Fréttablaðið - 15.04.2015, Blaðsíða 20
| 6 15. apríl 2015 | miðvikudagur
„Á þessu ári og næsta vetur verða
opnuð meira en 700 ný hótelher-
bergi í Reykjavík og í fyrirsjáan-
legri framtíð er gert ráð fyrir 800
herbergjum til viðbótar,“ segir
Dagur B. Eggertsson borgar-
stjóri. Hann boðar í dag til opins
kynningarfundar um fjárfestingu
í Reykjavík.
Dagur segir að ef sá mikli vöxt-
ur sem hefur verið í ferðaþjónustu
heldur áfram þá þurfi að sjá fyrir
því hvar þessi hótelherbergi eigi
að vera þannig að ferðamanna-
bransinn þrýsti ekki út leiguhús-
næði í íbúðahverfum. Það séu
tvær hættur í þeirri stöðu þegar
eftirspurnin eftir hótelgistingu
er orðin svo mikil sem raun ber
vitni. „Annars vegar að öll hótelin
verði á svipuðum stað eða þá að við
mætum ekki þessari eftirspurn
og þá ýtir ferðamannagistingin
leiguhúsnæðinu út. Og ég sagði
það sem mína skoðun fyrir ári á
þessum fundi að það ætti að setja
stopp á frekari hótel í Kvosinni
og sú tillaga er nú komin í gegn-
um skipulagið og bíður staðfest-
ingar borgarráðs,“ segir Dagur.
Það líti allt út fyrir að það verði
að fara í gegnum sömu rýni varð-
andi Laugavegssvæðið þannig að
hóteluppbygging ýti ekki annarri
starfsemi út.
Hlemmssvæðið mun breytast
„Það má hins vegar segja að fjár-
festar og ferðaþjónustan hafi svar-
að svolítið kallinu. Því að það er að
koma ný bylgja hótelfjárfestingar
við Hlemmssvæðið sem þolir það
vel. Það svæði hefur kallað á fjár-
festingu og endurnýjun. Það mátti
vel við því að verða andlitslyft-
ing á Hlemmi og þar eigum við á
næstu árum eftir að sjá jákvæð
andlit ferðaþjónustutengdrar
fjárfestingar. Það fylgir því heil-
mikið líf og þjónusta, verslanir
og kaffi hús. Við sjáum dæmi um
hvort tveggja á Hlemmssvæðinu;
Reykjavík Roasters er að koma sér
fyrir þar og Bónus,“ segir Dagur.
Þetta sé aukin þjónusta fyrir íbúa
hverfi sins.
Samið um hótel á Hörpureit
Þá segir Dagur að það séu miklar
framkvæmdir fram undan í Aust-
urhöfninni, á svæði sem er í dag-
legu tali kallað Holan, við hliðina á
Hörpu. Nýir samningar við erlenda
fjárfesta um fi mm stjörnu hótel
við hliðina á Hörpu voru kynntir
í gær og það verkefni ætti því að
geta haldið áfram. Dagur segir að
einnig verði stefnt að því að fara
í breytingar á Geirsgötu í sumar.
„Við erum að klára hönnun á því,
rétta úr götunni og gera hana að
skemmtilegri borgar götu í takt
við uppbygginguna,“ segir Dagur.
Þar verði nýr þjónustu- og versl-
unarkjarni, íbúðir á efri hæðinni,
fi mm stjörnu hótel og atvinnuupp-
bygging. Þá verði mynduð ný gata
sem heitir Reykjar gata og nær
frá Lækjartorgi og upp að Hörpu.
„Þannig að aðgengið milli mið-
borgarinnar og Hörpu mun batna
verulega með þessari uppbygg-
ingu. Það verður mjög spennandi
að sjá,“ segir hann.
Auk hótelbyggingarinnar og
uppbyggingarinnar í Austurhöfn-
inni segir Dagur að mikil upp-
bygging sé fram undan á Vatns-
mýrarsvæðinu, tengd háskólunum
og sjúkrahúsinu. Þar séu tvær
lóðir til viðbótar að fara í upp-
byggingu á vísindagarðasvæðinu.
Dagur segir ekki alveg tímabært
að greina nákvæmlega frá því
hvaða fyrirtæki þar séu á ferð,
en segir að þetta séu stór mál.
„En við erum líka búin að vera
að bíða eftir því að Hús íslenskra
fræða og stofnun Vigdísar Finn-
bogadóttur fari af stað. Það virð-
ist líka vera að gerast. Svo eru
vonandi að fara í gang á þessu ári
framkvæmdir við nýjan Landspít-
ala,“ segir Dagur, en bætir við að
fyrst verði byggt upp sjúkrahótel.
„Við höfum verið að vinna þessa
stefnumótun með Landspítalan-
um og háskólunum tveimur að
draga fram hvernig er hægt að
nýta tækifærin sem felast í upp-
byggingu á þessum reitum til að
markaðssetja svæðið sameigin-
lega gagnvart fyrirtækjum sem
gætu notið góðs af því að vinna í
nánu samhengi við háskólaspít-
ala og háskóla,“ segir hann. Þetta
gætu orðið heilbrigðistengd fyrir-
tæki. Dagur segist telja að rann-
sóknarstofnanir og heilbrigðis-
tengd fyrir tæki séu of dreifð. Það
gæti orðið hagur allra ef þau legðu
saman krafta sína. „Þá er ég að
tala um stofnanir eins og Hjarta-
vernd, sem er með alveg ótrú-
1.500 ný hótelherbergi í Reykjavík
Borgarstjóri segir að í ár og næsta vetur verði 700 ný hótelherbergi til í borginni. Átta hundruð herbergi bætist
svo við í fyrirsjáanlegri framtíð. Til skoðunar er að opna þurrkvíar fyrir slippastarfsemi á Grundartanga.
AUSTURHÖFN Dagur B. Eggertsson borgarstjóri kynnti blaðamönnum líkan af Austurhöfn eins og hún mun líta út með hótelinu.
VIÐTAL
Jón Hákon Halldórsson
jonhakon@frettabladid.is
Það má hins
vegar segja
að fjárfestar og
ferðaþjónustan hafi
svarað svolítið kall-
inu. Því að það er
að koma ný bylgja
hótelfjárfestingar við
Hlemmsvæðið sem
þolir það vel.
HÓTELIÐ KYNNT Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að ef þessi mikli vöxtur í ferðaþjónustu heldur áfram þurfi að passa upp á að hótelstarfsemi ýti ekki annarri starfsemi út úr miðborginni. Hann sér fyrir sér mikla breytingu á
svæðinu í kringum Hlemm á næstu árum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
1
5
-0
9
-2
0
1
5
1
0
:2
3
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
6
3
E
-0
A
A
C
1
6
3
E
-0
9
7
0
1
6
3
E
-0
8
3
4
1
6
3
E
-0
6
F
8
2
8
0
X
4
0
0
6
A
F
B
0
4
8
s
_
1
4
_
4
_
2
0
1
5
C
M
Y
K