Fréttablaðið - 15.04.2015, Blaðsíða 4
15. apríl 2015 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 4
RANNSÓKNIR Matís hóf í gær
stórt verkefni í krafti 750 millj-
óna króna styrks úr ranni áttundu
rammaáætlunar Evrópu á sviði
rannsókna og þróunar (Horizon
2020). Verkefnið snýst um fram-
leiðslu sjávarafurða og hvernig
bæta má samkeppnishæfni sjávar-
útvegsfyrirtækja á alþjóðamark-
aði.
Verkefninu er stjórnað af dr.
Guðmundi Stefánssyni, fagstjóra
hjá Matís, en verkefnið er það
þriðja á fáum árum sem Matís
stjórnar á sviði virðiskeðju sjávar-
fangs innan Evrópu (EcoFishMan
og MareFrame), segir á heimasíðu
Matís.
Tilefni rannsóknarinnar er að
samkeppnishæfni margra evr-
ópskra sjávarútvegs- og fiskeldis-
fyrirtækja hefur átt á brattann að
sækja undanfarin ár og vöxtur í
sjávarútvegi í álfunni hefur verið
takmarkaður. Markmið Prime-
Fish er að greina helstu ástæður
og koma með tillögur að úrbótum
sem stuðla að aukinni nýsköpun og
samkeppnishæfni og hvetja vöxt
innan greinarinnar.
PrimeFish er fjögurra ára verk-
efni og taka þátt í því fyrirtæki,
rannsóknastofnanir og háskól-
ar. Þeirra á meðal eru Kontali,
Syntesa, INRA, Nofima, Háskóli
Íslands, háskólarnir í Álaborg,
Parma, Stirling, Pavia, Nha Trang-
háskólinn í Víetnam og Memorial-
háskólinn í Kanada. Talsverður
fjöldi hagaðila, svo sem sjávarút-
vegsfyrirtæki, tekur jafnframt
þátt í verkefninu. - shá
Rannsaka framleiðslu sjávarafurða og samkeppnishæfni sjávarútvegsfyrirtækja á alþjóðamarkaði:
Matís leiðir 750 milljóna Evrópuverkefni
Í FISKBORÐINU Fiskur er ekki bara
fiskur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
KJARAMÁL Til stendur að skerða
lífeyrisréttindi sjóðsfélaga hjá
Gildi lífeyrissjóði vegna ákvörð-
unar ríkisstjórnarinnar um að
lækka örorkuframlag til sjóðsins.
Tillaga stjórnar Gildis þar að
lútandi verður tekin fyrir á aðal-
fundi í dag.
Árni Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Gildis, segir í sam-
tali við Fréttablaðið að örorku-
framlagið hafi verið nýtt til að
hækka lífeyrisgreiðslur og að það
hafi undanfarin ár aukið réttindi
fólks um 4,5 prósent. Lækkun
framlagsins nú verði til þess að
í stað 4,5 prósenta hækkunar líf-
eyris hjá sjóðnum verði hún bara
4,2 prósent.
„Svo höfum við líka áhyggj-
ur af því að stjórnvöld haldi sig
við áform um að fella þetta gjald
algjörlega niður á fimm árum,“
segir Árni.
Lækkunin fari algjörlega gegn
áformum stjórnvalda um að jafna
lífeyrisréttindi landsmanna. Þá
auki hún á mismunun sjóða, því
hún bitni ekki á opinberum líf-
eyrissjóðum þar sem ríkið tryggi
greiðslur.
„Okkur finnst skjóta mjög
skökku við að þetta skuli lagt á
sjóði verkafólks og sjómanna sem
kannski þurfa fremur en aðrir að
bera þessa örorkubyrði,“ segir
Árni.
Um leið segir Árni alvarlegt að
horfið sé frá samkomulagi sem
verið hafi hluti af kjarasamning-
um 2005 og bundið í lög 2006.
„Það er verið að svíkja núna,“
bætir hann við.
- óká
Segja ákvörðun stjórnvalda alfarið stýra boðuðum aðgerðum sjóðsins:
Gildi skerðir lífeyrisréttindin
ÁRNI GUÐMUNDSSON Framkvæmda-
stjóri Gildis lífeyrissjóðs segir lækkun á
lífeyrisréttindum alfarið til komna vegna
ákvörðunar stjórnvalda. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
1. Hvaða íslenska hljómsveit keppir á
Wacken Open Air í Þýskalandi í júlí?
2. Hvað sigraði Bryndís Rún Hansen
í mörgum einstaklingsgreinum á ÍM í
50 m laug?
3. Hvenær á að opna útilaug við
Sundhöllina?
SVÖR:
1. In the Company of Men. 2. Fimm. 3. Vorið
2017.
SVEITARSTJÓRNARMÁL Íbúum
hefur fjölgað ört í Ölfusi síðustu
tvo mánuði eftir að botni var náð í
íbúafjölda í febrúar.
Fram kemur á vef sveitarfélags-
ins að í febrúar hafi verið 1.882
íbúar skráðir, en nú séu þeir orðn-
ir jafnmargir og þeir hafi verið í
júlí á síðasta ári, eða 1.903.
Fram kemur að fólksfækk-
unin hafi verið rædd á vettvangi
sveitarfélagsins og að fagnefndir
og bæjarstjórn hafi rætt leiðir til
að „snúa vörn í sókn og kynna þá
mörgu kosti sem sveitarfélagið
býr yfir“. - óká
Botninum var náð í febrúar:
Íbúum í Ölfusi
fjölgar nú aftur
ÞORLÁKSHÖFN Fólksfækkun hefur
valdið ráðamönnum í Ölfusi hugarangri
síðustu misseri. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA
RANNSÓKNIR Náttúrufræði-
stofnun Íslands rannsakaði 422
sveppasýni frá 143 stöðum á
landinu árið 2014. Að auki var 75
fyrirspurnum um myglusveppi
innanhúss svarað.
Greind voru 210 sýni frá 80
stöðum fyrir einstaklinga og
niður stöðum skilað með tölvu-
skeyti. Þá voru 145 sýni frá 36
stöðum greind fyrir ýmsa þá sem
ýmist byggja hús, eiga hús, sjá
um hús fyrir eigendur þeirra, eru
ráðnir til að gera við skemmd hús
eða til þess að meta það tjón sem
orðið hefur á húsi, eins og segir í
ársskýrslu NÍ. - shá
Myglusvepp má finna víða:
Greindu 422
sveppasýni 2014
KJARAMÁL Kröfur ólíkra hópa í yfir-
standandi kjarasamningum fela
í sér hækkun launa á bilinu 17 til
um 70 prósent samkvæmt heimild-
um blaðsins. Samningar sem nú er
unnið að ná til um 120 til 130 þús-
und manns á vinnumarkaði.
Sömu heimildir herma að innan
raða viðsemjenda félaganna séu
kröfurnar taldar óbilgjarnar og fela
í sér kröfur sem taki ekki á nokk-
urn hátt tillit til stöðu og launaþró-
unar einstakra hópa. Um sé að ræða
„blindar“ kröfur um launahækk-
anir upp á tugi prósenta. Þá beri
þær með sér að ekki sé um að ræða
afmarkaða aðgerð til að hækka
lægstu laun sérstaklega.
Bent hefur verið á að tölur um
launaþróun ólíkra hópa beri ekki í
sér tölur sem leiða ættu til ófriðar
á vinnumarkaði. Þannig sé þróun
launa ólíkra hópa nokkuð jöfn frá
árinu 2006 þegar hún er borin
saman línulega, líkt og sjá má hér
til hliðar.
Í grein sem Gylfi Zoëga, hag-
fræði prófessor og nefndarmaður
í peningastefnunefnd Seðlabank-
ans, ritaði í efnahagsritið Vísbend-
ingu í byrjun mars benti hann á að
Seðlabankanum væri nauðugur einn
kostur að hækka stýrivexti, yrðu
hækkanir launa umfram það sem
samrýmdist verðbólgumarkmiði
bankans. Í febrúar kynntu Samtök
atvinnulífsins (SA) líka sviðsmynda-
greiningu ólíkra kjarasamninga.
Þar nefndist ein „eltum lækna“ og
miðaðist við 30 prósenta uppsafn-
aða launahækkun á þremur árum.
Í greiningu á þeim aðstæðum var
gert ráð fyrir að verðbólga yrði um
27 prósent og að árshraði verðbólgu
færi mest í 14 prósent og stýrivextir
í 12 prósent. olikr@frettabladid.is
Kröfur við samningaborðið
hlaupa á 17 til 70 prósentum
Kröfur stéttarfélaganna eru ekki sagðar bera með sér að verið sé að semja sérstaklega um hækkun lægstu
launa. Um sé að ræða „blindar“ kröfur upp á tugi prósenta sem ekki taki mið af launaþróun ólíkra hópa.
Í KARPHÚSINU Magnús Péturs-
son ríkissáttasemjari sækir
hér stól inn á samningafund í
Borgartúninu um daginn. Mikið
virðist enn bera á milli í samn-
ingum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
LAUNAÞRÓUN Sjá má launaþró-
un lækna neðst en efst skarast
línur KÍ og ríkisstarfsmanna hjá
ASÍ. Gert er ráð fyrir 5 prósenta
hækkun launa hjá þeim sem
ekki hafa lokið samningi.
Starfsgreinasambandið: Farið er fram á 50 til 70 prósenta hækkun launa, þar sem hlutfallsleg hækkun er mest á
hæstu taxta, vegna þess að munur er aukinn milli launaflokka og aldursþrepa. Lægsti taxti verði 300 þúsund krónur á
mánuði innan þriggja ára. Meðallaun hópsins eru nú sögð um 430 þúsund krónur á mánuði.
Flóabandalagið: Farið er fram á 35 þúsund króna hækkun lægstu byrjunarlauna. Aukið bil á milli launaflokka og aldurs-
þrepa er sagt fela í sér 17,5 til 22 prósenta hækkun launataxta. Þá er krafist 33 þúsund króna almennrar hækkunar
sem samsvarar um 10 prósenta hækkun að meðaltali á launum þeirra sem taka hærri laun en samkvæmt lágmarks-
töxtum. Samið verði til 12 mánaða.
VR: Krafist er 50 þúsund króna launaþróunartryggingar sem myndi svara um 20 prósenta hækkun tekjulægstu hópanna,
en að meðaltali 10 prósenta hækkun á launum sem eru yfir umsömdum lágmarkstöxtum. Félagið segir kröfuna auka
launakostnað um 5,65 prósent. Samið verði til 12 mánaða.
Iðnaðarmenn: Almenn launahækkun verði 20 prósent. Hækkun lægsta taxta nemi 100 þúsund krónum, en taxtahækk-
anir verði á bilinu 37 til 44 prósent, mest á hæsta taxta. Þá sé krafist enn meiri hækkana hjá Matvís sem séu með
lægri taxta en hinir hóparnir. Samið verði til 12 mánaða.
BHM: Lægsti taxti hækki um 50,9 prósent, úr 265 þúsundum í 400 þúsund krónur. Í tilfelli einstakra hópa stéttarfélaga
innan BHM er svo sagt krafist enn meiri hækkana. Samningstími verði allt að þrjú ár.
BSRB: Farið fram á 17 til 25 prósenta hækkun launa. Vinnuvika verði stytt og laun leiðrétt miðað við almennan
vinnumarkað, auk fleiri þátta. Samningstími verði 12 mánuðir.
Helstu kröfur stéttarfélaganna við samningaborðið
SPURNING DAGSINS
OPIÐ HÚS Í HLÍÐASMÁRA
KYNNING Á GLÆSILEGUM SÉRFERÐUM Í SUMAR.
Fararstjórarnir Ása María og Ágústa Sigrún kynna
ferðirnar og svara fyrirspurnum.
FIMMTUDAGINN 16. APRÍL KL. 17:30 Í HLÍÐASMÁRA 19.
HEITT Á KÖNNUNNI.
Perlur Evrópu
– ÍTALSKA RÍVÍERAN OG SLÓVENÍA
Úrval Útsýn | Hlíðasmára 19 | 201 Kópavogi | 585 4000 | uu.is
1
5
-0
9
-2
0
1
5
1
0
:2
3
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
6
3
D
-1
D
A
C
1
6
3
D
-1
C
7
0
1
6
3
D
-1
B
3
4
1
6
3
D
-1
9
F
8
2
8
0
X
4
0
0
3
B
F
B
0
4
8
s
_
1
4
_
4
_
2
0
1
5
C
M
Y
K