Fréttablaðið - 24.07.2015, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 24.07.2015, Blaðsíða 6
24. júlí 2015 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 6 Við höfum valið leið sem neyðir okkur til að fylgja áætlun sem við trúum ekki að geri gagn en við verðum að gera það því aðrir valkostir eru of erfiðir Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands. SVONA ERUM VIÐ Göngugreining Pantaðu tíma í síma 5173900 Orkhúsinu / Suðurlandsbraut 34 / 517 3900 Vandamál sem göngugreining Flexor getur hjálpað til við að leysa eru til dæmis: • þreytuverkir og pirringur í fótum • verkir í hnjám • sársauki eða eymsli í hælum (hælspori, „plantar fasciitis“ o.fl.) • beinhimnubólga • óþægindi eða verkir í baki og/eða mjöðmum • verkir í tábergi og/eða iljum • hásinavandamál • óþægindi í ökklum • þreytu- og álagsverkir hjá börnum og unglingum 4.375 börn fæddust árið 2014. Þar af eru 2.142 stúlkur og 2.233 drengir. STJÓRNSÝSLA „Þetta er högg fyrir fólk sem hefur litlar framfærslu- tekjur,“ segir Halldór Sævar Guð- bergsson, varaformaður Öryrkja- bandalags Íslands, um árlega endurútreiknga sem Trygginga- stofnun sendi frá sér í vikunni. Tryggingastofnun greiddi 42 pró- sentum öryrkja og ellilífeyrisþega of háar bætur á síðasta ári og fer nú fram á að fá ofgreiðsluna endur- greidda. Þá greiddi Tryggingastofn- un 45 prósentum öryrkja og ellilíf- eyrisþega of lágar bætur. Alls skulda 3.319 ellilífeyrisþegar og 2.675 örorkulífeyrisþegar Trygg- ingastofnun yfir 100 þúsund krón- ur. Þá eiga 2.717 ellilífeyrisþegar og 3.832 örorkulífeyrisþegar yfir 100 þúsund króna inneign hjá Trygg- ingastofnun. „Flestir örorkuþegar eru að fá 170 til 190 þúsund krónur á mánuði greiddar frá Tryggingastofnun. Það segir sig sjálft ef greiða þarf 100 þúsund krónur eða meira til baka þá kemur það hressilega niður á heim- ilisbókhaldi hjá fólki,“ segir Halldór. Þá bætir Halldór við að það komi einnig illa við fólk að hafa fengið vangreiddan lífeyri. „Það er alveg sama hvort það er of- eða van- greiðsla. Það er slæmt að það komi svona eftir á. Fólk þarf á þessum aurum sem það er að fá til baka frá Tryggingastofnun að halda fyrr á árinu,“ segir hann. Halldór segir kerfið flókið og að erfitt geti verið fyrir fólk að átta sig á því hvort það hafa fengið van- eða ofgreitt. Það eigi sérstaklega við þá sem nýkomnir séu á örorku. „Það er eitt frítekjumark fyrir fjármagns- tekjur, annað fyrir lífeyristekjur og þriðja fyrir atvinnutekjur,“ segir Halldór. Best færi á því ef kerf- ið yrði einfaldað og dregið yrði úr skerðingum. Í svari við fyrirspurn Frétta- blaðsins segir Tryggingastofnun að það sé á ábyrgð lífeyrisþega sjálfra. Hins vegar geti verið erfitt fyrir þá að áætla fjármagns- tekjur nákvæm- lega. Þá sé fólk í auknum mæli að vinna tíma- bundna vinnu auk þess að ein- greiðslur frá líf- eyrissjóðum séu algengari eftir að skylt varð að sækja um hjá líf- eyrissjóðum áður en sótt er um hjá Tryggingastofnun. Þá sé algengara að fólk leigi húsnæði. Halldór segir þrátt fyrir allt ekki við Tryggingastofnun að sakast. Stofnunin sé að framfylgja lögum sem sett hafi verið af stjórnmála- mönnum. Það sé þeirra að breyta kerfinu. ingvar@frettabladid.is Breyting á inneign hjá Tryggingar- stofnun eftir endurútreikning 0 2.000 4.000 6.000 8.000 10.000 12.0000 14.000 ■ Örorkulífeyrisþegar ■ Ellilífeyrisþegar Inneign yfi r 100 þúsund kr. Inneign undir 100 þúsund kr. Krafa yfi r 100 þúsund kr. Krafa undir 100 þúsund kr. Engin breyting 3.832 2.717 5.135 12.974 2.675 3.319 5.735 11.308 2.531 4.391 Segir endurútreikninga TR koma illa niður á öryrkjum 87 prósent öryrkja og ellilífeyrisþega fékk ýmist vangreiddar eða ofgreiddar lífeyrisgreiðslur á síðasta ári. 6.500 manns skulda Tryggingastofnun yfir 100 þúsund krónur eftir endurútreikninga. Varaformaður Öryrkjabanda- lagsins gagnrýnir kerfið sem hann segir of flókið. Erfitt sé fyrir öryrkja að átta sig á öllum skerðingum. TRYGGINGA- STOFNUN Halldór segir að breyta þurfi lögum til að ein- falda almanna- tryggingakerfið. FRÉTTABLAÐIÐ/ VILHELM HALLDÓR SÆVAR GUÐBERGSSON TYRKLAND Einn tyrkneskur her- maður lést þegar liðsmenn ISIS hófu skothríð yfir landamæri Tyrklands í gær. Upp hófust skotbardagar á milli vígamanna ISIS og liðs- manna tyrkneska hersins. Tyrkneski herinn beitti þungavopnum gegn ISIS-lið- um og talið er að einn liðs- maður ISIS hafi fallið í árásum stórskotaliðsins. Mikil ólga er í Tyrklandi en á mánudag voru 32 einstaklingar myrtir í sjálfsvígssprengjuárás í Suruc í Tyrklandi. - srs Skutu yfir landamærin: Tveir féllu í skotbardögum KOBANE ISIS-liðar réðust á sýrlenska bæinn Kobane í júní. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA GRIKKLAND Formlegar viðræður um nýjan neyðaraðstoðarsamn- ing fyrir Grikkland hefjast í dag milli Grikkja og lánardrottna þeirra eftir að gríska þingið sam- þykkti lagapakka til að greiða fyrir viðræðunum. Lagapakkinn sem um ræðir inniheldur meðal annars afnám ríkisábyrgðar á viðskiptabönk- um og breytingar á dómskerfinu. Grikkir hafa nú að mestu upp- fyllt þær forsendur sem ríki evrusvæðisins og framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins settu fyrir 86 milljarða evru neyðar- aðstoð sem komist var að óform- legu samkomulagi um fyrr í mánuðinum. „Við höfum valið leið sem neyðir okkur til að fylgja áætlun sem við trúum ekki að geri gagn en við verðum að gera það því aðrir valkostir eru of erfiðir,“ sagði forsætisráðherra Grikk- lands, Alexis Tsipras, sem þurfti að treysta á atkvæði stjórnar- andstöðuflokka til að koma laga- pakkanum í gegnum þingið þar sem 36 þingmenn úr flokki hans, Syriza, kusu á móti. Gríska ríkisstjórnin vill ljúka viðræðum bráðlega og sam- þykkja samninginn á gríska þinginu fyrir 20. ágúst næst- komandi. Þann dag eiga Grikk- ir að greiða 3,4 milljarða evra afborgun af láni frá Seðlabanka Evrópu. Fjölmiðlar víða um heim hafa velt fyrir sér möguleikanum á að kjósa nýtt þing vegna óeiningar innan flokks Tsipras. Kosning- arnar myndu fara fram eftir að samningurinn færi í gegn um þingið.Stjórnarandstaðan í land- inu hefur lýst sig andsnúna þeirri hugmynd. Stjórnmálaskýrendum þykir þó líklegt að Tsipras kalli til kosninga til að stokka upp í eigin flokki. Tsipras nýtur sjálf- ur mikils trausts grísku þjóðar- innar samkvæmt skoðanakönn- unum. - þea Gríska þingið samþykkti lagapakka svo hægt sé að semja um neyðaraðstoð: Samningaviðræður hefjast í dag MÓTMÆLI Fjöldi Grikkja flæddi út á stræti borga landsins til þess að mótmæla nýja lagapakkanum. Mikill hiti var í mótmælendum í Aþenu sem köstuðu meðal annars eldsprengjum. NORDICPHOTOS/AFP 2 3 -0 7 -2 0 1 5 2 1 :5 9 F B 0 4 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 8 D -7 A 5 4 1 5 8 D -7 9 1 8 1 5 8 D -7 7 D C 1 5 8 D -7 6 A 0 2 8 0 X 4 0 0 5 B F B 0 4 8 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.