Fréttablaðið - 24.07.2015, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 24.07.2015, Blaðsíða 24
4 • LÍFIÐ 24. JÚLÍ 2015 Sigga Dögg blaðamaður siggadogg@365.is H elga Lilja er fatahönnuð- urinn að baki merkinu Helicopter sem hefur prýtt ófáar glæsikon- ur hér á landi. Helga er útskrifaður fatahönnuður frá Listaháskóla Íslands en námið þótti henni mikil áskorun. „Ég var svo ung þegar ég var í Listahá- skólanum og þar er mikið verið að rífa mann niður en einnig byggja mann upp en ég held að ég hafi aðal lega tekið á móti niðurrifinu,“ segir Helga þegar hún lítur til baka. „Það tekur tíma og þroska að finna hver maður er sem hönn- uður og á þessum tímapunkti þá átti ég erfitt með að finna mig og standa með mér,“ segir Helga og bætir við að hún hafi verið eini nemandinn úr hennar hópi sem ekki ætlaði að vera með eigið fata- merki. „Þetta er svo mikið hark og ég vissi það áður en ég kláraði skólann svo ég stefndi alltaf á að vinna hjá öðrum,“ segir Helga. Fatahönnun er hark Það var svo þegar Heiða úr Nikita keypti sér peysu sem Helga hafði saumað að spennandi tækifæri bankaði upp á, en þá var Helga verslunarstjóri í Trilogiu. „Heiða bauð mér starf sem hönnuður hjá Nikita og það var algjör draum- ur, enda frábært að starfa þar,“ segir Helga og segir tímann hafa verið lærdómsríkan. „Ég lærði svo margt um viðskiptin á bak við það að vera hönnuður þegar ég starf- aði hjá þeim og það var ómetan- legt til að gefa mér sjálfstraustið og þekkinguna til að fara almenni- lega af stað með Helicopter,“ segir Helga. Helicopter hefur svo sannarlega farið vel af stað en fimm ár eru síðan Helga Lilja tók stökkið út í djúpu laugina. „Að segja að þetta sé blóð, sviti og tár nægir engan veginn til að lýsa því hvernig það er að vera fatahönnuður því þetta er hark, alla daga og alltaf, og oft stendur maður aleinn með sigrana og sorgina og það tekur á,“ segir Helga Lilja. „Ég hef fjórum sinn- um ætlað að hætta, bara gefast upp og sleppa þessu öllu saman, en svo ákveð ég alltaf að gefa þessu smá meiri tíma,“ segir Helga sem sér ekki eftir því enda eru flíkurn- ar mjög eftirsóttar. Helga er einn- ig einn eigenda tískuverslunarinn- ar Kiosk, sem selur eingöngu flík- ur eftir vel valda íslenska hönnuði. „Það að fá að taka þátt í Kiosk er ómetanlegt fyrir mig og hönnuð- irnir þar eru svo klárir og gaman að vera hluti af svona frjóu teymi af snillingum,“ segir Helga Lilja af ákafa með glampa í augum. Ástin á Airwaves Helga Lilja býr í Berlín ásamt ást- manni sínum, tónlistarmannin- um Stephan Stephensen, fyrr- verandi GusGus-meðlimi. Helga Lilja segir ástina hafa læðst upp að sér þegar hún átti síst von á henni. „Ég var ein á göngu í mið- bænum, eitthvað sem gerist aldrei því maður er í raun aldrei einn á djamminu, en þarna var ég á leið að sjá uppáhaldshljómsveit- ina mína á Airwaves þegar ég mæti honum,“ segir Helga Lilja, sem neitar því ekki að fiðrild- in hafi farið af stað. Það sem ger- ist næst er klippt beint úr róman- tískri bíómynd. „Stebbi er í sím- anum og við mætumst þarna, bæði ein, og þegar hann sér mig þá bara slekkur hann á símanum í miðju samtali og spyr hvert ég sé að fara og hvort hann megi koma með,“ segir Helga Lilja og skellir upp úr. Helga segir að Stebbi hafi haft augastað á sér og þarna hafi örlögin loksins ýtt þeim saman. „Eftir þrjá daga spurði hann hvort ég vildi byrja með honum,“ segir Helga brosandi og segir sagan okkur það að ekki stóð á jákvæðu svari. BLÓÐ, SVITI OG TÁR Bæjarlind 6 • S. 554 7030 Við erum á Facebook Buxur Bolir Túnikur Kjólar Mussur Jakkar 30 - 50% afsláttur Nýtt kortatímabil ÚTSALA - ÚTSALA ÚTSALA - ÚTSALA ÚTSALA - ÚTSALA ÚTSALA - ÚTSALA ÚTSALA - ÚTSAL ÚTSALA - ÚTSALA ÚTSALA - Ú TSAL ÚTSALA - ÚTSALA ÚTSALA - Ú TSAL ÚTSALA - ÚTSALA ÚTSALA - Ú TSAL ÚTSALA - ÚTSALA ÚTSALA - Ú TSAL ÚTSALA - ÚTSALA ÚTSALA - Ú TSAL ÚTSALA - Ú TSALA ÚTSALA - Ú TSAL ÚTSALA - ÚTSALA ÚTSALA - ÚTSALA ÚTSALA - ÚTSALA ÚTSALA - ÚTSALA ÚTSALA - ÚTSALA ÚTSALA - ÚTSALA ÚTSALA - ÚTSALA ÚTSALA - Ú TSALA ÚTSALA - ÚTSALA ÚTSALA - ÚTSALA ÚTSALA - ÚTSALA ÚTSALA - ÚTSALA ÚTSALA - ÚTSALA ÚTSALA - Ú TSALA ÚTSALA - ÚTSALA ÚTSALA - ÚTSALA ÚTSALA - ÚTSALA ÚTSALA - ÚTSALA ÚTSALA - Ú TSALA ÚTSALA - ÚTSALA ÚTSALA - ÚTSALA ÚTSALA - Ú TSALA ÚTSALA - ÚTSALA ÚTSALA - ÚTSALA ÚTSALA - Ú TSALA ÚTSALA - ÚTSALA ÚTSALA - ÚTSALA ÚTSALA - Ú TSALA ÚTSALA - ÚTSALA ÚTSALA - ÚTSALA ÚTSALA - Ú TSALA ÚTSALA - ÚTSALA ÚTSALA - ÚTSALA ÚTSALA - Ú TSALA ÚTSALA - ÚTSALA A ÚTSALA - ÚTSALA A ÚTSALA - ÚTSALA A ÚTSALA - ÚTSALA A ÚTSALA - ÚTSALA A ÚTSALA - ÚTSALA A ÚTSALA - ÚTSALA A ÚTSALA - ÚTSALA ÚTSALA - ÚTSALA ÚTSALA - ÚTSALA ÚTSALA - ÚTSALA ÚTSALA - ÚTSALA 2 3 -0 7 -2 0 1 5 2 1 :5 8 F B 0 4 8 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 8 D -5 7 C 4 1 5 8 D -5 6 8 8 1 5 8 D -5 5 4 C 1 5 8 D -5 4 1 0 2 8 0 X 4 0 0 2 A F B 0 4 8 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.