Fréttablaðið - 15.04.2015, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 15.04.2015, Blaðsíða 32
 | 10 15. apríl 2015 | miðvikudagur SPILLINGUNNI MÓTMÆLT Mótmælendur í Brasilíu komu saman á sunnudaginn til að mótmæla brasilíska forsetanum, Dilma Rousseff. Mótmælin fóru fram á Copacabana-ströndinni í Ríó de Janeiro. Tugir þúsunda Brasilíumanna örkuðu út á götu og lýstu reiði sinni vegna spillingar ríkisstjórnarinnar og erfiðra aðstæðna í efnahagsmálum. NORDICPHOTOS/AFP Tugir þúsunda Brasilíumanna lýstu reiði sinni á götum Ríó Velgengni fyrirtækja byggist í síauknum mæli á því að viðskiptavin- ir fi nni að þeir eru í fyrirrúmi og með tilkomu upplýsingatækninnar fl ýgur fi skisaga tengd slæmri upplifun á hraða ljóssins. Áætlað er að á þessu ári muni yfi r 2 milljarðar manna eiga snjallsíma og að allt að 80 prósent af því efni sem ritað er um fyrirtæki komi frá viðskiptavinum. Þó svo að innan við 1,5 prósent viðskiptavina skrifi umsagnir þá segja um 90 prósent aðspurðra að umsagn- ir annarra á netinu hafi áhrif á þeirra kaupákvarðanir. Að auki hefur það sýnt sig að þjón- usta hefur mun meiri áhrif en verð og vöruframboð þegar kemur að því að hrífa viðskiptavini og vinna traust þeirra, enda er slæm þjónusta algengasta umkvörtunarefni fólks. Neikvæðar fréttir af fyrirtækjum ná tvöfalt fl eiri augum og eyrum en jákvæðar umfjallanir og þegar við- skiptavinur upplifi r neikvæða þjón- ustu eru um 90 prósenta líkur á að hann fi nni einhvern annan til þess að eiga viðskipti við. Mörg af algengustu umkvörtunar- efnunum má þó auðveldlega forðast og snúa til betri vegar. Algengast er að viðskiptavinur kvarti ef hann nær t.d. ekki sambandi við manneskju, er látinn bíða að óþörfu eða er ítrek- að sendur á milli manna og deilda. Eins innihalda margar neikvæðar umsagnir það að viðskiptavinir upp- lifi að hafa ekki fengið það sem þeim var lofað eða að starfsmaður hafi haft slæmt viðmót í formi ókurteisi, óþolin mæði, skorti á hlustun, hafi gripið fram í eða að viðskiptavini hafi liðið eins og hann væri hreinlega að trufl a starfsmanninn. Það merkilega er að þrátt fyrir örar tækninýjungar og aukin netsamskipti þá virðist fátt ef nokkuð geta komið í stað jákvæðra mannlegra samskipta og það sem viðskiptavinurinn vill fyrst og fremst upplifa er að fi nna að hann skiptir máli. Mikilvægt er að hægt sé að fá skjót svör og geta náð sambandi við mann- eskju sem hefur hæfni, kunnáttu og vilja til þess að aðstoða, komi fram við viðskiptavininn sem einstakling og sé jákvæð og almennileg í viðmóti. Þau fyrirtæki sem fá bestu einkunnir í þjónustu fá oftast hæsta stigagjöf þegar kemur að trausti og er gjarnan fyrirgefi ð þegar mistök eiga sér stað. Viðskiptavinir eru nú þegar komnir í bílstjórasætið þegar kemur að umtali og ímynd fyrirtækja og er því aug- ljóst að þjónustuupplifun viðskipta- vina verður að vera í algerum for- gangi. Fyrirtæki verða að sjá til þess að upplifun viðskiptavina sé slík að hún ýti undir jákvætt umtal og auki traust og velvild. Takist þetta þá mun markaðsstarf framtíðarinnar að miklu leyti sjá um sig sjálft. Þjónustuupplifunin er kjarni markaðsstarfs Samkvæmt upplýsingum frá aðildarfélögum Samtaka fjár- málafyrirtækja nam kröfuvirði gengislána sem enn er ágrein- ingur um 96 milljörðum króna í árslok 2014. Þetta er umtalsvert lægri fjárhæð en þeir 547 millj- arðar króna sem Félag atvinnu- rekenda (FA) hefur haldið á lofti að undanförnu. Nýlega efndi FA til fundar þar sem fjallað var um stöðu gengis- lána íslenskra fyrirtækja. Á fundinum var kynnt greining sem unnin hafði verið fyrir FA um hversu mikið af gengislánum fyrirtækja væri enn í ágreiningi milli lánastofnana og viðskipta- vina. Niðurstaða greinarinnar er að ágreiningur ríki enn um þriðj- ung gengislána eða um 547 ma.kr. að kröfuvirði eða sem nemur þriðjungi af landsframleiðslu. Með kröfuvirði er átt við skuld sem snýr að lánþegum. Bókfært virði lánanna kann að vera lægra, meðal annars vegna niðurfærslu við kaup á þeim frá þrotabúum banka eða seinni virðisrýrnunar. Þessari tölu var eingöngu ætlað að ná til lána stóru viðskiptabank- anna þriggja til fyrirtækja. Í ljósi þeirrar staðreyndar að búið er að leysa að langstærstum hluta úr ágreiningi um gengislán viðskiptabankanna kom niður- staða greiningar FA verulega á óvart og kallar á að málið sé skoð- að ofan í kjölinn. Við þá skoðun kom í ljós að greining FA byggir á eftirfar- andi flokkun Fjármálaeftirlits- ins á gengislánum frá vormán- uðum 2012 (sem var byggð á tölum frá árslokum 2011). Þar voru lán flokkuð eftir líkindum á því hvort gengisbinding þeirra væri lögleg með hliðsjón af þeim sjónar miðum sem Hæstirétt- ur virtist leggja til grundvallar. Flokkarnir voru sex. Í A-flokk voru flokkuð erlend lán sem nán- ast var ótvírætt að væru lögleg, alls um 178 milljarðar króna að bókfærðu virði, en í aðra flokka (B til F) eftir vaxandi líkindum um ólögmæti önnur gengislán um 551 milljarður króna að bókfærðu virði. Í áætlun þeirri sem unnin var fyrir FA er gengið út frá að ein- göngu lán í flokki A hafi reynst lögleg. Þessi fjárhæð er dregin frá stöðu gengislána fyrirtækja í árslok 2014 og slegið föstu að mis- munur þessara talna sé bókfært virði lána sem eru í ágreiningi nú, alls 257 milljarðar króna. Til að áætla kröfuvirðið er þessi tala blásin út og miðað við 57% meðal- niðurfærslu lána við kaup þeirra til nýju bankanna, sem gefur 547 milljarða króna. Þessi aðferð til að áætla ágrein- ingslán felur í raun í sér að gefa sér sem forsendu það sem í upp- hafi á að áætla. Fjárhæð fyrir- tækjalána í A-flokki í árslok 2011 segir ekkert um lögleg eða óum- deild gengislán í árslok 2014. Með því er slegið föstu að lögleg gengis lán hafi ekki aukist undan- farin þrjú ár. Hvort tveggja er að lán kunna að hafa verið leið- rétt sem áður voru ólögmæt og að dómstólar hafa nú dæmt lán í flokkum B og C lögleg lán, auk þess sem lán í flokki D hafa reynst að stórum hluta lögleg. Samtök fjármálafyrirtækja kölluðu eftir gögnum frá aðildar- fyrirtækjum sínum um umdeild gengislán til fyrirtækja í fram- haldi af málflutningi FA. Sam- kvæmt þeim gögnum eru umdeild gengislán fyrirtækja í árslok 2014 að kröfuvirði um 96 millj- arðar króna en ekki 547 milljarð- ar króna eins og FA heldur fram. Það þýðir að umdeild gengislán eru ekki þriðjungur gengislána heldur um 5%. Ofmat Félags atvinnurekenda á virði óleystra gengislána Hin hliðin María Lovísa Árnadóttir stjórnendaþjálfi og hönnuður. Skoðun Yngvi Örn Kristinsson, hagfræðingur Samtaka fjármálafyrirtækja. S töðugleikaskattur sem forsætisráð- herra hefur boðað er síður en svo eins- dæmi og er mikil- vægt skref í átt að því að afnema fjármagnshöft hér á landi. „Hinar talandi stéttir“, þ.e. einstakir fjölmiðlar, stjórn- málamenn og aðrir, virðast hafa farið af hjörunum yfi r ummæl- um forsætisráðherra um stöðug- leikaskatt á fl okksþingi Fram- sóknarfl okksins um liðna helgi. Stöðugleikaskattur er hins vegar ekki óþekkt fyrir bæri og hefði mönnum dugað einföld leit á Google með orðunum „stabil- ity levy“ t i l a ð glöggva sig betur á fyrir- bærinu. Már Guð- munds- son seðla- banka- stjóri var gestur á fundi efnahags- og við - skipta- nefndar Alþingis á mánu- dag. Már sagði á fundinum að stöðug- leikaskatturinn væri eiginleg- ur mengunarskattur og líkti krónueignum slitabúa föllnu bankanna við eiginlega meng- un í efnahagsreikningi Íslands. Þetta var ágætis samlíking hjá seðlabankastjóra. Þegar mengunarskattar eru annars vegar er rætt um að þeir borgi sem mengi (e. you pollute you pay). Af þessum meiði eru lög um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl . nr. 29/1993. Það er eðlilegt, sann- gjarnt og rétt að þeir sem keyra meira en aðrir borgi fyrir þá mengun sem því fylgir. Ein- hverjir geta haldið því fram að vörugjöld af þessu tagi séu bara almenn tekjuöfl unarleið fyrir ríkið. Gott og vel, en hér er hins vegar um sanngjarna tekjuöfl un að ræða. Það er ekki eðlilegt að þeir sem ganga, nota strætó eða hjóla til og frá vinnu greiði sömu opinber gjöld og þeir sem keyra bíla sem menga. Um þetta ættu fl estir að geta verið sammála. Stöðugleikaskattur (e. stabil- ity levy) af því tagi sem forsæt- isráðherra nefndi í ræðu sinni um síðustu helgi er ekki ný hug- mynd en um er að ræða almenna skattlagningu á sérgreind- ar eignir. Kýpverjar reyndu að innleiða stöðugleikaskatt á bankainnistæður í mars 2013. Þannig átti að leggjast 6,75 pró- senta stöðugleikaskattur á allar bankainnistæður undir 100 þús- und evrum en 9,9 prósenta stöð- ugleikaskattur á innistæður yfi r þeirri fjárhæð. Ríkin sem nota evruna (Eurogroup) fögnuðu skattinum í sameiginlegri yfi r- lýsingu í mars 2013 en frum- varp um skattinn var síðan fellt af kýpverska þjóðþinginu. Yanis Varoufakis, núverandi fjármálaráðherra Grikkja, gagnrýndi þessa skattlagningu harðlega á sínum tíma og sagði hana ósanngjarna og óréttláta enda olli hún áhlaupi á banka á Kýpur þegar fréttir bárust fyrst af henni. Stöðugleikaskattur er hins vegar bara eitt af stjórn- tækjum ríkja til að gæta að fjár- málastöðugleika við sérstakar aðstæður. Áður hefur komið fram það mat seðlabankastjóra að æskilegt sé að þessar krónu- eignir verði færðar niður um allt að 75%. Enda er ekki til staðar gjaldeyrir til að skipta þessum krónueignum. Stöðug leikaskatturinn gæti náð til allra krónueigna sem ógna fjármálastöðugleika, hvort sem þær eru í eigu innlendra eða erlendra aðila. Rétt eins og með bókstafl ega mengunarskatta þá er eðlilegt að eigendur krónu- eigna sem ógna fjármálastöðug- leika á Íslandi, sem eru aðallega slita bú föllnu bankanna, greiði „mengunarskatt“ af þessum eignum og fái eftir atvikum að greiða út erlendar eignir sínar í staðinn, sem ógna ekki stöðug- leika. Aðalatriðið í þessu sam- bandi er að núna hefur forsæt- isráðherra lýst því yfi r að slík skattlagning sé á dagskrá og slík áform verði kynnt nánar fyrir þinglok. Það þarf því ekki að velkjast lengur í vafa um að raunveruleg skref í átt að afnámi gjaldeyrishafta verða tekin á þessu ári. Krónueignir slitabúa eru „mengun“ í efnahagsreikningi þjóðarbúsins: Stöðugleikaskattur er mikilvægt skref Núna hefur for- sætisráðherra lýt því yfir að slík skattlagning sé á dagskrá og slík áform verði kynnt nánar. Markaðshornið Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@stod2.is 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 3 F B 0 4 8 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 3 E -0 A A C 1 6 3 E -0 9 7 0 1 6 3 E -0 8 3 4 1 6 3 E -0 6 F 8 2 8 0 X 4 0 0 6 A F B 0 4 8 s _ 1 4 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.