Fréttablaðið - 24.07.2015, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 24.07.2015, Blaðsíða 26
6 • LÍFIÐ 24. JÚLÍ 2015 Ég hef fjórum sinnum orðið ólétt en ég á aðeins tvö börn. Ég hef einu sinni misst fóstur og einu sinni farið í fóstureyðingu. Það er, af alls konar ástæðum, ótrúlega erf- itt að skrifa þetta opinberlega en samt þykir mér það svo nauðsynlegt. Ef það er eitthvað sem ég vil afreka á mínum starfsferli þá er það að létta á tabúum og þau eru ansi mörg í tengslum við þungun. Það er tabú að tala um að reyna að eignast barn. Það er tabú að segja á stefnumóti að þig langi í börn. Það er tabú að segja of snemma (lesist, fyrir tólftu viku) frá þungun. Það er tabú að fara í fóstureyðingu. Það er tabú að vera ekki viss hver næstu skref eru þegar þvagið drýpur af prófinu. Það er tabú að vera óviss hver pabbinn er. Það er tabú að syrgja fóstur sem þú misstir. Það er tabú að fá að- stoð við frjóvgun. Það er tabú að ætla ekki í hnakkaþykktarpróf. Það er tabú að geta ekki getið barn. Það er tabú að vilja ekki eign- ast barn. Það er tabú að móðurhlutverkið sé drulluerfitt. Tengist þungun samförum? Þetta er allt svo þungt og mikið tabú en ég segi stopp. Ég nenni þessu ekki. Mig lang- ar að við getum leitað stuðnings til okkar fólks, hvort sem það er í gleði eða sorg. Þungun er flókið líffræðilegt ferli sem setur allar tilfinningar í algjöra flækju og heldur viðkomandi í gíslingu þann tíma sem hún stendur yfir. Það þarf að taka alls konar ákvarðanir en samt má eiginlega ekki ræða þessar ákvarðanir við neinn nema í hálf- um hljóðum, falið hvísl í heimahúsi. Góð vin- kona mín stakk því að mér að það gæti verið vegna þess að þetta tengist samförum á einn eða annan hátt. Er það virkilega? Þegar fólk ræðir barneignir, sér það þá fyrir sér hvort hún hafi verið ofan á eða hann fyrir aftan eða hvað? Það getur ekki verið svarið. Eða að hann hitti alltaf í vitlaust gat og þess vegna sé ekkert barn komið? Eða gera þau það ekki nógu oft? Eða það að þú sért kæru- laus, kunnir ekki á getnaðarvarnir eða sért jafnvel, gúlp, drusla? Hlustaðu af hlýju og kærleika Fólk hefur alls konar skoðanir á öllum málum undir sólinni en þegar það kemur að þessu máli – nennirðu að sýna samúð, stuðning og skilning? Nennir þú að skilja fordóma þína eftir í eigin heila og hlusta með opnu hjarta og heyra það sem viðkomandi gengur í gegnum, hvort sem það er hamingja eða hjarta- sorg? Og spyrðu. Leyfðu þér að teygja þig eftir viðkomandi og spyrja hvern- ig honum eða henni líður og hver stað- an er. Þegar við sýnum hvert öðru kær- leika og þolinmæði þá verður heimur- inn betri og við hættum að burðast með einhver óþarfa aukakíló skammar, sam- viskubits og sorgar. KREMJUM ÓLÉTTUTABÚIN Nennir þú að skilja fordóma þína eftir í eigin heila og hlusta með opnu hjarta... Ef þú hefur spurningu um kyn- líf þá getur þú sent Siggu Dögg póst og spurningin þín gæti birst í Fréttablaðinu. sigga@siggadogg.is VILTU SPYRJA UM KYNLÍF? Ef leitast er eftir því að minnka sykurinn þá er þjóðráð að kíkja á innihaldslýsingar á aðkeyptum sósum, oftar en ekki er sykur þriðja eða fjórða hráefnið í slíkum vörum. Gott dæmi um slíka sósu er majónes. Nú eru margir á faraldsfæti um landið og eflaust eitt salat eða sósa með í för sem inniheldur majónes. Það að ferðast um landið þarf ekki að þýða óhollusta þó að löngun í kremað salat geri vart við sig. Það er leikur einn að hræra saman heima- gert majónes, án alls sykurs og annarra sætuefna. Hér er uppskrift að heimagerðu majónesi fengin á vefsíðunni Vino- tek. Innihald: 3 egg 2 vænar msk. Dijon-sinnep – má sleppa 6 dl matarolía Safi úr hálfri sítrónu (u.þ.b. 0,5 dl) Salt og pipar Aðferð Setjið egg og sinnep í mat- vinnsluvél og hrærið vel saman. Hellið olíunni smám saman út í og látið vélina þeyta allan tím- ann. Blandan fer að þykkna mjög hratt. Bætið sítrónu- safanum út í. Bragðið til með salti og pipar. Geymist í kæli í loftþéttri krukku. HENT Í HEIMA- GERT MAJÓNES Matarvísir 2 3 -0 7 -2 0 1 5 2 1 :5 8 F B 0 4 8 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 5 8 D -5 C B 4 1 5 8 D -5 B 7 8 1 5 8 D -5 A 3 C 1 5 8 D -5 9 0 0 2 8 0 X 4 0 0 2 B F B 0 4 8 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.