Fréttablaðið - 15.04.2015, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 15. apríl 2015 | SKOÐUN | 13
Neyðarástand ríkir nú á
spítölum landsins vegna
verkfalla, sjúklingar fá
ekki nauðsynlega umönn-
un og eingöngu bráða-
tilfellum er sinnt. Krabba-
meinssjúklingar geta ekki
hafið meðferð og hlé þarf
að gera á meðferð sem er
hafin. Sjúklingar fá ekki
nauðsynlega greiningu
og verða að bíða í von og
óvon hvort þeir fái náð
fyrir augum þeirra sem
forgangsraða bráðatilfellum, sem
læknar sækja um undanþágu fyrir.
Á miðvikudaginn í síðustu
viku átti ég að mæta í myndatöku
vegna meðferðar á æxli í litlaheila.
Undan farna daga hef ég orðið var
við aukin og ný einkenni sem geta
komið fram ef æxlið er að fær-
ast nær heilastofni og mynda þar
þrýsting sem m.a. veldur tvísýni.
Til þess að fá úr því skorið hvort
um þetta er að ræða eða orsakanna
sé að leita annað, er bráðnauðsyn-
legt að ég komist í myndatöku.
Þegar ég mætti var ég send-
ur heim, þar sem verkfall BHM
var skollið á. Til að krabbameins-
læknirinn geti metið hvaða með-
ferð er líklegust til árangurs, þarf
hann niðurstöður úr nýjum mynda-
tökum og var því ákveðið að sækja
um undanþágu fyrir mitt tilvik. Í
dag er þriðjudagur og krabba-
meinslæknirinn gerir það sem
hann getur til að tala mínu máli
til þeirra sem flokka þau bráða-
tilfelli er hljóta afgreiðslu. Það
þarf ekki sérfræðing til að skilja
að tíminn skiptir þarna höfuðmáli
í mínu tilviki, til að geta brugð-
ist rétt við og stöðvað hugsanleg-
an vöxt sem allra fyrst. Á meðan
beðið er niður stöðu verður að gera
hlé á lyfjameðferðinni sem ég er
nú hálfnaður í.
Það hefur færst í aukana að
sjúklingar hérlendis séu notaðir í
kjarabaráttu mismunandi starfs-
stétta. Í dag eru 17 aðildarfélög
BHM í verkfalli. Heildarfjöldi
félagsmanna BHM er 3.009 og
þar af eru 108 í Félagi geislafræð-
inga. Á vefsíðu félagsins kemur
fram að þau aðildarfélög sem hófu
ótímabundnar verkfallsaðgerðir 7.
apríl eru geislafræðingar og önnur
aðildarfélög sem vinna á spítölum.
Önnur aðildarfélög fóru eða fara í
verkföll síðar og í sumum
tilvikum hluta úr degi.
Beitir fyrir sig sjúklingum
Þarna er BHM að sækja
launahækkanir fyrir heil 17
aðildarfélög og beitir fyrir
sig sjúklingum landsins. Er þetta
þróun sem okkur finnst eðlileg og
megum við búast við fleiri aðgerð-
um á næstu misserum, þar sem
stéttarfélög nota neyð sjúklinga á
spítölum landsins til að sækja launa-
hækkanir fyrir sína félagsmenn?
Munurinn á afleiðingum verk-
falla BHM hjá t.d. lögfræðingum og
geislafræðingum er í mínum huga
það stór, að hann réttlætir þessi
skrif. Í fyrra tilfellinu geta tap-
ast tími og fjármunir. Aldrei líf. Í
seinna tilvikinu getur orðið um slíkt
að ræða. Hvenær sá hugsunarháttur
varð sjálfsagður hér er mér hulið.
Ég ætla engum einstaklingi það
að neita öðrum um aðstoð í neyð,
en þegar einstaklingar eru orðnir
hluti af hópi verður samstaða hóps-
ins yfirsterkari samvisku þeirra
einstaklinga sem hópnum tilheyra.
Vissulega þarf að semja og samn-
ingar verða ekki nema allir aðilar
borðsins leggi sig fram. Það rétt-
lætir samt ekki þá meðferð sem
sjúklingar þessa lands þurfa að þola
og þurfa áfram að þola, verði ekki
breyting á þessum hugsunarhætti.
Í greininni fjalla ég um krabba-
meinssjúklinga, þar sem ég tek
mig sem raunverulegt dæmi, til að
benda á þær raunverulegu afleið-
ingar sem núverandi verkfallsað-
gerðir hafa. Aðrir sjúklingahópar
verða ekki minna fyrir barðinu.
Bráðveikir sjúklingar komast ekki
í aðgerð eða eftirlit til að hefja eða
halda áfram meðferð. Á meðan
horfa aðstandendur á í örvinglan.
Er þetta það þjóðfélag sem við vilj-
um lifa í? Er réttlætanlegt að skipti-
mynt kjarabóta sé minni lífslíkur
sjúklinga? Þessu verður að linna.
Það getur enginn í hjarta sínu rétt-
lætt þetta ástand. Það eina sem við
sjúklingar getum gert er að biðjast
vægðar.
Sýnið okkur
miskunn
HEILBRIGÐIS-
MÁL
Hinrik A. Hansen
krabbameins-
sjúklingur
Ábendingahnappinn má
finna á www.barnaheill.is
Fáir læknar tjáðu sig um
vinnuaðstöðu og tækja-
kost á LSH fyrir verkfall.
Fyrst í lok janúar birtist
grein í Mbl. eftir Stefán
A. Matthías son lækni, sem
sagði að í stað byggingar
sjúkrahótels væri fjármun-
um betur varið til kaupa
á tækjum, sem bráðvant-
ar. Nefndi hann af handa-
hófi skanna til greiningar
krabbameins, sem er hversdagslegt
tæki í nágrannalöndum okkar. Stef-
án skrifar: „Krabbameinssjúkling-
ar mega t.d. búa við þá staðreynd að
ekki er til á landinu og verður ekki
til á næstu árum jáeinda skanni,
sem bætir greiningu krabbameina
og eftirfylgni krabbameinsmeð-
ferða til muna. Útvaldir fá þó að
fara til Köben í skanna, sem greinir
mun betur útbreiðslu krabbameina
og stuðlar þannig að markvissari
aðgerð en ella (skurðaðgerð, geisl-
ar eða lyfjameðferð), sjúklingum til
ómældra hagsbóta.“
Heilbrigðisráðherra svaraði og
sagði byggingu sjúkrahótels skv.
lögum, sem honum bæri að starfa
eftir. Ekki kæmi til greina að leysa
til bráðabirgða þann vanda, sem
snýr að jáeindaskanna. Stefán
svaraði í Mbl. og rökstuddi, að ekki
væri rétt að setja byggingu sjúkra-
hótels fremst í forgangsröðina og
láta krabbameinssjúklinga búa við
bráðabirgðalausn næstu 5-10 árin.
Þörf væri fyrir margfalt
fleiri en þá 70, sem fengu
að fara í skönnun til Köben
2014. Stefán bendir á að
greiningin sé óháð því sem
fer fram í meðferðarkjarna
sjúkrahúss og erlendis séu
jáeindaskannar í sérstakri
byggingu. Flestir sjúkling-
ar komi heiman frá sér og
fari heim eftir skönnun. Það
er dýrt að senda 100 sjúk-
linga á ári til Köben. Hugarreikn-
ingur sýnir að skanni borgar sig
fljótt upp. Krabbameinssjúklingar
ættu að ganga fyrir hóteli, sem ekki
vantar.
Efst í lóð Borgarspítalans neðan
við Bústaðaveg er nóg pláss fyrir
hús með jáeindaskanna. Á bygg-
ingatímanum yrðu ekki truflanir
á næsta umhverfi. Hægt væri að
byrja strax á útgreftri lóðar og í
beinu framhaldi bjóða út byggingu
húss og taka í notkun innan tveggja
ára. Staðsetning getur verið endan-
leg og ekki til bráðabirgða, hvar svo
sem spítali verður byggður. Krabba-
meinsfélagið gæti jafnvel fengið
inni í sama húsi og selt sitt hús.
Nóg pláss er fyrir sjúkrahótel
neðst í Fossvoginum. Það er góður
staður skv. því, sem Stefán skrifar:
„Jafnframt er talið að dvöl gesta
á hlýlegu hóteli utan hefðbundins
sjúkrahúsaumhverfis geti hrað-
að bata og aukið virkni sjúklinga“.
Framkvæmdir þar valda ekki trufl-
unum á næsta nágrenni líkt og
væntanlegar framkvæmdir á lóð
Landspítalans.
Fossvogur betri kostur
Ráðherra segir mikla hagræðingu
felast í sameiningu starfsemi Land-
spítalans á einum stað, en gerir
sér ekki grein fyrir eða vill ekki
skoða kosti þess að sameina starf-
semina í Fossvogi. Þar er hægt að
byggja nýtt sjúkrahús frá grunni
með öllum þeim kostum, sem því
fylgja. Rétt er að benda ráðherran-
um á, að kostnaður vex með lengri
byggingartíma, sem kemur fram í
vaxtakostnaði á byggingartímanum
og rekstrarkostnaði löngu eftir að
bygging hefur verið tekin í notkun.
Í Fossvogi er hægt að byggja betra
hús að minnsta kosti helmingi hrað-
ar fyrir minni pening en við Hring-
braut. Breyting í Fossvog er því
bein fjármögnun nýs spítala.
Margir læknar telja, að í háu húsi
í Fossvogi sé betri vinnuaðstaða en
í útflöttum byggingum við Hring-
braut. Ég hvet þá til að koma með
skoðanir sínar út úr skápnum líkt
og Stefán. Það er í raun siðferðileg
skylda þeirra að gera það telji þeir
Fossvog betri kost fyrir háskóla-
sjúkrahús. Meðalaldur lækna á
sjúkrahúsum er hár og hækkar með
hverju árinu sem líður. Það liggur
því á að ná ungum læknum heim
fljótt. Til þess að það geti orðið verð-
ur að bjóða vinnuaðstöðu sambæri-
lega við þá, sem býðst í út löndum.
Það er gott sjúkrahús með bestu
tækjum sem völ er á.
Nú vill ráðherra fjármagna spít-
ala við Hringbraut með sölu ríkis-
eigna. Eflaust vilja margir eignast
mjólkur kúna Landsvirkjun, sem í
dag selur raforku á undirverði. Er
þörf á sölu ríkiseigna til fjármögn-
unar spítala á sama tíma og flugvöll-
urinn skal eyðilagður og nýr byggð-
ur fyrir tugi milljarða? Vonandi
verða þeir heppnari með staðar val
flugvallar en spítalans, sem fyrir
utan miklu lengri byggingartíma við
Hringbraut verður tugum milljarða
dýrari en í Fossvogi.
Í upphafi skyldi „hátæknisjúkra-
hús“ byggt fyrir símapeningana.
Það var pólitískt loforð. Enginn
þorði að gera athugasemd af ótta
við að vera sagður á móti nýjum
spítala og staðsetning við Hring-
braut rann í gegn án mikillar skoð-
unar.
Fyrri stjórn lagði skatt á þjóðar-
auðlindina til fjármögnunar spítal-
anum. Ný stjórn óttaðist að minni
útgerðir stæðu ekki undir skatt-
inum og tók hann af. Gaf svo
100.000 tonna loðnukvóta, sem
hefði mátt selja til fjármögnun-
ar spítalans. Til að bíta höfuðið af
skömminni var kvótinn gefinn best
stæðu útgerðunum. Þeim hinum
sömu er geta keypt kvóta af Færey-
ingum og greiða „eigendum“ sínum
milljarða í arð.
Forgangsröðun og fjármögnun nýs spítala
SKIPULAG
Sigurður Oddsson
verkfræðingur
Samtök um sorg og sorgarviðbrögð
NÝ DÖGUN
Ráðstefna í Hátíðasal Háskóla Íslands
fimmtudaginn 16. apríl 2015
Markmið: Að hvetja fólk til að ræða um dauðann
Húsið opnar kl. 16:30. Kaffi og kleinur í boði fyrir dagskrá
Allir velkomnir – ókeypis aðgangur
Dagskrá
Setning
17:00 - 17:05
Rósa Kristjánsdóttir, djákni og ritari
Hollvinasamtaka líknarþjónustu
„The importance of end of life
experiences for living and dying“
17:05 - 17:50
Dr. Peter Fenwick
Prófessor emeritus í tauga- og geðlækningum. Hann er heim-
sþekktur fyrir rannsóknir á upplifunum fólks á dánarbeði út
frá andlegu heilbrigði og meðvitund viðkom andi. Hann hefur
ritað yfir 200 fræðigreinar og bækur um
efnið, m.a. bókina The Art of Dying ásamt Elizabeth
eiginkonu sinni. Erindið verður á ensku.
Dr. Fenwick is a neuropsychiatrist with special interest in
consciousness. He is world renown expert on end of life
phenomena, including near-death experiences and
deathbed visions, looking at the mental states of the dying.
He has written over 200 academic papers and books, f.ex.
The Art of Dying with his wife Elizabeth.
Fyrirspurnir
til Dr. Peter Fenwick
17:50 - 18:00
Ævispor
18:00 - 18:15
Sveinn Kristjánsson kynnir markmiðið
með stofnun vefjarins www.aevi.is
Pallborðsumræður
18:15 - 19:20
Andri Snær Magnason, rithöfundur
Arndís Jónsdóttir, aðstandandi
Jón Ásgeir Kalmansson, heimspekingur
Sólveig Birna Júlíusdóttir, sálfræðinemi
Vigfús Bjarni Albertsson, sjúkrahúsprestur
Þórhildur Kristinsdóttir, læknir
Samantekt og ráðstefnuslit
19:20 - 19:30
Fundarstjóri: Ævar Kjartansson
➜Er réttlætanlegt að
skiptimynt kjarabóta
sé minni lífslíkur
sjúklinga?
1
5
-0
9
-2
0
1
5
1
0
:2
3
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
6
3
C
-A
7
2
C
1
6
3
C
-A
5
F
0
1
6
3
C
-A
4
B
4
1
6
3
C
-A
3
7
8
2
8
0
X
4
0
0
2
A
F
B
0
4
8
s
_
1
4
_
4
_
2
0
1
5
C
M
Y
K