Fréttablaðið - 24.07.2015, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 24.07.2015, Blaðsíða 25
LÍFIÐ 24. JÚLÍ 2015 • 5 „Ég hef fjórum sinnum ætlað að hætta, bara gefast upp og sleppa þessu öllu saman en svo ákveð ég alltaf að gefa þessu smá meiri tíma“ Þau eru ævintýragjörn og ferðast saman um allan heim auk þess að sigla um á skútu sem Stebbi á ásamt vinum sínum. Lífið er samt ekki eitt stórt teiti því bæði eru þau sjálfstætt starf- andi listamenn. „Það getur verið erfitt að samstilla sig þegar við erum bæði heima að vinna því ég er stundum ekki í stuði og fer að trufla hann en þá er hann á fullu og öfugt svo við höfum lært að það er betra að vera með vinnustofu, með öðru fólki líka,“ segir Helga Lilja og leggur áherslu á mikil- vægi þess að komast út af heim- ilinu til að vinna. Blómin í Berlín Það var fyrir tveimur árum, á köldum vetrardegi, sem Helga Lilja fékk nóg. „Maður er alltaf að berjast við eitthvað brjálað veður og ég kom heim eitt kvöld- ið og bara gargaði á Stebba að nú hefði ég fengið nóg, ég vildi flytja og það strax,“ segir Helga Lilja ákveðin. Það stóð ekki á Stebba sem pakkaði niður í tösku og fann fyrir þau hús í litlum bæ í Frakk- landi. „Þetta var einmitt það sem ég, og hann, þurftum á að halda, bara að vera að dúllast í litlu þorpi þar sem var hlýtt og nota- legt og við gátum bara notið þess að vinna í friði og vera saman,“ segir Helga Lilja. Það var svo brúðkaup í Hamborg sem tældi þau til Berlínar. „Æ, við hugsuð- um bara að fyrst við vorum hvort sem er að fara þangað í brúðkaup þá gætum við allt eins flutt svo við þyrftum ekki að kaupa annan flugmiða seinna meir,“ segir Helga Lilja og sér sko aldeilis ekki eftir því í dag. „Lífið í Berlín er frábært, það eru allir svo slakir og rólegir og maturinn er frábær, svo ekki sé talað um að þar er ódýrara að lifa,“ segir Helga sem sér ekki fyrir sér flutninga heim til móðurlandsins í náinni framtíð. Tískuveldi verður til Það er margt spennandi á döf- inni hjá Helgu Lilju og þegar hún er spurð hvert Helicopter stefn- ir þá vantar ekki stóru orðin. „Mig dreymir um að Helicopter verði tískuveldi þar sem margar ólík- ar línur og merki eru framleidd undir sama yfirmerkinu,“ segir Helga Lilja sem hefur nú þegar tekið skrefin í átt að slíku mark- miði. „Ég er að byrja með nýtt merki, HCPTR by Helicopter, og verður það fínni lína en svo lang- ar mig líka að gera barnalínu og ég er í alls konar samstarfi með ólíkum listamönnum,“ segir Helga Lilja og glottir. Hún má ekki greina frá öllu en getur þó gefið nokkra mola. „Ég er að hanna munstur upp úr teiknimyndunum hans Hugleiks Dagssonar og það er mjög spennandi og skemmti- legt,“ segir Helga. Hún er einnig í samstarfi við ástmann sinn. „Við erum með stórar og miklar peys- ur sem kallast „Bið að heilsa niðrí Slipp“ en við erum að skoða næstu línu og það er bara mjög gaman að vinna svona saman.“ Þá átti Helga Lilja í samstarfi við fyrrverandi kærasta sinn, Halldór Ragnars- son, og saman komu þau með flík- ur undir heitinu „Við hittumst allt- af aftur“. Það er því margt á döf- inni hjá þessari ungu konu og ef lesendur vilja kynna sér nánar flíkurnar hennar þá fást þær í Kiosk á Laugaveginum. MYNDAALBÚMIÐ Helga og Stebbi skarta fallegu peysunum sem þau unnu saman, Parið hefur verið duglegt að ferðast og hér er Helga Lilja í kastala í Carcas- sonne í Frakk- landi og um borð í skútunni sem Stebbi á ásamt vinafólki. BY mótunarlínan er frá Framesi Milanó. Fæst eingöngu á hárgreiðslustofumwww.harogsmink.is VOLUMIZING DRY SHAMPOO 2 3 -0 7 -2 0 1 5 2 1 :5 8 F B 0 4 8 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 8 D -5 7 C 4 1 5 8 D -5 6 8 8 1 5 8 D -5 5 4 C 1 5 8 D -5 4 1 0 2 8 0 X 4 0 0 2 A F B 0 4 8 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.