Fréttablaðið - 24.07.2015, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 24.07.2015, Blaðsíða 36
24. júlí 2015 FÖSTUDAGUR| MENNING | 24 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Tónleikar 11.00 Íslensk tónlistarsaga í tali og tónum í Hannesarholti. Gerður Bolla- dóttir sópran ásamt píanóleikaranum Júlíönu Rún Indriðadóttur sem einnig er kynnir. Tónleikarnir eru tveir talsins, þeir fyrri á ensku og þeir seinni, sem hefjast klukkan 13.00, á þýsku. Miða- verð er 2.000 krónur. 14.00 Klassísk sellóverk í flutningi Ásdísar Arnardóttur á selló og Jóns Sigurðssonar á píanó í tónleikasalnum Hömrum í Menningarhúsinu Hofi í kvöld. Flutt verða klassísk sellóverk eftir Jórunni Viðar og fleiri íslenskar konur. Miðaverð er 2.900 krónur. 17.00 Sætabrauðsdrengirnir Gissur Páll Gissurarson, Bergþór Pálsson, Hlöðver Sigurðsson og Viðar Gunnarsson syngja dægurlög úr ýmsum áttum og frá ýmsum tímabilum í Fáskrúðsfjarðar- kirkju. Tvennir tónleikar verða í kvöld og þeir seinni hefjast klukkan 20.00. Miðaverð er 3.900 krónur. 20.00 Karlakórinn Heimir syngur á opnunartónleikum Reykholtshátíðar í Reykholtskirkju í Borgarfirði. Kórinn mun flytja úrval íslenskra og erlendra laga undir stjórn Stefáns R. Gíslasonar. Hátíðarpassi á 9.000 krónur og miði á staka tónleika 3.500 krónur. 20.00 Hljómsveitirnar Æla, Nolo og Wesen spila á tónleikum á Boston í kvöld. Aðgangur ókeypis. 20.00 Tilraunaverkefni djasshópsins 23/8, Björkologi leikur vel valin lög úr safni Bjarkar Guðmundsdóttur og útsetur á djassvísu í Norræna húsinu í kvöld. Miðaverð er 2.000 krónur. 20.00 Olga Vocal Ensemble syngur á tónleikum í Djúpa- vogskirkju í kvöld. Klassísk tónlist mætir vinsælum dægurlögum. Miðaverð 2.500 krónur og 1.500 krónur. 21.00 Arnljótur Sigurðs- son spilar nýja takt- drifna raftónlist í bland við eldra efni í Mengi í kvöld. Miðaverð er 2.000 krónur. 22.00 Valdimar spilar á tónleikum á Græna hattinum á Akureyri. Miðaverð er 3.000 krónur. 22.00 Eyfi spilar á tónleikum á Kaffi Rauðku á Siglufirði í kvöld ásamt Þóri Ólafssyni. Miðaverð er 2.500 krónur og aldurstakmark 18. ár. 22.00 Teitur Magnússon heldur tón- leika á Dillon í kvöld. Miðaverð er 500 krónur. 22.30 Hljómsveitin Bárujárn kemur fram ásamt Sindra Eldon and the Ways á Bar 11 í kvöld. Aðgangur er ókeypis. 23.00 Sváfnir Sigurðarson og félagar leika og syngja á Ob-La-Dí-Ob-La-Da. Aðgangur er ókeypis. Opnanir 20.00 Karólína Baldvins- dóttir opnar myndlista- sýningu í listarýminu Kaktus á Akur- eyri í kvöld. Á sýningunni verða verkin Viskustykki og Sérviska sýnd. Sýningar 20.00 Sirkus Íslands sýnir fullorðinskabarettinn Skinnsemi á Frönskum dögum á Fáskrúðsfirði í kvöld. Sýningin er bönnuð innan 18 ára og ekki fyrir viðkvæma. Miðaverð er 4.000 krónur. Uppistand 22.00 Rökkvi Vésteinsson og Jón Víðis töframaður verða með uppistand í Sjávarpakkhúsinu á Stykkishólmi. Aðgangseyrir í formi frjálsra framlaga. Tónlist 21.00 Dj Ragga þeytir skífum á Frederiksen Ale House í kvöld. 21.00 Dj DeLaRosa þeytir skífum á Bravó í kvöld. 21.00 Dj Smutty Smiff og Rúnar þeyta skífum á Lebowski Bar í kvöld. 22.00 Dj Ómar Borg þeytir skífum á Kaffibarnum í kvöld. 22.00 Dj Styrmir Dansson þeytir skífum á Bar Ananas í kvöld. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@ frettabladid.is og einnig er hægt að skrá þá inni á visir.is. FÖSTUDAGUR BÆKUR ★★★★★ Ef að vetrarnóttu ferða- langur Italo Calvino Þýðing: Brynja Cortes Andrésdóttir Útgefandi: Ugla Skáldsaga þar sem lesandinn er aðalpersónan og samanstendur af upphafsköflum tíu ólíkra skáld- sagna sem aldrei finnst endir á hljómar ekki eins og skemmti- leg lesning. Hver vill lesa upphaf sagna en fá aldrei svörin við spurn- ingunum sem þau kveikja? Er ekki beinlínis verið að draga lesandann á asnaeyrum? Er þetta ekki bara eitthvert bókmenntafræðilegt runk sem á ekkert erindi við almenna lesendur? Þessar spurningar heyrast þegar rætt er um skáld- sögu Italos Calvino, Ef að vetrar- nóttu ferðalangur, sem komin er út í íslenskri þýðingu Brynju Cortes Andrésdóttur, og svarið við þeim öllum er risastórt nei. Ef að vetrarnóttu ferðalangur, sem kom út 1979, hefur verið köll- uð póstmódernískt púsluspil þar sem lestrarupplifun, textatengsl og sköpunarferli bókmennta eru viðfangsefnin. Rammi sögunnar er leit lesandans, sem gegnir því ein- falda fornafni „þú“, að framhaldi skáldsögunnar Ef að vetrarnóttu ferðalangur eftir Italo Calvino, en hann hefur verið svo óheppinn að fá í hendur gallað eintak þar sem sömu síðurnar eru prentaðar aftur og aftur og ekkert áframhald sög- unnar að finna. Leitin að áfram- haldinu er þó engan veginn ein- föld því í hvert sinn sem hann fær í hendur bók sem hann heldur að sé hin rétta reynist það vera ein- hver allt önnur skáldsaga en sá hængur er á að þær eru allar sama marki brenndar og sú upphaflega; það vantar í þær allt nema fyrsta kaflann. Sögurnar eru eins ólíkar og þær eru margar; Hér er noir-sena sem gæti verið úr Hollywood-mynd, önnur sem minnir á Tjekov, upp- haf einnar sögunnar gæti verið eftir Borges, annarrar eftir Mis- hima, og svo framvegis, en allar fanga þær lesandann svo hann hættir að leita að áframhaldi bók- arinnar þar á undan og fer að leita að áframhaldi þeirrar sem hann las síðast. Ástin á skáldskapnum er þó ekki það eina sem rekur hann áfram, það er líka kona í spilinu, hin lesandi kona, og ástin á henni blandast ástinni á lestrinum, verð- ur sá hvati sem rekur hann áfram. Inn í blandast svo heimsfrægur höfundur, þýðandi, falsari, útgef- andi, textarannsóknarfólk og yfirleitt bara allir sem koma að sköpun, stælingum, rannsóknum, umfjöllunum og lestri á skáldskap. Allt tengist þetta órjúfanlegum böndum og er nauðsynlegur þátt- ur í því að bókmenntir verði til og nái til sinna. Þetta er skáldsaga um skáld- skap, sköpun, ást og lestur en um leið er hvert söguupphaf gríp- andi og áhugavekjandi og frá- bærlega stílað sem skilar sér vel í afbragðsgóðri þýðingu Brynju. Og lesandinn í hérinu og núinu verð- ur álíka frústreraður og lesandinn í sögunni og þráir að fá meira að vita. Þetta er sum sé engin þurr fræðileg og uppskrúfuð rannsókn á bókatilurð og viðtökum held- ur leiftrandi skemmtileg og, já, spennandi saga með nánast óend- anlegum möguleikum til túlkunar og nálgunar. Þetta er einfaldlega bók sem allir ættu að lesa hafi þeir minnsta vott af áhuga á bók- menntum. Í greinargóðum og fróðlegum eftirmála rekur þýðandinn, Brynja Cortes Andrésdóttir, feril Calvinos og hugmyndir hans um skáldskap sem varpar enn einu ljósinu á skáldsöguna og gerir það að verk- um að lesandann langar helst til að byrja lestur hennar upp á nýtt. Það er engin leið að hætta. Friðrika Benónýsdóttir NIÐURSTAÐA: Frábær þýðing á einni af merkustu skáldsögum síð- ustu aldar. Bók sem allir ættu að lesa. Hvar er endirinn? HÖFUNDURINN Italo Calvino á mynd frá 1984. MYND/ULF ANDERSEN/GETTY IMAGES Rannveig Tryggvadóttir er í óða önn að hengja upp myndir sínar í Anarkíu listasal í Kópavogi, með hjálp vinkonu sinnar, þegar haft er samband við hana. Hún ætlar að opna sýningu þar á morgun, laug- ardag klukkan 15-18. Litirnir vega salt er titill sýningarinnar og verk- in eru stór og litrík. Hún segir þau nær öll unnin á þessu ári, flest með olíu á striga. „Allar mínar myndir eru borgar- eða landslagsmyndir, en þó abstrakt,“ segir hún. „Ég sé mynstur alls staðar þegar ég er á ferðalögum og horfi mikið á hvern- ig skuggar falla og birtan endur- varpast.“ Rannveig stundaði nám við Hög- skolan för design och konsthant- verk í Gautaborg og útskrifaðist með MFA-próf árið 1988. Hún lét til sín taka í leirlist og rak eigin ker- amikvinnustofu á árunum 1999 til 2013. Nú kveðst hún hafa lagt leir- listina á hilluna og snúið sér alfarið að málverkinu. Litirnir vega salt er önnur tveggja sýninga sem verða opnað- ar í Anarkíu klukkan 15 á morgun, laugardag, því í neðri salnum er sýningin Höfuðverk með tólf haus- kúpum af hrútum sem jafnmargir myndlistarmenn hafa sett mark sitt á – og þar er ekki átt við fjármörk. Báðar sýningarnar verða opnar alla daga nema mánudaga fram til 16. ágúst og tekið skal fram að ekið er að Anarkíu frá Skeljabrekku. gun@frettabladid.is Sér mynstur alls staðar Litir, form og skuggar eru ær og kýr Rannveigar Tryggvadóttur myndlistarkonu sem opnar sýningu á morgun í Anarkíu listasal í Hamraborg 3, Kópavogi. LISTAKONA „Þegar ég skoða myndirnar mínar sé ég landslag í þeim,“ segir Rannveig. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR JÓNÍNA DE LA ROSA GISSUR PÁLL GISSURARSON VALDIMAR Hversu mikið hefur eignin þín hækkað í verði ? 510 7900 Þórunn Gísladóttir Löggiltur fasteignasali. Kristján Þ. Hauksson Sölufulltrúi. 696 1122 kristjan@fastlind.is www.fastlind.is Þú getur komist að því með fríu verðmati. Framúrskarandi þjónusta í þína þágu 2 3 -0 7 -2 0 1 5 2 1 :5 8 F B 0 4 8 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 5 8 D -5 7 C 4 1 5 8 D -5 6 8 8 1 5 8 D -5 5 4 C 1 5 8 D -5 4 1 0 2 8 0 X 4 0 0 2 A F B 0 4 8 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.