Fréttablaðið - 24.07.2015, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 24.07.2015, Blaðsíða 20
FÓLK| þarf að taka þátt til þess að við getum raunverulega knúið fram þær breytingar sem verða að eiga sér stað.“ Dagskrá göngunnar verður með sama sniði og venjulega. „Gangan hefst kl. 14 við Hall- grímskirkju og á Austurvelli munu Jóhannes Kr. Kristjánsson, Sóley Tómasdóttir og Guðrún Katrín Jóhannesdóttir halda ræður. Auk þeirra munu hljóm- sveitirnar Mammút, Úlfur Úlfur, Friðrik Dór og Boogie Trouble stíga á svið. Því fleiri sem mæta þeim mun sterkari skilaboð sendum við út í samfélagið okkar um að við ætlum ekki að þagga niður í þeim sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi.“ Upplýsingar um Druslugönguna má finna á Facebook undir Drusluganga. FLJÓTLEGT KJÚKLINGASALAT FYRIR TVO TIL ÞRJÁ 3 kjúklingabringur 1 agúrka 1 box kirsuberjatómatar 1 poki spínat 2 litlar lárperur 1 krukka fetaostur 1 poki Doritos-snakk, appelsínugult 1 krukka teriyaki-sósa Bringur skornar í litla bita og þeir steiktir á pönnu. Þegar kjúklingurinn er tilbúinn er teriyaki-sósunni hellt yfir og steikt á pönnu í smá stund. Agúrka, tómatar og lárperur skorin í bita og sett í skál ásamt spínati. Kjúklingnum er hellt yfir og fetaost- inum bætt út í. Doritos-snakk mulið yfir og öllu blandað saman. HELGIN FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýs- endum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429 Hönnun: Silja Ástþórsdóttir NÝJAR ÚTSETNINGAR Mörg af þekktari lögum Bjarkar verða flutt á djassvísu um helgina í Norræna húsinu. MYND/VALLI Djasshópurinn 23/8 sló heldur betur í gegn í upphafi árs þegar hann stóð fyrir tónleikum í Norræna húsinu til heiðurs sænsku djasssöngkonunni Monicu Zetterlund. Næsta verkefni er enn metnaðarfyllra en um helgina verða haldnir tvennir tónleikar undir heitinu Björk- ologi, þar sem valin verða lög úr safni Bjarkar og þau útsett á djassvísu. Að sögn Stínu Ágústsdóttur, söngkonu sveitarinnar, verða flutt lög frá öllum plötum Bjarkar, frá Debut sem kom út árið 1993 og til Vulnicura sem kom út í ár. „Segja má að markmið okk- ar sé að kanna nýjar hliðar á fjölbreyttri og tilraunakenndri tónlist Bjarkar og um leið að útsetja lögin fyrir hefðbundinn djasskvartett þar sem einungis píanó, kontrabassi, trommur og rödd koma við sögu.“ Auk Stínu skipa þau Anna Gréta Sigurðardóttir, Leo Lind- berg og Emil Norman djass- hópinn en Leo er frá Svíþjóð og Emil frá Danmörku. Liðs- menn sveitarinnar eru góð blanda af reynslumiklum tón- listarmönnum og mjög efni- legum tónlistarmönnum. MÁ ÞETTA? Eftir vel heppnaða tónleika í upp- hafi árs vildi hópurinn grúska svolítið í tónlist eftir íslenska konu og eðlilega hafi nafn Bjarkar komið fyrst upp í hugann. „Fyrstu viðbrögð okkar voru þó að spyrja hvort slíkt mætti nokkuð. Hug- myndin var því skotin niður í upp- hafi en henni skaut alltaf upp aftur og aftur enda kitlaði hún svolítið tónlistarnördann í okkur. Ég ákvað því að hlusta á allar plöturnar hennar og gerði lagalista. Síðan hlustuðu hin og smátt og smátt fækkaði lögum á listanum. Áskor- unin varð eiginlega meira spenn- andi eftir því sem leið á verkefnið og áhugi fyrir tónlist Bjarkar óx hjá okkur öllum og virðing einnig, sem var þó mikil fyrir.“ Mörg af þekktari lögum Bjarkar verða flutt á tónleikum helgarinn- ar en þau eru að sögn Stínu oftar hefðbundnari í formi og auðveld- ari í meðferð fyrir djasskvartett. „Maður verður að kryfja lögin til mergjar og telja út og spá í hvað er laglínan og hvaða hljóma er hægt að spila svo að inntak lags- ins komist til skila.“ Gestir mega búast við nýjum hliðum á tónlist Bjarkar að sögn Stínu. „Við erum tvær stelpur í hljómsveitinni en það er nánast óþekkt í djassheiminum á Íslandi. Auk þess er Anna Gréta ein af ör- fáum kvendjasspíanóleikurum á landinu sem gerir þetta svolítið sérstakt, auk þess sem við erum að spila tónlist eftir konu sem er ein af flottustu fyrirmyndunum í tónlistarheiminum í dag. Tón- listaráhugamenn ættu ekki að láta þetta fram hjá sér fara. Þetta verða tónleikar í hæsta gæða- flokki!“ Tónleikarnar vera haldnir í Nor- ræna húsinu í kvöld og á morgun og hefjast kl. 20.00. Aðgangseyrir er 2.000 kr. Nánari upplýsingar má finna á vef Norræna hússins, þar sem hægt er að kaupa miða, og á Facebook-síðu djasshópsins (23/8) þar sem einnig er hægt að sjá upplýsingar um næstu tón- leika hans. MIKIL ÁSKORUN TÓNLEIKAR Djasshópurinn 23/8 heldur tvenna tónleika um helgina þar sem lög frá ferli Bjarkar Guðmundsdóttur verða útsett á djassvísu. SKRÁÐU ÞIG Í VILD! Fríðindakerfi fyrir áskrifendur 365 50% AFSLÁTTUR 50% AFSLÁTTUR 30% AFSLÁTTUR 30% AFSLÁTTUR 25% AFSLÁTTUR 40% AFSLÁTTUR af skyrtuhreinsun 7 KR. AFSLÁTTUR 50.000 KR. AFSLÁTTUR YFIR FERÐIR Á BETRA VERÐI Allir áskrifendur sjónvarps- eða fjarskipta- þjónustu 365 fá nú sjálfvirkan afslátt hjá fjölda fyrirtækja og verslana án þess að þurfa að biðja um hann. Það eina sem þarf að gera er að skrá greiðslukort fjölskyldunnar í VILD á 365.is. skráðu þig á365.is 30.000 KR. AFSLÁTTUR af golfferð til Flórída með Trans Atlantic 2 3 -0 7 -2 0 1 5 2 1 :5 9 F B 0 4 8 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 8 D -7 F 4 4 1 5 8 D -7 E 0 8 1 5 8 D -7 C C C 1 5 8 D -7 B 9 0 2 8 0 X 4 0 0 6 A F B 0 4 8 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.