Fréttablaðið - 15.04.2015, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 15.04.2015, Blaðsíða 1
SLYS Alvarlegt slys varð við Reykdalsstíflu í Hafnarfirði um miðjan dag í gær þegar tveir drengir féllu í foss sem fellur af stíflunni. Stíflan er við Lækjar- kinn í Hafnar firði, steinsnar frá Lækjar skóla. Lögreglunni barst tilkynning um slysið klukkan 14.33. Erfið- lega gekk að koma drengjunum til bjargar vegna þess hversu mikill straumur var í rennunni neðan við fossinn. Annar drengjanna komst til meðvitundar fljótlega eftir að endurlífgunartilraunir hófust. Hinum drengnum var samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum haldið sofandi í öndunarvél þegar Fréttablaðið fór í prentun. Karlmaður á þrítugsaldri reyndi að koma drengjunum tveimur til bjargar. Þegar lög- reglu bar að garði var maðurinn aðframkominn. Lögregluþjónn var einnig hætt kominn við björg- unarstörf þegar hann reyndi að bjarga drengjunum. Að mati lög- reglunnar voru þeir báðir í bráðri hættu enda aðstæður á vettvangi afar erfiðar. Fór svo að þeir náðu drengjunum upp á bakkann og hófust þá endurlífgunartilraunir. Fljótlega eftir slysið voru starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar komnir á vettvang til að kanna aðstæður á slysstað. Tæknideild lögreglu var einnig við störf á vettvangi í gær. Markmið þeirr- ar vinnu er að fyrir byggja að slys sem þessi gerist aftur við lækinn. Stíflan og slysstaðurinn eru ekki girt af. Maðurinn sem kom að björg- un drengjanna var einnig flutt- ur á sjúkrahús til aðhlynningar. Honum, auk allra viðbragðsaðila sem komu að málinu, mun verða veitt áfallahjálp vegna slyssins. Ákveðið var að ráðast í end- urbyggingu Reykdalsstíf lu árið 2006 til að minnast 100 ára afmælis Rafveitu Hafnarfjarðar. - sa FRÉTTIR MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup apríl-júní 2014 Miðvikudagur 12 2 F S jávarbarinn við Granda-garð er orðinn rótgróinn á Grandanum sem er orðið eitt vinsælasta og skemmtilegasta veitingahúsasvæði Reykjavíkur. Eigendur staðarins, Magnús Ingi Magnússon matreiðslumeistari og eiginkona hans, Analisa Monte-cello, opnuðu dyr hans aftur um helgina eftir stutt hlé. „Aðalsmerki staðarins hefur alla tíð verið sjávarréttahlaðborðið sem við bjóðum upp á bæði í há-deginu og á kvöldin,“ segir Magnús Ingi. „Plokkfiskurinn og fiskiboll-urnar hafa verið vinsælustu rétt-irnir og hægt að ganga að þeim vís-um á hlaðborðinu. Aðrir réttir eru breytilegir eftir því hvaða fiskur er ferskastur hverju sinni. Við leggjum mikla áherslu á að fá sem fersk-astan fisk og það eru hæg heimatökin því að fisk- markaðurinn er hérna spöl-korn frá.“ Sérrétta- seðill Sjávar-barsin FRÁBÆR FISKUR Á SJÁVARBARNUMSJÁVARBARINN KYNNIR Sjávarbarinn við Grandagarð hefur opnað aftur og fagnar vorkomunni ferskari en nokkru sinni fyrr. MYND/VILHELM MYND/K.MAACK LEIKIÐ VELLegoland í Billund í Danmörku er sívinsæll áfangastaður ferðamanna. LEGO var stofnað þar árið 1932 af Ole Kirk Christiansen og framleiddi upphaflega gæðaleikföng úr tré. Christiansen bjó nafnið til úr orðunum LEG GODT sem þýðir leikið vel. LEGO þýðir líka að safna á latínu. DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGISÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS Taka 12 Kg · HljóðlátStórt op > auðvelt að hlaðaSparneytin amerísk tæki.<Þvottvélin tekur heitt og kalt vatn Afkastamikill þurrkari > Þvottavél Þurrkari12 kg Amerískgæðavara Amerískgæðavara www.visir.is Sími: 512 5000 | Miðvikudagur 15. apríl 2015 | 15. tölublað | 11. árgangur G Ö N G U M HRE INT T I L V E R K S ! Byggja upp á landsbyggðinni Það er uppsöfnuð þörf á uppbyggingu á afþreyingu í ferðaþjónustu, að mati Helga Júlíussonar, sjóðs-stjóra hjá Landsbréfum. Rétt um tvö ár eru liðin frá því að framtakssjóðurinn Icelandic Tourism Fund I (ITF 1) hóf starfsemi sína. Sjóðurinn sem er í Fjárfestar vilja verðtryggð bréf Deilur á vinnumarkaði hafa valdið því að fjárfest-ar sækja í auknum mæli í verðtryggð skuldabréf. Markaðsaðilar óttast hækkandi verðbólgu. Þró-unin gæti valdið lækkun vaxta verðtryggðra lána. Hrafn Steinarsson, sérfræðingur hjá Greiningar-deild Arion banka, segir fjárfesta hafa væntingar um að verðbólga aukist frekar á næstunni enda hafi fulltrúar launþega farið fram á tugprósenta launa-hækkanir í kjölfar kjarasamninga sem kennarar og læknar hafa þegar gert. ➜ SÍÐA 2 2 SÉRBLÖÐ Markaðurinn | Fólk Sími: 512 5000 15. apríl 2015 87. tölublað 15. árgangur MENNING Nýtt úr norræn- um kvikmyndaheimi í Nor- ræna húsinu. 18 LÍFIÐ Fékk áfall við inn- göngu í Den Danske Film- skole. 26 SPORT Stjarnan fékk dýr- mætan liðsstyrk í körfubolt- anum fyrir næsta vetur. 22 MARKAÐURINN LIFÐU í NÚLLINU! 365.isSími 1817 Til hvers að flækja hlutina? SKOÐUN Sigurður Oddsson vill nýjan Landspítala í Fossvog. 13 VIÐ REYKJADALSSTÍFLU Þeir sem komu að björguninni í gær höfðu á orði hversu erfiðar aðstæður voru á slysstað. Drengirnir báðir voru í læknum þegar að var komið. Vegfarandi reyndi að bjarga þeim án árangurs. Lögregluþjónn lenti jafnframt í hættu við björgunarstörf. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR FERÐAÞJÓNUSTA Innheimta gisti- náttaskatts hefur skilað 670 millj- ónum króna síðan gjaldtaka hófst árið 2012. Þetta kom fram í svari fjármála- og efnahagsráð- herra við fyrir- spurn Kristjáns L. Möller, þing- manns Samfylk- ingarinnar, um innheimtu skattsins. Um 1,5 milljörðum króna hefur verið úthlutað úr Framkvæmda- sjóði ferðamannastaða frá 2012. - shá / sjá síðu 6 Skattur í stað náttúrupassa: Gistináttaskatt- ur skilar miklu KJARAMÁL Að baki lausum kjara- samningum sem unnið er að eru á bilinu 120 til 130 þúsund manns. Heimildir Fréttablaðsins herma að kröfur ólíkra stéttarfélaga hlaupi frá því að vera um 17 til 25 prósent í samningum til 12 mán- aða yfir í 50 til 70 prósenta kröfur í samningum sem ná yfir þrjú ár. Kröfurnar eru sagðar úr takti við launaþróun ólíkra hópa og ýta undir verðbólgubál sem kalli á ríflegar vaxtahækkanir Seðla- bankans. - óká / sjá síðu 4 Hærri taxtar hækka mest: Kröfur frá 17 til 70 prósenta KRISTJÁN MÖLLER KJARAMÁL Laun stjórnarmanna HB Granda hækka um 33 prósent á næsta ári eða úr 150 þúsund krónum í 200 þúsund krónur. Þetta var samþykkt á aðalfundi HB Granda sem haldinn var 10. apríl síðastliðinn. Landverkafólk hjá HB Granda kýs um þessar mundir um hvort þeir fari í verkfall en þeim hefur verið Vilhjálmur Birgisson, formað- ur Verkalýðsfélags Akraness, vekur athygli á þessu á vefsíðu verkalýðsfélagsins og bendir á að það sé kaldhæðnislegt að stjórnin skuli hljóta svo ríflega launa- hækkun á sama tíma og land- verkafólk hjá fyrirtækinu kjósi um verkfall um þessar mundir. Ástæða verkfallskosninganna er að starfsmönnunum hefur ein- ungis verið boðin launahækkun upp á 3,3 prósent. - srs Fá 33 prósenta hækkun: Laun stjórnar- manna hækka Alvarlegt slys í bæjar- læknum í Hafnarfirði Tveir drengir lentu ofan í fossi við stífluna í bæjarlæknum í Hafnarfirði. Endur- lífgunartilraunir tókust á öðrum en hinum var haldið sofandi í öndunarvél þegar Fréttablaðið fór í prentun. Tveir fullorðnir í bráðri hættu við björgunarstörf. Uppsöfnuð þörf fyrir fjárfestingu Það er uppsöfnuð þörf á uppbygg- ingu á afþreyingu í ferðaþjónustu, að mati Helga Júlíussonar, sjóðsstjóra hjá Landsbréfum. Sjóðurinn ITF 1 tekur þátt í uppbyggingu á Óbyggða- setri í Fljótsdal og skoðar fjárfestingu í Eldfjallasetri á Hvolsvelli. 4 ➜ Fjórir hætt komnir • Lögreglu barst tilkynning um slys í Hafnarfirði klukkan 14.33. • Tveir drengir voru hætt komnir við Reykjadalsstíflu. • Báðir drengirnir fluttir á Land- spítala, annar meðvitundarlaus. Tveir fullorðnir einnig hætt komnir. Ná betur til kvenna Frú Ragnheiður hefur sinnt um 450 einstaklingum frá árinu 2009. Þjón- ustan hefur skilað sér í töluverðri fækkun á HIV-smitum meðal fólks sem sprautar vímuefnum í æð. 2 Kynferðisbrot í svefni Kona sem ákærð er fyrir kynferðis- brot vill fá geðlækni til að meta hvort hún þjáist af kynferðislegri svefn- röskun eða sexsomnia. 2 Neyslan breyttist ekki Neysluáhrif sykurskatts voru lítil. Almenningur hélt áfram að kaupa sykraðar vörur og hagnaður ríkissjóðs fór því fram úr áætlun. 8 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 3 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 3 C -7 F A C 1 6 3 C -7 E 7 0 1 6 3 C -7 D 3 4 1 6 3 C -7 B F 8 2 8 0 X 4 0 0 1 A F B 0 4 8 s _ 1 4 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.