Fréttablaðið - 15.04.2015, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 15.04.2015, Blaðsíða 12
15. apríl 2015 MIÐVIKUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞRÓUNARSTJÓRI: Tinni Sveinsson tinni@365.is HELGARBLAÐ: Erla Björg Gunnarsdóttir erla@frettabladid.is MENNING: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Andri Ólafsson andri@365.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÁ DEGI TIL DAGS Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is Í Reykjavík er starfrækt fjölmennasta deild Rauða krossins á Íslandi. Starfsemi hennar er hlekkur í stórri keðju deilda og landsfélaga sem starfa um allan heim. Rauði krossinn er mannúðarhreyfing sem vinnur að því að skapa betra samfélag. Þannig vinnur deildin að mörgum uppbyggilegum verkefnum, sem oft og tíðum eru framkvæmd í nánu sam- starfi við bæði ríki og borg. Markmið að auka lífsgæði Á vettvangi tveggja stórra verkefna deild- arinnar, í Konukoti og hjá Frú Ragnheiði, er unnið eftir skaðaminnkandi hugmyndafræði sem beinist að því að draga úr eða lágmarka heilsufarslegan, félagslegan og fjárhagsleg- an skaða sem vímuefnaneysla veldur ein- staklingum og samfélögum. Í skaðaminnk- andi nálgun er sjónum beint að afleiðingum og áhrifum fíknihegðunar en ekki að notkun- inni sem slíkri. Markmið skaðaminnkunar er fyrst og fremst að auka lífsgæði neytenda. Bæði verkefnin byggjast á óeigingjörnu sjálf- boðastarfi fjölbreytts hóps einstaklinga. Heilsuvernd án fordóma og kvaða Frú Ragnheiður hefur þann tilgang að ná til jaðarhópa samfélagsins, til dæmis útigangs- fólks, heimilislausra og fíkla, og bjóða þeim skaðaminnkandi þjónustu og almenna heilsu- vernd, án fordóma eða kvaða. Verkefnið er stutt af velferðarsviði Reykjavíkurborgar og velferðarráðuneytinu, en sá stuðningur gerir okkur kleift að halda úti þessu mikil- væga starfi. Konukot er næturathvarf fyrir heimilislausar konur sem eiga hvergi höfði sínu að halla og þurfa stað til að sofa á. Flest- ar þeirra stríða við vandamál tengd neyslu áfengis og/eða fíkniefna. Konukot er einnig samstarfsverkefni Rauða krossins í Reykja- vík og Reykjavíkurborgar. Stuðningur almennings mikilvægur Í verkefnum sem þessum er stuðningur almennings enn fremur afar mikilvægur og finnum við fyrir því að mikill velvilji ríkir í samfélaginu í garð þess starfs sem unnið er hjá Rauða krossinum. Ég vil nýta tækifærið og vekja athygli á því að í dag, miðvikudaginn 15. apríl, standa sjálfboðaliðar Rauða kross- ins í Reykjavík fyrir tónleikum á Kexi Host- eli til styrktar þessum umfangsmiklu skaða- minnkunarverkefnum. Dagskráin er ekki af verri endanum og kemur þar fjöldi frábærra listamanna fram og gefur vinnu sína fyrir málstaðinn. Ég hvet alla til að mæta, en nán- ari upplýsingar má nálgast á Facebook-síðu Rauða krossins. Mikilvægi skaðaminnkandi þjónustu og heilsuverndar SAMFÉLAG Kristín S. Hjálmtýsdóttir formaður Rauða krossins í ReykjavíkRótgróið matvælafyrirtæki óskar eftir duglegum og metnaðarfullum bílstjóra. Í starfinu felst meðal annars útkeyrsla á vörum og aðstoð við lagerstörf. UMSÓKNARFRESTUR ER TIL 24. APRÍL 2015 UMSÓKNIR SKAL SENDA Á NETFANGIÐ PB@VRG.IS G ærdaginn, þann 14. apríl, tileinkuðu Bandaríkjamenn launajafnrétti. Dagsetningin er engin tilviljun. Vilji þarlendar konur þéna árslaun karla verða þær að viðbættu ársverki að vinna frá janúarbyrjun til þessa dags að auki. Svo sláandi er launamunurinn. En hvar stöndum við í samanburðinum? Ísland er fremst allra þjóða í jafn- réttismálum ef marka má síðustu sex úttektir Alþjóðaefnahags- ráðsins á jafnrétti kynjanna. Úttektin tekur mið af 135 þjóðum og leggur mat á stöðuna meðal annars út frá launajafnrétti. Nýlega birti VR árlega launakönnun sem sýndi glögg- lega að konur innan VR fá ekki sömu laun og karlar fyrir sömu vinnu. Niðurstöðurnar sýndu 8,5 prósenta launamun þegar tekið er tillit til starfs, vinnutíma, menntunar, starfsaldurs og annarra þátta sem áhrif hafa. Sama var uppi á teningnum þegar launakönnun SFR var birt á haust- mánuðum. Þar mældist launamunur kynjanna 10 prósent. Í sundur dró frá árinu áður – kynbundinn launamunur minnkar ekki. Tölurnar staðfesta þá köldu staðreynd að enn er framlag kvenna á vinnumarkaði minna metið. Því er holur hljómur í því að benda á skrautfjaðrir sem segja Ísland meðal fremstu þjóða heims í jafnréttismálum. Þó að vissulega séu tíðindin jákvæð er enn langt í land á þessari vegferð. Svo langt, að konur fá greitt fyrir hverja 11 mánuði ársins á móti 12 mánuðum karla. Konur vinna einn mánuð ársins án endurgjalds. Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna fyrir friði og jafnrétti gáfu mannréttindaskrifstofa og mannréttindaráð Reykjavíkur- borgar út bæklinginn Kynlegar tölur í fjórða sinn. Bæklingurinn varpar ljósi á ótrúlegar tölur sem glögglega sýna ólíka stöðu kvenna og karla á vinnumarkaði og raunar á fjölmörgum öðrum sviðum. Á sama tíma hreykjum við okkur af jafnréttissigrum og finnum huggun í því að vera skást. Vandamálið liggur víða. Markmið íslensku fæðingarorlofslöggjaf- arinnar er að jafna stöðu kynjanna. Orlofsréttur feðra er ein ástæða þess að Ísland telst meðal fremstu þjóða í jafnréttismálum. Þak á greiðslur úr fæðingarorlofssjóði hefur þó leitt til þess að tekjuháir feður nýta síður rétt sinn til töku orlofs. Kynbundinn launamunur á heimilinu leiðir óhjákvæmilega til þess að margar fjölskyldur velja móðurinni það hlutverk að setja starf og framtíðaráform til hliðar fyrir fjölskylduna. Kvennalaun eru minni fórn en karlalaun. Árið 2012 var settur á fót aðgerðahópur stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins um launajafnrétti. Þótt fagna beri skipan hópsins hefur hann auðsjáanlega ekki skilað miklu. Hann virðist enn eitt dæmið um aðferðir stjórnvalda við lausn vandamála – setja þau í nefnd, loka augunum og vona það besta. Vissulega er vandinn flók- inn og á sér rætur víða í samfélaginu. Þverpólitísk samstaða er um málið og virðast aðilar vinnumarkaðarins sammála um að flækjuna þurfi að leysa. Vandinn er okkar allra og okkar allra er ábyrgðin. Hann verður til staðar hvern einasta dag þar til vinnuframlag karla og kvenna verður jafngilt. Við megum ekki sækja huggun í saman- burði við skemmra komnar þjóðir. Það þarf að höggva á hnútinn. Vinnuframlag kvenna minna metið: Engin huggun að vera skást Enn af fjarveru Aðild að Evrópusambandinu er eitt af stóru stefnumálum Samfylkingarinnar. Svo stórt er það að gárungarnir, þessir síglöðu náungar, hafa oft og tíðum sagt að um eina mál flokksins sé að ræða. Það er vissulega ekki rétt, en stórmál er það flokknum engu að síður. Þingmenn ræddu í gær tillögu for- manna stjórnarandstöðuflokkanna um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB, en fyrsti flutningsmaður þess er Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. Nokkuð hefur verið rætt og ritað um fjarveru oddvita ríkis- stjórnarinnar á þingfundi á mánudag, en það má færa rök fyrir því að fjarvera Árna Páls í umræðu um þetta höfuðmál hans flokks sé ekki síður athyglisverð. Árni Páll var nefnilega ekki á svæðinu og gat því ekki tekið þátt í umræðu um Evrópusambandið, en hann hefur nokkuð kallað eftir slíkri umræðu. Þau eru misjöfn morgunverkin Í fjarveru Árna Páls mælti annar flutn- ingsmaður fyrir málinu, Katrín Jakobs- dóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Flokkurinn stóð vissulega að umsókn að ESB í síðustu ríkisstjórn, en það væri ofmælt að segja að hann hefði gert það með glöðu geði. Og Katrín er flutnings- maður að umræddri tillögu, en lýsti því þó aftur yfir í umræðunni að hún væri andsnúin aðild. Líklega hefur hún getað hugsað sér annað en að verða helsti talsmaður áfram- haldandi ESB-snúnings. Versta málþóf sögunnar? Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, kvartaði sáran undan því í gær að stjórnarandstaðan hefði eytt allt of miklum tíma í að ræða fjarveru oddvita ríkisstjórnar- innar. Hún talaði um að menn væru vísvitandi farnir að tefja störf þingsins og „beita hinu gamalgróna málþófi“. Vissulega er satt og rétt að því eru takmörk sett hve marga nýja vinkla má finna á fjarveru tveggja manna. Það hlýtur hins vegar að vera versta málþóf sögunnar, að eyða þremur korterum í slíkt, eins og gerðist á mánudaginn. kolbeinn@frettabladid.is 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 3 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 3 C -7 F A C 1 6 3 C -7 E 7 0 1 6 3 C -7 D 3 4 1 6 3 C -7 B F 8 2 8 0 X 4 0 0 1 A F B 0 4 8 s _ 1 4 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.