Fréttablaðið - 24.07.2015, Blaðsíða 2
24. júlí 2015 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 2
VINNUMARKAÐUR Árstíðaleiðrétt
atvinnuleysi í júní mældist 3,2
prósent samkvæmt vinnumark-
aðsrannsókn Hagstofu Íslands.
Atvinnuleysi hefur dregist
saman hér á landi að undan-
förnu. Alls voru 5.800 án vinnu
og í atvinnuleit í júní og hefur
þeim fækkað um 3.200 milli ára.
Árstíðaleiðrétt atvinnuleysi var
4,9 prósent í júní 2014 og 6,9 pró-
sent í júní 2013.
Þá hefur atvinnuþátttaka auk-
ist og eru 202 þúsund manns
á vinnumarkaði. Atvinnuþátt-
tökuhlutfall var 85,3 prósent í
júní fyrir ári en 86,6 prósent í
síðasta mánuði.
Mælingar sýna að íslenskur
vinnumarkaður breytist reglu-
lega í tilteknum mánuðum og
stafar breytileikinn af ýmsum
árstíðabundnum þáttum.
Atvinnuleysi er minnst hér á
landi af Norðurlöndunum. Mest
er atvinnuleysið í Finnlandi þar
sem það mælist 10 prósent. Þá
er atvinnuleysi í Svíþjóð 8,5 pró-
sent. Í Danmörku er atvinnuleysi
4,8 prósent en 4,2 prósent í Nor-
egi. Vert er að benda á að tölur
um atvinnuleysi í Noregi eru frá
því í apríl.
Úrtak Hagstofunnar var 1.212
einstaklingar á aldrinum 16-74
ára sem valdir voru af handahófi
úr þjóðskrá.
Þegar frá eru taldir þeir sem
voru látnir eða búsettir erlendis
reyndist nettóúrtakið 1.193 ein-
staklingar. Alls fengust nothæf
svör frá 939 einstaklingum sem
jafngildir 78,7% af endanlegri
svörun. Allar tölur hafa verið
vegnar eftir kyni og aldri.
-ih
Atvinnuleysi er mest í Finnlandi af Norðurlöndunum þar sem það er 10 %:
Atvinnuleysi mælist 3,2 prósent
BANDARÍKIN Bill de Blasio, borg-
arstjóri New York-borgar, segir
að Evrópusambandið hafi brugð-
ist Ítalíu í málefnum flóttafólks
og hælisleitenda.
Í ræðu sinni í Vatíkan-
inu á þriðjudaginn sagði hann
að Evrópusambandið þyrfti
almennilega flóttamannastefnu
til að hlaupa undir bagga með
aðildarríkjum sínum.
Hann sagði að það væri ekki
viðunandi fyrir Evrópusamband-
ið að sýna samheldni í sumum
málaflokkum en óeiningu í
öðrum málaflokkum á borð við
flóttamannamálin. - srs
Bill de Blasio harðorður:
Óeining ESB
óviðunandi
UTANRÍKISMÁL Utanríkisráðuneyt-
ið hefur kallað til sín sendiherra
fimm ríkja sem gerðu með sér sam-
komulag um veiðar og rannsóknir á
norður slóðum.
Fréttablaðið greindi frá yfirlýs-
ingu ríkjanna í gær og að Íslandi
hefði ekki verið boðin þátttaka í
samkomulaginu.
Í fréttatilkynningu frá utanríkis-
ráðuneytinu í gær kemur fram að
Ísland telji mikilvægt að allir aðilar
sitji við borðið til að styrkja grund-
völl til samstarfs.
Þá segir að mikilvægt sé að öll
ríki sem gæta hagsmuna á svæðinu
taki þátt í sameiginlegri stefnumót-
un á norðurslóðum en Íslandi hafi
ekki verið boðin þátttaka þrátt fyrir
að málefni hafsins skipti sköpum
fyrir Ísland og að Ísland sé á meðal
leiðandi fiskveiðiþjóða í heiminum.
Íslensk stjórnvöld hafa reglulega
gert athugasemdir við að Íslandi sé
haldið utan við umræður um mál-
efni norðurslóða. Gunnar Bragi
Sveinsson utanríkisráðherra greindi
frá því á mánudaginn í viðtali við
Skessuhorn að Íslandi væri stund-
um haldið fyrir utan fundi og ráð-
stefnur um málefni hafsins vegna
hvalveiða.
Í apríl í fyrra sendi Barack
Obama Bandaríkjaforseti frá sér
tilskipun til ríkisstofnana þar
í landi þess efnis að hvalveiðar
Íslands skyldu sérstaklega skoðað-
ar og meðal annars yrði Ísland beitt
þrýstingi með því að Ísland yrði
sniðgengið þegar kemur að yfirlýs-
ingum, fundum og ráðstefnum um
málefni hafsins. - srs
Hafa reglulega gert athugasemdir við að Ísland sé ekki með í ráðum í málefnum norðurslóða:
Kalla sendiherra norðurslóðaríkja á teppið
SNIÐGANGA ÍSLAND Fréttablaðið greindi
frá yfirlýsingu ríkjanna fimm í gær.
Guðný Helga Herbertsdóttir,
deildarstjóri samskiptadeildar
Landspítalans, hvetur þær konur
sem telja möguleika á smiti til
að hringja í göngudeild smitsjúk-
dóma og óska eftir viðtali. „Það
er öllum svarað hratt sem leita
þangað og það er fullur trúnaður
um allt sem fer þar fram.“
➜ Öllum svarað hratt
FRÉTTABLAÐ
IÐ
/SKJÁSKO
T
DÓMSMÁL Nígerískur karlmaður
er grunaður um að hafa haft óvar-
in kynmök við íslenskar konur vit-
andi það að hann væri smitaður af
HIV-veirunni. Hann var úrskurð-
aður í gæsluvarðhald til 20. ágúst
í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.
Á annan tug kvenna eru á lista
yfir þá sem verið er að reyna að
hafa samband við vegna málsins.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins er að minnsta kosti ein
kona smituð.
Maðurinn er hælisleitandi og
hefur verið hér á landi í meira en
ár. Hann er talinn vera á þrítugs-
aldri en aldur hans hefur þó ekki
fengist staðfestur.
Við komu hans til landsins
dvaldi hann á Fit hostel. Hann býr
nú í Reykjavík.
Lögreglan rannsakar nú mál
mannsins í samstarfi við sótt-
varnalækni. Rannsóknin snýr
meðal annars að því að skoða
hvort fleiri konur kunni að hafa
haft samneyti við manninn og
hvort þær séu smitaðar.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins komst upp um málið eftir
að erlend kona, fyrrverandi kær-
asta mannsins, hafði samband
við íslenska stúlku sem hún vissi
að hann hefði átt í kynferðislegu
samneyti við. Stúlkan tilkynnti
um málið og rannsókn fór af stað.
HIV-veiran getur valdið alnæmi
en veiran brýtur niður ónæmis-
kerfi líkamans ef ekki koma til
lyf sem duga.
Í samtali við Fréttablaðið segir
Haraldur Briem, fráfarandi sótt-
varnalæknir, að líkurnar á því að
smitast af veirunni séu um einn á
móti tvö hundruð við einar sam-
farir. „Það getur
auðvitað alveg
gerst að maður
smitist eftir eitt
skipti.“
Haraldur
segir að í svona
tilfellum byrji
embætti sótt-
varnalæknis
á því að koma
smituðum einstaklingi í með-
ferð og í kjölfarið sé farið í það
að rekja mögulegar smitleiðir.
„Það þarf að hafa samband við
alla sem koma til greina. Ef allt
gengur vel, við finnum fólkið og
það sækir meðferð þá aðhöfumst
við ekkert frekar. Ef lögreglan
telur að eitthvað brotlegt hafi
átt sér stað þá hefst rannsókn.“
Verði maðurinn að lokinni rann-
sókn ákærður verður það í fyrsta
sinn hér á landi sem maður er
ákærður fyrir að smita aðra vís-
vitandi af HIV- veirunni.
nadine@frettabladid.is
VEÐUR
SJÁ SÍÐU 20
Hæg norðlæg eða breytileg átt. Skýjað að
mestu og lítilsháttar rigning á Norðaustur-
og Austurlandi. Í öðrum landshlutum má
búast við skúrum, einkum síðdegis, það er
helst að Breiðafjörður og Vestfirðir sleppi
við skúrirnar. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast
suðvestanlands en kaldast fyrir norðan.
Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400 Opið til kl. 16 á laugardag
VELDU
GRILL
SEM EN
DAST
OG ÞÚ
SPARA
R
Landmann gasgrill
Avalon 4ra brennara
18,7
KW
10
8
6
4
2
0
➜ Árstíðaleiðrétt
atvinnuleysi á
Norðurlöndum
■ Svíþjóð ■ Danmörk ■ Finnland
■ Noregur ■ Ísland
8,5%
4,8%
10%
4,2%
3,2%
Á annan tug kvenna
mögulega smitaðar
Karlmaður var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær grunaður um að hafa haft
óvarin kynmök við íslenskar konur vitandi það að hann væri smitaður af HIV-
veirunni. Að minnsta kosti ein kona er smituð. Sóttvarnalæknir rekur smitleiðir.
Í GÆSLUVARÐHALDI Maðurinn er grunaður um brot gegn hegningarlögum fyrir
að hafa af gáska eða á annan ófyrirleitinn hátt stofnað lífi eða heilsu annarra í aug-
ljósan háska. Hámarksrefsing fyrir slíkt brot er 4 ára fangelsi. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
HARALDUR
BRIEM
SPÁNN Atvinnuleysi á Spáni á
öðrum ársfjórðungi þessa árs var
talsvert minna en á þeim fyrsta
samkvæmt tölum frá hagstofu
landsins. Atvinnuleysi á öðrum
ársfjórðungi mældist 22,4 prósent
en 23,8 prósent á þeim fyrsta.
Atvinnuleysi á Spáni er þó
enn það næsthæsta í Evrópu-
sambandinu, einungis Grikkir búa
við meira atvinnuleysi.
Mariano Rajoy, forsætisráð-
herra Spánar, sagði tíðindin frá-
bær og sagði Spán hafa farið úr
því að valda helmingi atvinnuleys-
is Evrópusambandsins í það að
skapa helming nýrra starfa. - þea
Vinnuþátttaka eykst mjög:
Minna atvinnu-
leysi á Spáni
SKIPULAGSMÁL Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Aron Ólafsson, for-
maður Stúdentaráðs, tóku fyrstu skóflustungurnar að nýjum Stúdenta-
görðum í Brautarholti í gær.
Stefnt er að því að húsin verði tilbúin í ágúst 2016 og með framkvæmd-
unum er vonast til þess að svara eftirspurn stúdenta eftir viðráðanlegu
húsnæði. Um 800 námsmenn voru á biðlista að lokinni úthlutun síðastlið-
ið haust og búist er við álíka fjölda í ár.
Íbúðirnar verða 102 og eru hugsaðar fyrir barnlausa stúdenta. Reykja-
víkurborg hefur það að markmiði að byggja um 400 stúdentaíbúðir og
eru byggingarnar í Brautarholti mikilvægt skref í þeim efnum. - srs
Borgarstjóri og formaður SHÍ tóku fyrstu skóflustunguna:
Byggja 102 nýjar stúdentaíbúðir
SKÓFLURNAR
MUNDAÐAR
800 náms-
menn voru á
biðlista í fyrra
og búist er við
álíka fjölda
í ár.
FRÉTTABLAÐ
IÐ
/STEFÁN
2
3
-0
7
-2
0
1
5
2
1
:5
8
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
5
8
D
-5
2
D
4
1
5
8
D
-5
1
9
8
1
5
8
D
-5
0
5
C
1
5
8
D
-4
F
2
0
2
8
0
X
4
0
0
1
B
F
B
0
4
8
s
C
M
Y
K