Fréttablaðið - 15.04.2015, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 15.04.2015, Blaðsíða 18
 | 4 15. apríl 2015 | miðvikudagur Það er uppsöfnuð þörf á uppbygg- ingu á afþreyingu í ferðaþjónustu, að mati Helga Júlíussonar sjóðs- stjóra hjá Landsbréfum. Fjölmarg- ir ferðaþjónustuaðilar koma á fund Landsbréfa til að kynna fjárfest- ingaverkefni. Rétt um tvö ár eru liðin frá því að framtakssjóðurinn Icelandic Tourism Fund I (ITF 1) hóf starfsemi sína. Sjóðurinn, sem er í rekstri Landsbréfa, fjárfestir í afþreyingartengdri ferðaþjónustu og á meðal annars hlut í Fákaseli, Ísgöngunum í Langjökli, Hvala- sýningunni Whales of Iceland og Borea Adventures. ITF I er um þessar mund- ir að ljúka sam- komulagi um fjárfestingu í verkefni aust- ur í Fljótsdal innan við Egils- staði sem geng- ur undir nafn- inu Óbyggðasetur Íslands. Þar verður sett upp sýning sem fjallar um óbyggðir og líf í jaðri þeirra á fyrri tímum. „Auk sýningar- innar verða í boði bæði lengri og skemmri göngu- og hestaferðir um nágrennið en þess má geta að leiðin upp úr Fljótsdalnum inn á hálendið er einstaklega falleg en fáir þekkja,“ segir Helgi. Fleiri verkefni eru á teikniborð- inu. „Við erum þessa dagana að vinna með frumkvöðlum að undir- búningi mjög metnaðarfulls verk- efnis sem hugmyndin er að reisa á Hvolsvelli og gengur undir nafn- inu LAVA. Þetta er eldfjalla- og jarðskjálftasetur og vonandi að það verði að veruleika. Þetta er eitt af þeim verkefnum sem við erum að vinna að og erum komin hvað lengst með,“ segir Helgi. ITF I-sjóðurinn hefur nú þegar fjárfest í fjórum verkefnum. Nýlega kom hann að hlutafjár- aukningu í ferðaþjónustufyrir- tækinu Borea Adventures sem staðsett er á Ísafi rði. Það er fyrir- tæki sem gerir út á náttúruupp- lifun í ósnortnu umhverfi og býður aðallega þrenns konar ferðir. Það eru kajakferðir, fjallaskíðaferðir og gönguferðir, einkum í Jökul- fjörðunum og á Hornströndum. „Við erum að byggja upp mjög fína aðstöðu í Jökulfjörðum sem mun styðja mjög vel við núver- andi starfsemi en jafnframt skapa tækifæri til vöruþróunar,“ segir Helgi, en fyrirtækið er með afnotarétt af gömlu eyðibýli sem heitir Kleifar og nú er verið að byggja upp. Hin þrjú verkefnin sem ITF I hefur fjárfest í eru vel þekkt. Þar ber fyrst að nefna Fákasel, sem er hestatengd ferðaþjónusta í Ölfusi. Hryggjarstykkið í þeirri starf- semi er hestasýning daglega allt árið um kring en að auki er m.a. boðið upp á styttri sýningar og leiðsögn um hesthúsið. Starfsemi þar hófst í janúar 2014. Í öðru lagi er sjóðurinn stærsti hluthafi nn í hvalasýningunni Whales of Ice- land sem staðsett er á Grandanum í Reykjavík og var opnuð í febrú- ar. Í þriðja lagi stendur sjóðurinn að gerð Ísganga í Langjökli sem opnuð verða 1. júní. Helgi segist telja að það séu mikil uppbyggingartækifæri fram undan í íslenskri ferðaþjónustu. Mikið hefur áunnist í að dreifa álaginu yfi r árið. Dreifi ngin yfi r landið er hins vegar enn mjög ójöfn en í því felast líka tækifæri. „Þess vegna höfum við haft ákveð- inn metnað til þess að taka þátt í uppbyggingarstarfsemi á lands- byggðinni, samanber þessi verk- efni á Ísafirði og Austurlandi,“ segir Helgi. Sjóðurinn er núna rétt rúmir tveir milljarðar króna að stærð, en Helgi segir mögulegt að hann verði stækkaður. „Við erum þess fullviss að enn séu mikil tækifæri til fjárfesting- ar í íslenskri ferðaþjónustu sem við viljum geta nýtt okkur. Við viljum því gjarnan stækka sjóðinn og auka fjárfestingargetu hans og höfum kynnt þær hugmyndir laus- lega fyrir hluthöfum í sjóðnum en munum vinna frekar að því verk- efni á næstu vikum,“ segir hann. jonhakon@frettabladid.is Reisa eldfjallasetur á Hvolsvelli Sjóðsstjóri hjá Landsbréfum segir uppsafnaða þörf vera fyrir fjárfestingu í ferðaþjónustu á landsbyggðinni. Sjóð- urinn hyggst fjárfesta í verkefni á Hvolsvelli og í Óbyggðasetri í Fljótsdal. Á nú þegar aðild að fjórum verkefnum. HELGI JÚLÍUSSON, SJÓÐSSTJÓRI FÁKASEL Hryggjarstykkið í Fákaseli er hestasýning sem fer fram daglega. Hvorki græn orka né lágt verð á rafmagni veitir Íslandi sam- keppnisforskot á önnur ríki við uppbyggingu gagnavera hér á landi. Hins vegar veitir kalda loftið hér á Íslandi mikið forskot. Í slíku loftslagi þarf ekki að fjár- festa í sérstökum búnaði til að kæla gagnaverin. Þetta kom fram í máli Gests S. Gestssonar, for- stjóra Advania, á Kauphallardög- um Arion banka á dögunum. „Það sem hefur reynst okkar samkeppnisforskot er það að við getum kælt með utanaðkomandi kælingu nánast 365 daga. Tölvu- búnaður hefur verið að umbreyt- ast þannig að nú má hiti vera orðinn 28-29 gráður inni í gagna- verinu. Það þýðir að utanhússhit- inn má vera 24-25 gráður. Hita- metið í Reykjavík er 24,7 gráður,“ sagði Gestur. Gestur benti á að síðustu hundrað árin hafi hitinn í Reykja- vík aldrei farið yfi r 25 gráður. Ef hitinn færi upp í 28 gráður þá yrði einfaldlega slökkt á gagna- verunum. Gestur sagði að það væri reynsla Advania að fjárfestar væru ekki reiðubúnir til að greiða fyrir græna orku. - jhh Forstjóri Advania segir fjárfesta ekki reiðubúna til að greiða sérstaklega fyrir græna orku: Kalda loftið veitir forskot GESTUR G. GESTSSON, FORSTJÓRI ADVANIA. Við erum að byggja upp mjög fína aðstöðu í Jökulfjörðunum sem mun styðja mjög vel við núverandi starf- semi. Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Tröppur og stigar Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ RLA-05 Áltrappa 5 þrep, tvöföld 6.610 4 þrepa 5.630,- 6 þrepa 7.800,- 7 þrepa 9.580,- Áltrappa 5 þrep 6.320,- Áltrappa 3 þrep 3.950 LLA-308 PRO álstigi 3x8 þrep 2,27-5,05 m 17.990 SM-RLG0 Áltrappa 7 þrep, tvöföld 25.290 U ppfyllir A N :131 staðalinn U p Múrbúðin auglýsir með verðum! Þorsteinn B. Friðriksson, stofn- andi og forstjóri Plain Vanilla sem gefur út Quiz-Up, sagði í Klink- inu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær- kvöldi að það hefði verið hálfgert menningarsjokk að fara til Kína að vinna að útgáfu leiksins þar. Gjör- breyta hefði þurft öllu viðmóti leiksins þannig að hann hentaði fyrir Kínamarkað. Öll grafík leiks- ins væri til að mynda allt öðruvísi en í Quiz-Up á Vesturlöndum sem 35 milljónir manna hafa sótt frá því leikurinn kom fyrst út í nóvem- ber árið 2013. Leikurinn er gefi nn út í Kína í samstarfi við Tencent Holdings, einn stærsta hluthafa Plain Vanilla. Tencent á og rekur samfélagsmiðilinn WeChat, sem er sá stærsti í Kína en hvorki Face- book né Twitter eru aðgengilegir á Kínamarkaði. Reyndar verða nýjar leiðir í tekju- öfl un með útgáfu Quiz-Up, sem mun heita We-Quiz í Kína. Þann- ig verður notendum leiksins gert kleift að kaupa ýmsar vörur og þjónustu í gegnum leikinn sjálf- an, eins og ýmsar viðbætur við leikinn. Á Vesturlöndum hefur helsta tekjumódel leiksins hins vegar grundvallast á samning- um við fyrir tæki sem hafa kostað nýja spurningafl okka fyrir leik- inn. Plain Vanilla gerði til dæmis samning við HBO um spurninga- fl okka í tengslum við nýjar serí- ur af þættinum vinsæla Game of Thrones og sambærilegir samn- ingar hafa verið gerðir við Google, Coca Cola og ESPN á Indlandi í tengslum við umfjöllun um krikk- et, sem nýtur gríðarlegra vinsælda þar í landi. - þþ Quiz-Up er að opna í Kína fyrir vikulokin á 1.300 milljóna markaði. Notendur munu geta keypt ýmsar vörur og þjónustu í gegnum leikinn: Quiz-Up á Kínamarkað og verður We-Quiz STÓRHUGA Þorsteinn Friðriksson segir að enn sé nokkuð í að fyrirtækið skili hagnaði. 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 3 F B 0 4 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 3 E -2 D 3 C 1 6 3 E -2 C 0 0 1 6 3 E -2 A C 4 1 6 3 E -2 9 8 8 2 8 0 X 4 0 0 6 B F B 0 4 8 s _ 1 4 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.