Fréttablaðið - 15.04.2015, Blaðsíða 16
| 2 15. apríl 2015 | miðvikudagur
Gengi félaga í Kauphöll Íslands
MESTA HÆKKUN
NÝHERJI
44,8% frá áramótum
MAREL
2,0% í síðustu viku
MESTA LÆKKUN
VÍS
-13,8% frá áramótum
HB GRANDI
3,9% í síðustu viku
Á UPPLEIÐ
Félög sem hækkuðu
í verði
5
Á NIÐURLEIÐ
Félög sem lækkuðu
í verði
7
STÓÐU Í STAÐ
Félög sem stóðu
í stað
3
FYRIR tæpu ári, í byrjun maí 2014,
kostaði 1 evra næstum 1,4 Bandaríkja-
dali. Síðan þá hefur dalurinn styrkst
gríðarlega gagnvart evru og í byrjun
vikunnar kostaði 1 evra ekki nema
1,05 dali. Margir spá því að strax í
sumar verði evran komin niður fyrir
dollarann.
ÁSTÆÐURNAR fyrir þessum svipt-
ingum á gjaldeyrismörkuðum eru
ýmsar. Mikil áhrif hefur að markaður-
inn metur það svo að fram undan sé
vaxtahækkunarferli í Bandaríkjunum
á sama tíma og seðlaprentun í áður
óþekktum mæli er hafi n á evrusvæð-
inu og hverfandi líkur á að vextir
þar lækki í bráð.
EFTIRSPURN eftir dölum hefur
líka aukist mjög og sam-
kvæmt mati BIS-bankans í
Sviss skulda ríkisstjórnir og fyrir-
tæki utan Bandaríkjanna 9 billjónir
í dölum sem þarf að endurgreiða á
komandi árum. Þessu má líkja við að
aðilar utan Bandaríkjanna hafi tekið
skortstöðu upp á 9 billjónir í dalnum
og þurfi því að kaupa dalina til baka.
Vitanlega verður hluti af þessu endur-
fjármagnaður en eftirspurnin er samt
gríðarleg.
ÞESSI styrking dalsins og að sama
skapi veiking evru hefur áhrif á
afkomu bandarískra og evrópskra
fyrirtækja. Bandarísk fyrirtæki gera
upp í dölum og með styrkari dal rýrn-
ar afkoma alþjóðlegrar starfsemi
þeirra og útfl utningur frá Bandaríkj-
unum verður dýrari. Að sama skapi
batnar afkoma evrópskra fyrirtækja.
Búast má við að hagnaður banda-
rískra fyrirtækja á borð við Apple,
Procter & Gamble, Costco, WalM-
art, Hewlett-Packard, Ford og Gen-
eral Motors dragist saman í dölum
frá því sem verið hefði að óbreyttu.
Þetta mun hafa áhrif til lækkunar á
verð hlutabréfa í þessum fyrirtækj-
um. Að sama skapi má búast við því
að alþjóðleg fyrirtæki með höfuð-
stöðvar á evrusvæðinu muni hagnast.
Volkswagen, Daimler, Fiat, Siemens,
BASF, Unilever og Carrefour munu
njóta góðs af og hluthafar þeirra
væntanlega horfa á hækkandi verð
sinna hlutabréfa.
LÆKKUN evrunnar er kærkomin fyrir
hrjáð hagkerfi evrusvæðisins. Fá lönd
munu þó hagnast eins mikið á lækkun
evrunnar og Þýskaland. Þó að Þýska-
land sé í öllum skilningi þróað hag-
kerfi með hátt þjónustustig stendur
hagkerfi þess á styrkari stoðum iðn-
framleiðslu og útfl utnings en almennt
gildir um þróuð hagkerfi . Evran skipt-
ir Þýskaland meira máli en Þjóðverjar
sjálfi r vilja viðurkenna, því án hennar
væri þýski gjaldmiðillinn sá sterkasti
í heimi með alvarlegum afl eiðingum
fyrir ýmsar grunnstoðir þýska hag-
kerfi sins.
EN HVAÐ þýðir þetta fyrir okkur
Íslendinga? Sveifl ur á gjaldeyris-
mörkuðum eru ávallt háskalegar fyrir
litla gjaldmiðla, að ekki sé minnst á
örmyntir á borð við íslensku krónuna.
Hætt er við að afnám gjaldeyrishafta
sé bundið meiri áhættu en ella í því
viðsjárverða ástandi sem ríkir á gjald-
eyrismörkuðum.
Vandfetað á gjaldeyrismörkuðum
Verðbréfa- og lífeyrissjóðir sækja
nú í auknum mæli í verðtryggð
skuldabréf á kostnað óverðtryggðra
vegna stöðunnar sem uppi er á
vinnumarkaði. Þetta segir Hrafn
Steinarsson, sérfræðingur hjá
Greiningardeild Arion banka.
Hrafn segir fjárfesta hafa vænt-
ingar um að verðbólga aukist
frekar á næstunni enda hafi full-
trúar launþega farið fram á tuga
prósenta launahækkanir í kjölfar
kjarasamninga sem kennarar og
læknar hafa þegar gert.
„Það hefur verið breitt bil milli
samningsaðila og nú þegar harkan
eykst þá eykst bölsýni markaðs-
aðila,“ segir hann.
Framboðið á verðtryggðum
skuldabréfum er hins vegar lítið og
allt útlit fyrir að umframeftirspurn
verði eftir verðtryggðum skulda-
bréfum á árinu að sögn Hrafns.
Þetta hefur valdið því að ávöxt-
unarkrafa á verðtryggð skulda-
bréf hefur lækkað verulega. „Frá
áramótum hefur verðbólguálagið
rokið upp vegna kjarasamninga,“
segir Hrafn.
Fimm ára verðbólguálag, sem
segir til um væntingar fjárfesta
um meðaltalsverðbólgu næstu
fi mm árin, hefur frá áramótum
hækkað úr 2,5 prósentum í 4,2
prósent. Fjárfestar búast því við
að verðbólga verði yfi r verðbólgu-
markmiði Seðlabanka Íslands sem
kveður á um að verðbólga skuli
vera milli eins og fjögurra pró-
senta.
Hrafn telur að til lengri tíma
gæti meiri ásókn í verðtryggð
skuldabréf umfram óverðtryggð
valdið því að vextir á verðtryggð-
um lánum lækki en vextir á óverð-
tryggðum lánum hækki.
Það gæti þó breyst ef launa-
hækkanir í kjarasamningum verða
óverulegar og verðbólga haldist
áfram lág. „En eins og staðan er
núna eru engar vísbendingar um
að það muni gerast,“ segir Hrafn.
ingvar@frettabladid.is
Ásókn í verðtryggt vegna kjaradeilna
Deilur á vinnumarkaði hafa valdið því að fjárfestar sækja í auknum mæli í verðtryggð skuldabréf. Markaðs-
aðilar óttast hækkandi verðbólgu. Þróunin gæti valdið lækkun vaxta verðtryggðra lána.
VERÐBRÉFAMARKAÐUR Meiri sókn í verðtryggð skuldabréf gæti valdið því að vextir verð-
tryggðra lána lækki. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Það
hefur
verið
breitt bil
milli samningsaðila
og nú þegar harkan
eykst þá eykst böl-
sýni markaðsaðila.
HRAFN STEINARSSON, sérfræðingur hjá
Greiningardeild Arion banka.
VINNUVERNDehf
Vinnuvernd ehf.
Brautarholt 28
105 Reykjavík
s: 5780800
www.vinnuvernd.is
vinnuvernd@vinnuvernd.is
Aðallisti Kauphallarinnar | Nasdaq Iceland
Félag Gengi í gær Frá áramótum Vikubreyting
Bank Nordic (DKK) 115,50 11,1% 0,0%
Eimskipafélag Íslands 224,50 -5,3% 0,2%
Fjarskipti (Vodafone) 37,60 7,4% 0,0%
Hagar 42,60 5,3% 0,6%
HB Grandi 36,85 9,0% -3,9%
Icelandair Group 21,20 -0,9% 1,0%
Marel 155,00 12,3% 2,0%
N1 26,25 13,1% -0,6%
Nýherji 7,50 44,8% 0,0%
Reginn 15,08 11,3% -1,8%
Reitir* 63,50 0,6% 0,6%
Sjóvá 10,50 -12,1% -0,9%
Tryggingamiðstöðin 22,60 -14,1% -0,9%
Vátryggingafélag Íslands 7,80 -13,8% -1,1%
Össur 428,00 18,6% -1,8%
Úrvalsvísitalan OMXI8 1.343,25 2,5% 0,2%
First North Iceland
Century Aluminum 3.300,00 0,0% 0,0%
Hampiðjan 27,70 22,6% 6,5%
Sláturfélag Suðurlands 1,85 0,0% 0,0%
*Skráð 9.4.2015 (m.v. útboðsgengi).
Save the Children á Íslandi
Sk
jó
ða
n
SKJÓÐAN er frekju- og leiðindaskjóða, sem
lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
1
5
-0
9
-2
0
1
5
1
0
:2
3
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
6
3
D
-8
0
6
C
1
6
3
D
-7
F
3
0
1
6
3
D
-7
D
F
4
1
6
3
D
-7
C
B
8
2
8
0
X
4
0
0
4
B
F
B
0
4
8
s
_
1
4
_
4
_
2
0
1
5
C
M
Y
K