Fréttablaðið - 24.07.2015, Blaðsíða 18
24. júlí 2015 FÖSTUDAGUR| TÍMAMÓT | 18TÍMAMÓT
HANNES PÁLSSON
bankamaður,
Sólheimum 42, Reykjavík,
lést fimmtudaginn 23. júlí. Útförin verður
auglýst síðar.
Guðrún Hannesdóttir Þorbjörn Broddason
Kristín Hannesdóttir Nicholas Groves-Raines
Halla Hannesdóttir Vífill Magnússon
Páll H. Hannesson Liv Jorunn Seljevoll
Pétur H. Hannesson Erla Dís Axelsdóttir
og fjölskyldur.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
EÐVARÐ JÓNSSON
áður til heimilis að Byggðavegi 148,
Akureyri,
lést á heimili sínu þriðjudaginn 21. júlí.
Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju
fimmtudaginn 30. júlí klukkan 13.30.
Viðar Örn Eðvarðsson
Margrét Dóra Eðvarðsdóttir Arnar Guðmundsson
Edda Rut Eðvarðsdóttir Ríkarður Bergstað Ríkarðsson
Jón Eðvarð Viðarsson
Auður Berglind Arnarsdóttir
Gunnþórunn Sól Ríkarðsdóttir
Elena María Ríkarðsdóttir
Brynhildur Lára Ríkarðsdóttir
Okkar elskulegi faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
EMIL GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON
sjómaður og bóndi,
lést þann 22. júlí á Dvalarheimili Seljahlíðar.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Pálína Guðný Emilsdóttir Guðlaugur Fr. Sigmundsson
Kristín Aðalheiður Emilsdóttir Ólafur Vilhjálmsson
Margrét Sigríðardóttir Helgi Pétur Guðjónsson
Guðmundur Jóhann Emilsson Mária Kamál Gordonsdóttir
Sigurður Freyr Emilsson Hanna Rut Jónasdóttir
Magnúsína Ósk Eggertsdóttir
og barnabörn.
MERKISATBURÐIR
1896 Fjórar
nunnur koma til
Íslands með póst-
skipinu Lauru
og setjast að í
Reykjavík til þess
að hjúkra sjúkum.
Þær eru nokkurs
konar fylgisveit
hinnar kaþólsku
trúboðsstofnun-
ar í Landakoti. Á
Íslandi höfðu þá
ekki verið starf-
andi nunnur síðan
fyrir siðaskipti.
1956 Ríkisstjórn Framsóknar, Alþýðubandalags og Alþýðuflokks
sest að völdum og situr í tvö ár undir forsæti Hermanns Jónas-
sonar. Menntamálaráðherra er Gylfi Þ. Gíslason og heldur hann
því embætti í öllum ríkisstjórnum í 15 ár.
1961 Júrí Gagarín, fyrsti geimfari veraldar, kemur við á Kefla-
víkurflugvelli á leið sinni til Kúbu, skömmu eftir að hann fór í
fyrstu geimferðina.
1982 Á Skeiðarársandi finnst skipsflak sem í fyrstu er talið vera
flak gullskipsins Het Wapen van Amsterdam, sem fórst þar árið
1667. Í ljós kemur að flakið er af þýskum togara frá árinu 1903.
„Það er hellingur í boði bæði fyrir
heimamenn og gesti í Skagafirði, það
eru bara ekki allir sem vita af því.
Mig langaði að bæta úr því,“ segir
Sóley Björk Guðmundsdóttir þjóð-
fræðingur og heilinn bak við forritið
Lifandi landslag. „Hugmyndin spratt
fram í atvinnuviðtali þegar ég var
spurð hvernig hægt væri að nota þjóð-
fræði í ferðaþjónustu,“ segir hún og
telur Skagafjörð fyrsta héraðið á land-
inu sem komi fram með slíkt alhliða
þjónustu- og afþreyingarforrit.
Sóley er fædd og uppalin á Sauð-
árkróki en ættuð utan af Skaga. Nú
býr hún á höfuðborgarsvæðinu en er
greinilega holl gömlu heimabyggð-
inni í huga. „Skagafjörður er sögu-
ríkt svæði. Þar gerist Grettissaga að
stóru leyti og Sturlunga líka og þegar
Jón Árnason safnaði saman þjóðsög-
unum varð honum vel ágengt í Skaga-
firði, þannig að úr mörgu var að velja
fyrir mig.“
Hún segir fólk sjá nákvæmlega
á korti hvar sögurnar gerast. „Fólk
stendur í Varmahlíð og lítur til Glóða-
feykis meðan það fræðist um atburði
tengda honum eða á hlaðinu á Reyni-
stað og hlustar á sögur af útilegu-
mönnum sem bjuggu í helli í fjallinu
fyrir ofan. Þannig varð titillinn til,
sögurnar gæða landið lífi.“
Sögurnar eru bæði til lestrar og
hlustunar. Þær sem hægt er að hlýða
á eru á nútímatalmáli að sögn Sól-
eyjar. En er hún með einhverjar úr
samtímanum? „Já, aðeins. Ein þeirra
er til dæmis frá 1978 um vegagerð í
Hegranesi þar sem allt gekk á aftur-
fótunum og öll tæki biluðu þegar átti
að sprengja veginn í gegnum klöpp en
samningar náðust við huldufólkið.“
Sóley kveðst ætla að búa til sérstakt
forrit fyrir skólana í Skagafirði, því
bæði Íslendingasögurnar og þjóðsög-
urnar tengist námskránni. „Ég held
að sögurnar veki meiri áhuga þegar
krakkarnir geta tengt þær beint við
umhverfið í kringum sig. Það gerir
landið verðmætara í augum þeirra og
ef fólk er ánægt með heimabyggðina
þá hefur það áhrif á sjálfsmynd þess.“
Hún tekur fram að forritið kosti
ekkert og því sé tilvalið fyrir sem
flesta að sækja það. „Fólk þarf ekki að
vera í Skagafirði til að setja það inn,
ef það er með slökkt á staðsetning-
unni. Ég var með tvær ungar frænk-
ur frá Danmörku í heimsókn nýlega
og þær voru bara með forritið í gangi
hér í Reykjavík að hlusta á skagfirsk-
ar draugasögur.“
gun@frettabladid.is
Sögur gæða landið lífi
Smáforritið Lifandi landslag leiðir notendur um Skagafj örð með hjálp þjóðsagna og forn-
sagna og fræðir þá um nútímann í leiðinni. Sóley Björk Guðmundsdóttir er höfundurinn.
HÖFUNDURINN „Hugmyndin spratt fram þegar ég var spurð hvernig hægt væri að nota þjóðfræði í ferðaþjónustu,“ segir Sóley Björk, sem
vann forritið upp úr MA-verkefni sínu í Hagnýtri menningarmiðlun við H.Í. MYND/ÚR EINKASAFNI
SKJÁSKOT Hér er sýnishorn af heimasíðunni lifandilandslag.is.
Flytjendur á tónleikum í Akureyrar-
kirkju á sunnudaginn eru fiðluleikar-
arnir Marie Rouquié og Gabriel Gros-
bard, sellóleikarinn Steinunn Arnbjörg
Stefánsdóttir og virginalistinn Joseph
Rassam. Þau kalla sig Corpo di Stru-
menti og munu leika fiðlusónötur tékk-
nesk-austurríska tónskáldsins Hein-
rich Ignaz Franz von Biber.
Gabriel, Marie, Joseph og Steinunn
eru öll búsett í Frakklandi. Þau komu
úr tveimur áttum, frá Lyon og París, og
sameinuðust á orgelverkstæði í Alsace
til að kljást við fiðlusónötur Bibers.
Síðan hafa þau leikið þær í þrígang
austast og vestast í Frakklandi og nú
liggur leið þeirra um Ísland áður en
Frakklandsævintýrið heldur áfram.
Tónleikarnir á sunnudaginn eru
þeir síðustu í röðinni Sumartónleikar í
Akureyrarkirkju og hefjast klukkan 17.
- gun
Innblásin af tónskáldinu Biber
Tónleikarnir Rósinkrans verða í Akureyrarkirkju nú á sunnudaginn, 26. júlí.
FIÐLULEIKARAR Gabriel Grosbard og
Marie Rouquié eru helmingur kvartettsins
Corpo di Strumenti.
2
3
-0
7
-2
0
1
5
2
1
:5
9
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
5
8
D
-8
4
3
4
1
5
8
D
-8
2
F
8
1
5
8
D
-8
1
B
C
1
5
8
D
-8
0
8
0
2
8
0
X
4
0
0
6
B
F
B
0
4
8
s
C
M
Y
K