Fréttablaðið - 15.04.2015, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 15.04.2015, Blaðsíða 41
MIÐVIKUDAGUR 15. apríl 2015 | LÍFIÐ | 21 16. apríl kl. 12:00 í stofu M327 Skráning á hrund@ru.is KYNNINGARFUNDUR UM MEISTARANÁM Í VIÐSKIPTADEILD • Alþjóðaviðskipti og markaðsfræði • Fjármál fyrirtækja • Mannauðsstjórnun og vinnusálfræði • Markaðsfræði • Reikningshald og endurskoðun • Upplýsingastjórnun • Viðskiptafræði með vali • Stjórnunarreikningsskil og viðskiptagreind • Klínísk sálfræði „Eftir að hafa kannað möguleika á meistaranámi ítarlega valdi ég nám í mannauðsstjórnun og vinnusálfræði við Háskólann í Reykjavík og sé svo sannarlega ekki eftir því. Námið er mjög metnaðarfullt, til kennslu hafa verið fengnir framúrskarandi kennarar og öll aðstaða er til fyrirmyndar. Þetta er því ein besta fjárfesting sem ég get hugsað mér.” Hannes Ingi Geirsson Meistaranemi í mannauðsstjórnun og vinnusálfræði TRÓPÍ fæst núna líka í 1. lítra fernum Náttúru- lega góði safinn © 20 15 T he C o ca C o la C o m p an y - al l r ig ht s re se rv ed „Ég get staðfest þetta, ég er að fara aftur í útvarpið,“ segir Kristján Þórð- arson, betur þekktur sem Stjáni stuð. Ræðst Stjáni ekki á garðinn þar sem hann er lægstur og mun sjá um fastan dagskrárlið á laugardagsmorgnum frá níu til ellefu á nýrri útvarpsrás, Tal- rásinni. „Ég ætla að fá til mín gesti og þetta verður hefðbundinn morgunþáttur. Góð tónlist og svoleiðis, beint í æð,“ segir Stjáni varðandi inntak þáttarins og bætir við að svo muni hann bæta inn getraunum og slíku þegar hann hefur vanist nýja umhverfinu. Hann er þó langt frá því að vera nýgræð- ingur þegar kemur að dagskrárgerð, en hann stjórnaði sínum eigin þætti á Radíó-X á sínum tíma auk þess að taka viðtöl við tónlistarmenn fyrir PoppTíví þegar það var og hét. „Ég er rosalega spenntur og er núna á fullu að undirbúa mig. Taka saman hver á afmæli og hvenær,“ útskýrir Stjáni og bætir við: „Ég verð að vera vel undirbúinn, það er alveg bannað að gleyma sér í miðjum setningum í útvarpinu. Það gengur ekki.“ Stjáni stuð snýr aft ur í stúdíó Einn vinsælasti útvarpsmaður landsins snýr aft ur í útvarpið eft ir dágóða pásu. „Það er svo langt síðan síðast og nú er kominn tími á mig aft ur,“ segir Kristján Þórðarson sem undirbýr sig af kraft i fyrir fyrsta þátt. TILBÚINN Stjáni stuð er reynslu- bolti í útvarpinu og er verulega spenntur fyrir að taka upp þráðinn að nýju. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Talrásin hefur verið í loftinu í þrjár vikur og tekur sér stöðu forvarnarútvarps. „Við erum hópur fólks sem langar að gefa eitthvað til baka,“ segir Sverrir Júlíusson, einn þeirra sem standa að þessari nýju viðbót við útvarpsflóruna. „Við ætlum að taka fyrir efni sem snýr að vímuefnavanda, matarfíkn og öðru slíku, í bland við skemmtiefni,“ segir Sverrir og má benda á þátt Stjána í því samhengi. „Boðskapur stöðvarinnar er einfaldur, við viljum hjálpa fólki að leita aðstoðar og gera eitthvað í sínum málum,“ útskýrir Sverrir. Alvara og gaman í bland Anna Tara Andrésdóttir, útvarpskona og meðlimur Reykjavíkurdætra og Hljóm- sveitt, fer af stað með útvarps- þáttinn Kynlegir kvistir á Rás 2 í næstu viku og fær sjálfan Hugleik Dagsson sér til halds og trausts. Munu þau stinga á stærðarinn- ar kýlum í þáttunum. „Við ætlum að fjalla um alls konar málefni, misviðkvæm. Annar þátturinn fer til dæmis í að grandskoða kynlífsfíkn sem mörgum þykir aðhlátursefni eða afsökun fyrir framhjáhöldum,“ segir Anna. Hún segist spennt fyrir að vinna með Hugleiki að verk- efninu. „Ég þekkti hann ekki neitt þegar ég bað hann um að vera með mér í þessu, en núna er ég farin að þekkja hann skuggalega vel,“ bætir hún við og skellir upp úr. -ga Stinga á öllum stóru kýlunum KYNLEG Gera má ráð fyrir að hlust- endur Rásar 2 sperri eyrun þegar Hugleikur og Anna láta gamminn geisa. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 3 F B 0 4 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 3 D -B 1 C C 1 6 3 D -B 0 9 0 1 6 3 D -A F 5 4 1 6 3 D -A E 1 8 2 8 0 X 4 0 0 5 A F B 0 4 8 s _ 1 4 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.