunni lögðu þau í lítilli stúdíóbúð í Malmö. Sum listaverkin hafa fjórmenningarn- ir komið með norður, önnur hafa þeir gert á staðnum. Una Margrét er að koma fyrir vídeóverkum og Olof að steypa skúlptúr á palli sem sameinar það að vera þak og svalir. Inni í Verksmiðjunni er samt hell- ings pláss sem listafólkið er að díla við, tveir stórir salir og gangur á þremur pöllum. „Við erum vanari að sýna á hvítum veggjum í litlu rými,“ segir Örn Alexander. „En hér erum við að fást við andstæðu þess, rosa mikið pláss og hrátt. Það er jákvætt en getur líka verið dálítið yfirþyrm- andi. Það fyrsta sem maður hugsar er að þetta pláss verði að fylla en ég held að það séu mistök. Málið sé frekar að leyfa verkunum að anda. Aðalatriðið er að þau spili saman.“ Sýningin Tær/Toes verður opnuð klukkan 14 á morgun og um kvöldið bjóða heimamenn upp á lifandi tón- list og veitingar í Verksmiðjunni. Sýningin stendur til 30. ágúst og er opin þriðjudaga til sunnudaga frá klukkan 14 til 17. gun@frettabladid.is Rassvasar og vídeó Sýningin Tær/Toes verður opnuð í Verksmiðjunni á Hjalteyri á morgun. Tónlist og veitingar um kvöldið. LISTAMENN Una Margrét, Olof og Örn Alexander á Hjalteyri. Unndór Egill á leiðinni. MYND/GUSTAV GEIR BOLLASON „Ég æfði fyrir tónleikana í gær frá eitt til ellefu,“ segir Lára Bryn- dís Eggertsdóttir organisti glað- lega þegar hún svarar símanum, nýkomin úr sundi með tæplega fimm ára dóttur sinni. Fram undan eru tvennir tónleikar í Hallgríms- kirkju, fyrst hádegistónleikar á morgun, laugardag, ásamt kamm- erkórnum GAIA frá Árósum sem hún syngur í líka. „Kórinn syngur undirleikslaust og svo stekk ég að hljóðfærinu á milli,“ útskýrir hún og segir verk eftir Stefán Arason, Báru Grímsdóttur, Carl Nielsen og Rachmaninoff á efnisskránni. Seinni tónleikarnir verða á sunnudaginn klukkan 17. Þeir eru einungis fyrir orgel og efnið er fjölbreytt, bæði íslenskt og erlent, síðan kemur GAIA-kórinn fram aftur á mánudagskvöldið klukkan 20. Lára Bryndís er organisti í Horsens í Danmörku og kveðst hafa verið veidd í GAIA fyrir sex árum þegar hún var í námi við Tónlistarháskólann í Árósum. „Börnin mín þrjú hafa alist upp í kórnum. Það elsta kom með mér í inntökuprófið og þau yngri hafa verið á milljón æfingum. Dóttirin fékk einu sinni að velja um að fara með pabba sínum í dýragarðinn eða mömmu á kóræfingu og hún kaus æfinguna!“ Lára Bryndís kveðst stundum koma fram á einleikstónleikum hér og þar, til dæmis í dómkirkj- unni í Kaupmannahöfn. „Það er ógeðslega kúl,“ segir hún hlæj- andi. „Þegar dómorganistinn í Köben hringir og spyr hvort ég vilji ekki koma og spila þá svara ég; „Jú, jú, úr því þú endilega vilt!“ Í fyrra fékk Lára Bryndís sjö íslensk tónskáld til að semja orgel- verk sem hún hefur kynnt víða og segir heyrast æ oftar, meðal annars á Rás 1. „Ég hlusta alltaf á íslensku útvarpsmessuna, það passar vel því þá er ég komin heim úr minni messu og það er ótrúlega oft sem tónlistin sem ég pantaði er forspil eða eftirspil.“ gun@frettabladid.is Í kór og við orgelið Lára Bryndís Eggertsdóttir, organisti í Horsens í Danmörku, kemur fram á þrenn- um tónleikum um helgina í Hallgrímskirkju, fyrst ásamt kammerkórnum GAIA. KÁT MÆÐGIN Lára Bryndís leikur við Ágúst Ísleif sem er nýorðinn sjö ára. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI MARINÓ PEPSI MAX OG WOW AIR KYNNA KINGS OF LEON NÝJA LAUGARDALSHÖLLIN 13. ÁGÚST #KOLICELAND WWW.SENA.IS/KOL „Þetta eru sögur sem áhorfand- inn býr til sjálfur,“ segir Margeir Dire, sem opnaði sýninguna Milljón sögur í Gallery Orange í gær. Þar eru til dæmis gluggaverk sem sjást utan frá, unnin með kalkspreyi. Önnur eru innandyra og snúa að salnum. „Ég sæki myndefnið í eðli nátt- úrunnar, götulist, fólk og sögur. Mest er tengingin í götulistina,“ segir hann. Margeir er þekktur fyrir að gefa sumum listaverkum sínum takmarkaðan líftíma. „Ég hef stundum málað yfir verkin eða kveikt í þeim,“ segir hann og nefn- ir að kalkið í gluggunum á Galleríi Orange sé dæmi um slíkt. „Kalkið verður þrifið af þegar sýningunni lýkur og glugginn fer í sitt gamla form. Fegurðin felst í því að fólk veit aldrei hvort verkið verður enn til á morgun svo það þarf að stoppa og njóta þess til fulls. Núna.“ Sýningin í Gallery Orange stend- ur þó í sex vikur. - gun Áhorfandinn býr til sögurnar sjálfur Milljón sögur nefnist sýning sem listamaðurinn Margeir Dire er með í Gallery Orange í Ármúla 6. LISTAMAÐUR „Fegurðin felst í því að fólk veit aldrei hvort verkið verður enn til á morgun,“ segir Margeir. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Dóttirin fékk einu sinni að velja um að fara með pabba sínum í dýragarðinn eða mömmu á kóræfingu og hún kaus æfinguna! 3 0 -0 7 -2 0 1 5 2 1 :5 1 F B 0 4 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 8 K N Ý. p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 9 B -E 7 9 4 1 5 9 B -E 6 5 8 1 5 9 B -E 5 1 C 1 5 9 B -E 3 E 0 2 8 0 X 4 0 0 5 A F B 0 4 8 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.