Fréttablaðið - 15.04.2015, Blaðsíða 40
15. apríl 2015 MIÐVIKUDAGUR| LÍFIÐ | 20
BAKÞANKAR
Viktoríu
Hermannsdóttur
Sýnd með
íslensku tali
í 2D og 3D
-K.M.Ó., FBL
- Empire
-H.S., MBL
bio. siSAM
CHICAGO SUN-TIMES
SÝNINGARTÍMAR Á
MIDI.IS OG LAUGARASBIO.IS
„Mér fannst eitthvað bogið við
hvernig fordómar fá að grass era.
Hér er gert grín að heyrnar lausum
til dæmis og margt fleira í þeim
dúr,“ segir Jana Ármannsdóttir,
sjálfboðaliði í Úganda.
Hún hóf nýverið söfnun á fés-
bókarsíðunni sinni þar sem hún
greindi frá að hana langaði að
koma á fót bókasafni fyrir börn-
in. Bað hún þá fimm hundruð og
átján vini sína að leggja til fimm-
tíu krónur og þá væri hægt að
gera stórgott safn handa börnun-
um. Með sanni má segja að söfn-
unin hafi undið upp á sig, en áður
en hún vissi höfðu safnast um eitt
hundrað þúsund íslenskra króna á
reikninginn hennar. „Ég átti engan
veginn von á að þetta myndi ganga
svona vel. Fólk sem ég þekki ekki
neitt var duglegt að leggja söfnun-
inni lið.“ Raunar gekk söfnunin svo
vel að til er fyrir bókunum og því
sem þarf til að gera rýmið upp.
„Ég vildi koma upp safni bóka
sem hafa boðskap og geta kennt
börnunum umburðarlyndi, virð-
ingu og svoleiðis, á sama tíma og
þau læra ensku,“ segir Jana og
bætir við að hún standi í ströngu
við að koma þessu á koppinn, þökk
sé gjafmildum Íslendingum.
Hún segir börnin afar spennt
fyrir bókasafninu og reyna að
hjálpa eftir bestu getu. Það verði
hins vegar ekki sagt um fullorðna
fólkið sem þyki hún fullfrökk.
„Sumum finnst ég ekki eiga að
vera að þessu og eiga að fara heim.
Ég finn vissulega fyrir fordómum
vegna þess að ég er hvít,“ segir hún,
þó hvergi bangin og spennt fyrir að
hafa áhrif til lengri tíma. - ga
Safnaði fyrir bókasafni handa
munaðarlausum börnum
Kraft ur Facebook er magnaður en því fékk Jana Ármannsdóttir sjálfb oðaliði að kynnast á dögunum, er hún
safnaði nægu fé á nokkrum dögum til að koma upp bókasafni í Úganda. Hún vill kenna börnum ensku.
HJÁLPSÖM Börnin eru afar áhugasöm um bókasafnið, annað en fullorðna fólkið á svæðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/EINKASAFN
JANA ÁRMANNSDÓTTIR
Það hefur ekki farið fram hjá neinum undanfarið hvað það er
ömurlegt veður á þessu landi sem
við búum á og kennum okkur við.
UM fátt annað er talað þar sem
fólk kemur saman, hvort sem það
er í net- eða raunheimum. Enda
er full ástæða til þess að ræða
þetta.
HÉR er búið að vera ömur-
legt veður síðan ég veit
ekki hvenær og það sér
engan endi á því. Svo
ömurlegt að ég sé mig
knúna til þess að skrifa
heilan pistil um þennan
ömurleika sem hvorki ég
né nokkur annar getur gert
nokkuð í. Það er, annað en
að röfla yfir því.
ÉG myndi kannski ekki gerast svo
djörf að segja að ég sé yfirmáta bjart-
sýn að eðlisfari en ég reyni þó yfirleitt
að vera sólarmegin í lífinu. Þess vegna
hef ég hingað til lítið nennt að kippa
mér upp við þetta ástand. Satt að segja
fannst mér fyrstu stormarnir í vetur
bara frekar huggulegir en þegar sá
milljónasti (eða eitthvað) gekk yfir og á
sama tíma voru sagðar fréttir af því að
líklega yrði nú sumarið ekki sólríkt þá
hætti sólin að skína í hjarta mér.
ÞAÐ er nú samt þannig að maður
getur nákvæmlega ekkert gert í þessu
ástandi nema bara farið eitthvað annað
eða látið sig dreyma um betri tíð með
blóm í haga. Sólríka sumardaga þar
sem sólin hættir ekki að skína nema í
örfáar klukkustundir yfir hánóttina.
Dásamlega sólríka sumarmorgna þar
sem sólin vekur mann með kossi og
maður hoppar út í sólskinið með bros á
vör og brosir út daginn.
ÞAÐ er hreint ótrúlegt að það sé eng-
inn annar en ferðaskrifstofurnar búinn
að sjá sóknarfæri í þessu vonda veðri.
Af hverju er enginn búinn að opna
sýndarveruleikasal með tilbúnu sól-
skini þar sem sólarþyrstir þunglyndir
Íslendingar geta svalað sólarþorstanum
í sýndarveruleika?
ÞARNA eruð þið með ókeypis við-
skiptahugmynd frá mér – eina skilyrð-
ið er að mér sé boðið í prufutíma en ég
tek engar prósentur af hugmyndinni
sem á vafalaust eftir að bjarga sálarlífi
þúsunda Íslendinga á vonarvöl. Þangað
til þetta verður að veruleika þá held
ég áfram að röfla um veðrið. Maður
hefur þó allavega eitthvað að tala um á
meðan.
Sólarmegin í lífi nu
Ég átti engan veginn
von á að þetta myndi
ganga svona vel. Fólk
sem ég þekki ekki neitt
var duglegt að leggja
söfnuninni lið.
1
5
-0
9
-2
0
1
5
1
0
:2
3
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
6
3
D
-1
D
A
C
1
6
3
D
-1
C
7
0
1
6
3
D
-1
B
3
4
1
6
3
D
-1
9
F
8
2
8
0
X
4
0
0
3
B
F
B
0
4
8
s
_
1
4
_
4
_
2
0
1
5
C
M
Y
K