Fréttablaðið - 24.07.2015, Blaðsíða 28
Lífi ð
HEIMASÍÐAN MOTHEREARTHLIVING.COMSMÁFORRIT
Í Vivino-appinu finnurðu allt um
vínið og meira til. Þú hleður niður
forritinu og tekur mynd af miðan-
um á flöskunni. Appið finnur fyrir
þig upplýsingar um vínið, svo sem
einkunn og úr hverju það er búið
til. Þú getur svo safnað myndum í
þína möppu og raðað eftirlætisvín-
unum þínum upp að vild.
Allt um vínið
Vivino
Nú eru eflaust margir á hnjánum
að sinna gróðrinum en ef þig skort-
ir þekkingu eða langar að gera
alla fingur handanna græna þá
hefur þessi vefsíða ráð um hvað-
eina. Hér er fjallað um allt það
helsta sem tengist gróðurrækt og
finna má ótakmarkað af alls kyns
ráðum og tillögum svo garður-
inn beri ávöxt, og grænmeti, sem
aldrei fyrr.
Allt um garðræktina
gardenknowhow
Gayla er ung kona sem hefur
byggt heilt samfélag áhugafólks
um gróðurrækt, blóm og plöntur,
og deilir með lesendum alls kyns
uppskriftum og ráðum um hvern-
ig megi nýta blóm, jurtir og ávexti
til neyslu. Hún leggur áherslu á líf-
ræna ræktun og ættu áhugasam-
ir um velferð náttúrunnar og eigin
heilsu að fylgjast með þessari síðu.
Tíndu blóm
yougrowgirl
Móðir Jörð gefur ráð
Ef þú vilt snúa þér að heilbrigðari
lausnum í mataræði, snyrtivörum og
hreingerningu þá er þessi vefsíða
heill hafsjór af fróðleik. Hér má sjá
myndbönd af því hvernig má búa til
sína eigin sápu, og í raun allar helstu
snyrtivörur, úr handtíndum jurtum úr
nánasta umhverfi auk fjölda matar-
uppskrifta. Þá má einnig finna góð
ráð við garðræktina og ábendingar
um skaðleg efni í tilbúnum vörum og
hvernig megi skipta út skaðlegu fyrir
skaðlaust. Bættu þessari við í vefrúnt-
inn þinn og bæði heilsa og heimili
munu blómstra.
Hér má finna alls kyns smart og
lekkerar útfærslur á garðinum og
hvernig megi koma grænu að í
íbúðinni. Einnig má finna tillögur
að blómaskreytingum og uppskrift-
um og er í raun ekkert sem nokk-
ur blóm og strá úr garðinum geta
ekki leyst. Þú getur einnig deilt
þínum myndum með því að merkja
myndina gardenista eða leita að
fleirum með því leitarorði.
Garðurinn gerður smart
gardenista_sourcebook
Sumarlífið eru nýir þættir á Vísi þar sem Davíð Arnar Oddgeirsson og Ósk Gunnarsdóttir flytja
okkur fréttir af öllum heitustu menningarviðburðum sumarsins. Skemmtileg viðtöl, kíkt á
bak við tjöldin og hressandi umfjöllun um allt það áhugaverðasta í menningarlífinu.
Fylgstu með Sumarlífinu á Vísi í allt sumar.
RÁÐLAGÐUR SKAMMTUR AF FERSKRI MENNINGU
Vísir.is er hluti af
L Í F I Ð
2
3
-0
7
-2
0
1
5
2
1
:5
8
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
5
8
D
-7
0
7
4
1
5
8
D
-6
F
3
8
1
5
8
D
-6
D
F
C
1
5
8
D
-6
C
C
0
2
8
0
X
4
0
0
4
B
F
B
0
4
8
s
C
M
Y
K