Fréttablaðið - 24.07.2015, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 24. júlí 2015 | FRÉTTIR | 11
„Ég var svona að leita að henni,
bæði að leita að henni og að leita að
henni í öðrum konum,“ segir hann.
Fyrir algjöra tilviljun hittust þau
svo í Barcelona áratug síðar og þá
varð ekki aftur snúið.
„Þetta er mjög sérstakt. Mér datt
í hug, sem mér hefur hvorki dottið í
hug fyrr né síðar, að fara með Hárið
til Barcelona. Hárið var fyrsta sýn-
ingin mín og gekk rosalega vel. Ég
veit ekkert hvaðan þessi hugmynd
kom. Pabbi er reyndar frá Barcel-
ona. Lilja fór á sama tíma í listnám
þangað og það fyrsta sem ég sá á
flugvellinum í Barcelona var Lilja.
Svo tók það tíma, en ég get sagt það
– það er kannski væmið eða róman-
tískt – en ég rakst á hana fyrir til-
viljun á Römblunni, listnemann með
pensil í hárinu. Hún sneri sér við og
labbaði í burtu og ég hugsaði: Vá,
þetta er konan mín.“
Everest eftir höfði Balta
Baltasar hefur framleitt, leikstýrt
og aðlagað nokkrar af bestu mynd-
um okkar Íslendinga.
En hver þeirra er í uppáhaldi?
„Manni þykir rosalega vænt um
fyrstu myndina. Það var æðislegt
að gera hana, himnarnir ljúkast
upp. Þú ert að fatta hver þú ert. Ég
elska leikhúsið en það var eins og
allt færi saman í bíóinu. Það verða
alls konar upplifanir við að búa til
bíómyndir, en þú átt alltaf þessa
minningu um fyrstu. Mér þykir líka
mjög vænt um Little trip to heaven,
þótt hún sé kannski floppið mitt. Það
er eins litla þroskaskerta barnið.
Ég meina það ekki illa, maður elsk-
ar það jafnmikið og hin þó að því
gangi ekki eins vel í skóla. Ég segi
þetta af væntumþykju – ekki hroka.
Svo gerði Mýrin mikið fyrir mig í
útlöndum fyrir utan að vera mest
sótta íslenska bíómyndin síðan þeir
byrjuðu að telja. Svo þykir mér vænt
um Everest. Ég hef lagt mikið í
hana. Hún er fyrsta myndin sem ég
geri í Hollywood sem ég fæ að gera
algjörlega eftir mínu höfði. Mér
finnst gaman að skemmta fólki, en
á endanum langar mann að marka
dýpri spor, segja meiri sögu. Ef
vel gengur gæti þetta orðið ísbrjót-
ur fyrir mig inn í nýja kategóríu.
Kategóríu þar sem maður fær bestu
handritin send,“ segir Balti og bætir
við að hann hafi mikið haft fyrir
ferlinum.
„Ef einhver heldur að þetta hafi
komið af sjálfu sér, þá er það ekki
svo. Þetta er hrikaleg vinna. Það er
nóg til af moldríku liði sem reynir
allt sem það getur til að komast inn
í bransann. En á endanum er það
hver einasti klukkutími sem ég hef
verið andvaka yfir því sem ég er að
gera sem er að skila sér.“
Viðundrið Björk sem braut reglur
Talið berst að því hvernig það er
að stíga inn í svo stóran og mikinn
heim, alla leið frá Íslandi. „Ein-
hvern tímann var ég í Óskarspar-
tíi. Það voru allir frægir og ég sat
þarna og var nýi leikstjórinn og
hugsaði: Ég er bara frá Kópavogi,
hvað er ég að gera hérna? Og þá
uppgötvaði ég að það eru allir frá
Kópavogi. Það eru allir frá ein-
hverjum stað, flestir frá litlum stað.
Og öllum líður eins, það eru allir frá
vesturbæ Kópavogs.“
Hann segir Björk hafa brotið
ísinn. „Ég er nánast jafnaldri Bjark-
ar en það var hún sem eyddi þessum
ósýnilegu landamærum. Ef ég hefði
sagt frá því þegar ég var að alast
upp í Kópavogi að mig dreymdi
um að fá að leikstýra Denzel Wash-
ington, eða skjóta risakvikmynd á
Ever est-fjalli hefði mér verið kippt
inn á Klepp. Ég hefði ekki einu sinni
látið þetta út úr mér. Við vorum
pínulítið eins og austantjaldsþjóð.
Það var eitt kaffihús, mátti ekki
drekka bjór og mátti ekki vera
með hunda í Reykjavík. Við vorum
föst í viðjum. Ég er alinn upp í því.
Síðan kemur þetta viðundur Björk
og brýtur allar reglurnar og verð-
ur heimsfræg og maður segir bara:
Vá, má þetta? Það hafði enginn gert
þetta,“ segir Balti og bætir við að
nýjar kynslóðir fæðist inn í þetta.
„Þetta var huglægt. Svo komu
allar þessar hljómsveitir, OMAM og
fleiri, og komin á samning úti um
allt. Þetta er ekkert mál því hug-
lægt er þetta ekkert mál. Þetta er
mikið Björk að þakka. Ég vona að
mín spor verði til þess að auðvelda
kvikmyndagerðarfólki róðurinn.
Að það opni þessi ósýnilegu landa-
mæri, ósýnilegu höftin. Hvað það er
sem aftrar okkur frá því að lifa líf-
inu, af því að við erum svo hrædd.
Þorum ekki að segja: fokk it. Ég
ætla að gera það sem mig langar og
lifa þessu lífi.“
„Mig langaði aldrei í þetta meik.
Fara til Hollywood, sitja við sund-
laug með stelpum á bikiníum. Enda
sem einhver kókaínhaus sem gerði
tvær góðar bíómyndir. Minn draum-
ur var að halda áfram, sem ég er að
gera. Byggja upp fyrirtæki á Íslandi
og feril í Bandaríkjunum. Gera eitt-
hvað sem skiptir máli.“ Hann segir
drauminn enda á Íslandi. „Mig
langar að geta gert þetta hér, en
vera með úti. Ég finn mig í svona
verkefni eins og Everest. Þar á ég
heima.“
Everest á stalli með þeim bestu
Everest verður frumsýnd við opn-
unarhátíð Feneyjahátíðarinnar.
Undanfarar Everest síðastliðin tvö
ár eru kvikmyndin Gravity, sem
hlaut sjö Óskarsverðlaun 2014, og
Bird man, sem vann fern Óskars-
verðlaun í ár.
„Það er náttúrulega bara geð-
veikt. Tvær tilfinningar, jess! og
hin, shit. Í annan stað á ég þetta
skilið – en svo er ekkert grín að
koma á eftir Birdman og Gravity.
Það er enginn smá samanburður,“
segir Baltasar og hlær.
Hann segist þó standa með mynd-
inni og ætla að fara með fyrri til-
finningunni.
„Ég verð að njóta þess að fá þetta
tækifæri. Það er einstakt. Þetta er
ein stærsta kvikmyndahátíð í heimi
og af furðulegum ástæðum hefur
þetta spott orðið rosa eftirsótt. Ég
þarf að minna mig á að það er mikill
árangur í því að vera valinn til þess
að opna hátíðina. En maður er alltaf
að berja sig. Það er eðli manns sem
fer langt. Ég er alltaf að róta í mér,
berja mig áfram.“
Baltasar vonar að næstu ár fer-
ilsins fari í eðlilegt framhald af því
sem hann hefur unnið að. „Hver
mynd leikur stórt hlutverk. Gangi
Everest vel opnast ákveðnir mögu-
leikar sem hafa ekki verið til stað-
ar, toppverkefni í heiminum. Gangi
hún millivel, held ég áfram á sama
stað. Ef hún floppar, þá er það bara
svo. Ef þetta færi allt í dag, myndi
ég glaður leikstýra hér heima og
ég mun gera það áfram. Ég er ekki
saddur, en er sáttur. Ég hef gert
mjög mikið og hvað sem verður, það
verður. Ég fór í þetta ferðalag, þetta
var gaman, kannski heldur það
áfram, kannski ekki. Svo á ég stóra
fjölskyldu og hesta sem ég vil huga
að. Maður heldur að allt breytist en
það breytist aldrei neitt. Þú ert allt-
af sami gaurinn úr Kópavoginum,
með sömu vandamálin. Kannski ný
jakkaföt, en sami gaurinn.“
Nánari upplýsingar á rsk.is
442 1000
Þjónustuver 9:30-15:30rsk@rsk.is
Álagningar- og innheimtuseðlar
einstaklinga 2015
eru aðgengilegir á þjónustuvef ríkisskattstjóra
rsk.is og skattur.is.
Barnabætur, vaxtabætur og inneign vegna
álagningar verður greidd út 1. .
Upplýsingar um greiðslustöðu veita
tollstjóri og sýslumenn.
Álagningarskrár liggja frammi á starfsstöðvum
ríkisskatt stjóra, dagana 24. júlí til 7. ágúst 2015
að báðum dögum meðtöldum.
Kærufresti lýkur 24. ágúst 2015.
Álagningu skatta
á einstaklinga
er lokið
skattur.is
Ítarlegra og lengra viðtal við
Baltasar má hlusta á í hlaðvarp-
inu Föstudagsviðtalið á Vísi.
visir.is
2
3
-0
7
-2
0
1
5
2
1
:5
8
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
5
8
D
-5
2
D
4
1
5
8
D
-5
1
9
8
1
5
8
D
-5
0
5
C
1
5
8
D
-4
F
2
0
2
8
0
X
4
0
0
1
B
F
B
0
4
8
s
C
M
Y
K