Fréttablaðið - 24.07.2015, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 24.07.2015, Blaðsíða 19
Hreinsum allan útivistarfatnað Hreinsun - Þvottahús - Dúkaleiga Háaleitisbraut 58-60, 108 Rvk - Sími 5531380 ALLIR MEÐ „Því fleiri sem mæta þeim mun sterkari skila- boð sendum við út í samfélagið okkar,“ segja tveir af skipuleggjendum Druslugöngunnar, María Rut Kristinsdóttir og Ingileif Friðleifsdóttir. MYND/VALLI Árleg Drusluganga fer fram á morgun, laugardag, en markmið hennar er að sýna þolendum kynferðisofbeldis stuðning með því að vísa ábyrgðinni þangað sem hún á heima; til gerendanna. Druslugangan var fyrst gengin árið 2011. Þátttakend- ur ganga frá Hallgrímskirkju niður á Austurvöll þar sem fjölbreytt dagskrá og ræðuhöld taka við. Meðal þeirra sem koma að skipu- lagi Druslugöngunnar í ár eru María Rut Kristinsdóttir, markaðsstjóri hjá GOmobile, og Ingileif Friðleifsdóttir, blaðamaður hjá mbl.is. Mikið ann- ríki hefur verið hjá þeim undanfarnar vikur því auk skipulags göngunnar eru þær í kefjandi störfum, vinna við ýmis aukaverkefni í frítíma sínum ásamt því að eiga fjörugan átta ára gamlan strák, Þorgeir Atla. AUÐVELT KJÚKLINGASALAT Vegna mikilla anna þurfa þær oft að vera fljótar að elda matinn en þegar tími gefst til þykir þeim þó gott að gefa sér góðan tíma við eldamennskuna og prófa sig áfram með ýmsar nýjungar. „Okkur þykir því viðeigandi að gefa lesendum uppskrift að kjúklingasalatinu okkar sem við gerum oft og tekur ekki langan tíma að undirbúa,“ segir María Rut. FRÁBÆR HÓPUR Þetta er í fyrsta skiptið sem Ingi- leif kemur að skipulagi Druslu- göngunnar en María Rut hefur starfað við skipulag hennar síðan 2013. „Þetta er frábær hópur af klárum og skemmtileg- um einstaklingum sem brenna fyrir málstaðinn og vinna í sjálf- boðavinnu. Það er svo gaman að vinna að svona verkefni þegar allir eru hundrað prósent sammála um markmið þess. Druslugangan hefur farið úr því að vera 2.000 manna ganga fyrsta árið yfir í 11.000 manna göngu í fyrra og við ætlum okkur að a.m.k. tvöfalda þá tölu í ár,“ segir Ingileif. ÖLL Í SAMA LIÐI Báðar eru sammála um að miklar breytingar hafi orðið í samfélaginu undanfarin ár gagnvart Druslugöngunni. „Við erum öll í sama liði og það er svo auðvelt að fá alla til að taka þátt því við gerum þetta ekki ein. Samfélagið STERK SKILABOÐ DRUSLUGANGAN Tveir af skipuleggjendum Druslugöngunnar gefa lesendum uppskrift að fljótlegum kjúklingarétti. Búist við metþátttöku á morgun. GOTT SALAT Þær María Rut og Ingileif bjóða upp á salat með kjúklingi, tómötum og fleira góðgæti. LITRÍKIR DAGAR Á HÚSAVÍK Mærudagar standa nú yfir á Húsavík en hátíðin fer fram síðustu helgina í júlí ár hvert. Margt er gert til að flikka upp á bæinn þessa daga, til dæmis með margvíslegum litum. Mærudagar eru eins konar upp- skeruhátíð lista- og menningarlífs. 2 3 -0 7 -2 0 1 5 2 1 :5 9 F B 0 4 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 5 8 D -8 4 3 4 1 5 8 D -8 2 F 8 1 5 8 D -8 1 B C 1 5 8 D -8 0 8 0 2 8 0 X 4 0 0 6 B F B 0 4 8 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.