Fréttablaðið - 15.04.2015, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 15.04.2015, Blaðsíða 22
FÓLK|FERÐIR Ef ég ætti að velja yrði það Helsinki. Ég hef komið þangað nokkuð oft undan- farin ár og Helsinki er frábær borg, vinaleg, frekar lítil, nátengd hafinu, norræn en samt svolítið framandleg,“ segir Halla Helga- dóttir, framkvæmdastjóri Hönn- unarmiðstöðvar Íslands, þegar hún er spurð hvort hún eigi sér uppáhaldsborg. Hún segir íbúa Helsinki vina- lega þó að þeir haldi ákveðinni fjarlægð við gesti. „Finnar eru þægilegir í viðmóti og einhvern veginn líkir okkur Íslendingum. Allavega virðumst við vera þjóðir sem eiga auðvelt með að eiga samskipti, hvernig sem stendur á því.“ GOTT AÐ BORÐA Í TEURASTAMO-HVERFINU „Það eru margir mjög góðir veitingastaðir og mikil vakning í Helsinki eins og víða á Norður- löndum. Teurastamo er fyrrver- andi iðnaðarhverfi í mikilli upp- byggingu og þróun. Þar er mjög skemmtilegt að þvælast um, veit- ingastaðir, kaffihús og sérversl- anir sem hægt er að mæla með. Þarna fara líka ýmsir viðburðir fram eins og til dæmis Helsinki Design Week. Uppáhaldsveitinga- staðurinn minn heitir Kuurna, lítill staður í miðborg Helsinki í eigu eins helsta matreiðslu- manns Finna, Antto Melasiniemi. Staðurinn er einfaldur, þjónustan mjög persónuleg og maturinn alveg frábær.“ SPENNANDI HÖNNUNARVERSLANIR „Ég verð að viðurkenna að ég nenni ekki að eyða tímanum erlendis í að versla. Vel að gera það hér á Íslandi frekar. Ég myndi heldur aldrei treysta mér í alvöru verslunarferð og þoli illa að vera í stórum verslunarmiðstöðvum. En í borginni er skemmtilegt svæði, Helsinki Design District, þar sem eru margar litlar og skemmtilegar hönnunarverslanir.“ NAUÐSYNLEGT AÐ SKELLA SÉR Í SAUNA „Það er auðvitað alveg nauðsyn- legt að fara í sauna þegar maður er í Helsinki og þá helst Kulttuuri sauna, sem Tuomas Toivonen arkitekt hannaði og byggði. Annars er skemmtilegt, eins og í flestum borgum, að þvælast um og upplifa borgina. Nálægðin við hafið gefur ýmsa skemmti- lega möguleika á siglingum og stuttum túrum út í eyjar eins og Suomenlinna. Með krakka er gaman að fara í Linnankmäki- garðinn eða í ferð í Múmíndalinn. Svo er gaman að skoða söfn eins og Kiasma, nútímalistasafnið og nýja tónlistarhúsið. Porvoo er lítill bær sem ég á enn eftir að heimsækja en skilst að sé sérlega fallegur. Fyrir þá sem hafa gaman af tungumálum má líka skemmta sér við að lesa á götuskilti og aðrar merkingar. Ég hef mest gaman af því að eiga erindi við heimamenn þegar ég er að ferðast og kynnast menningu hvers staðar. Til dæmis horfi ég alltaf á lókal sjónvarpsstöðvar þegar ég ferðast til að reyna að komast í samband við það sem er að gerast. Líka þótt ég skilji ekkert í tungumálinu.“ LEIÐ EINS OG INNFÆDDRI „Þegar maður er í erlendum borgum er oft erfitt að átta sig á stærðinni. Ég hafði komið nokkr- um sinnum til Helsinki vegna vinnu og þekkti nokkra kollega í borginni. Þegar ég kom með manninum mínum eitt sinn hitti ég fjóra kunningja fyrir tilviljun á rölti hér og þar í miðborginni. Það fannst mér magnað og leið strax eins og innfæddri.“ ER „BARA“ FRÁ REYKJAVÍK „Æskuslóðirnar mínar eru gamli Vestur bærinn í Reykjavík. Þegar ég var lítil fannst mér mjög dauflegt að þurfa að svara að ég væri „bara“ frá Reykjavík. Þegar maður segir það hér heima á Ís- landi er það enn þá svolítið eins og að eiga hvergi uppruna.“ LÍTIL EN FRAMANDLEG BORGIN MÍN Halla Helgadóttir á erfitt með að gera upp á milli heimsborga en þó hefur ein borg heillað hana meira en aðrar, höfuðborg Finnlands. HELSINKI Í UPPÁHALDI „Ég hef mest gaman af því að eiga erindi við heimamenn þegar ég er að ferðast og kynnast menningu hvers staðar. Til dæmis horfi ég alltaf á lókal sjónvarpsstöðvar þegar ég ferðast til að reyna að komast í samband við það sem er að gerast. Líka þótt ég skilji ekkert í tungumálinu.“ Halla Helgadóttir, framkvæmda- stjóri Hönnunarmiðstöðvar. MYND/VALLI VINALEG BORG „Helsinki er frábær borg, vinaleg, frekar lítil, nátengd hafinu, norræn en samt svolítið framandleg.“ IÐA-bókakaffi Vesturgata 2a 101 Rvk. opið til 22 alla daga. NÆRANDI ÞÆTTIR Á NÝJU VEFSVÆÐI VÍSIS Fylgstu með þessum fróðlegu örþáttum á visir.is/heilsuvisir. Vísir.is er hluti af 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 3 F B 0 4 8 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 3 D -5 D D C 1 6 3 D -5 C A 0 1 6 3 D -5 B 6 4 1 6 3 D -5 A 2 8 2 8 0 X 4 0 0 4 A F B 0 4 8 s _ 1 4 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.