Ský - 01.08.2007, Page 6

Ský - 01.08.2007, Page 6
6 ský Útgefandi: heimur hf. Ritstjórar og ábyrgðarmenn: Benedikt jóhannesson og jón G. hauksson Útlitshönnun: heimur hf./sjonni@heimur.is Ljósmyndir: Geir Ólafsson Páll kjartansson Páll stefánsson o.fl. Blaðamenn/greinarhöfundar: atli Bollason árni Þórarinsson Benedikt jóhannesson erla Gunnarsdóttir helga kristín einarsdóttir hilmar karlsson hrund hauksdóttir lizella Páll ásgeir ásgeirsson sigrún Davíðsdóttir Auglýsingastjóri: Vilhjálmur kjartansson Prentun: Oddi hf. Heimur hf. – Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: heimur hf. Borgartúni 23 105 reykjavík. sími: 512-7575 Eru há laun hættuleg? Margir velta því fyrir sér hvort nokkurt vit sé í því að einn maður fái tugi milljóna í laun á mánuði. Stundum einkennist umtalið af öfund, stundum af pólitík. En er það vont fyrir samfélagið að einhverjir fái mjög há laun? Þeir sem hæstu launin hafa borga líka hæstu skattana. Þannig leggja þeir líka mikið í samneyslu. Hæsti skattgreiðandi landsins vegna ársins 2006 er Hreiðar Már Sigurðsson forstjóri Kaupþings. Hann greiðir um 400 milljónir til samfélagsins. Það er ástæða til þess að óska Hreiðari til hamingju með þennan árangur. Miklar tekjur hans endurspegla góðan árangur Kaupþings innan lands og utan. Það er gleðiefni að sjá að fyrirtækið hefur vaxið og dafnað á undanförnum árum. Auk þess er það ánægjulegt að sjá hve þessi forystumaður í atvinnulífinu leggur myndarlegan skerf til samfélagins. Fyrir þessa fjárhæð má reka embætti umboðsmanns barna, Þjóðmenningarhúsið, Minningarsafn um Halldór Laxness á Gljúfrasteini, fasteignir forsætisráðuneytisins, Vest- Norrænt menningarhús í Kaupmannahöfn, Óbyggðanefnd, Ríkislögmann og þjóðgarðinn á Þingvöllum. Í stað þess að agnúast út í há laun er miklu meiri ástæða til þess að þakka þeim einstaklingum sem ákveða að halda búsetu hér á landi og leggja myndarlegan skerf til uppbyggingar hér á landi þó að þeim væri eflaust í lófa lagið að fela sig í einhverri skattaparadís. Það var ótrúleg bíræfni þegar þekktur viðskiptajöfur sagðist hafa flutt til útlanda vegna þess að skólakerfið væri ekki nógu gott á Íslandi. Hvað skyldi hann sjálfur hafa lagt til þess kerfis? Ekki krónu í tekjuskatt því að hann reiknaði sér ekki nema örfáa tugi þúsunda í laun. Nú á tímum er það nefnilega svo að það eru ekki bara einstök byggðarlög sem vilja halda í einstaklingana, þjóðfélagið allt á í ákafri samkeppni við umheiminn um hæfustu einstaklingana. Það geta verið margar ástæður fyrir því að menn setjast að erlendis. Íslendingar keppa ekki um veður við Miðjarðarhafslönd. En við getum keppt með hagstæðu skattaumhverfi, fjölbreyttri menningu og traustum heilbrigðis- og menntakerfum. Þeir sem fá há laun stuðla að góðu umhverfi hér á landi með háum skattgreiðslum. Ef allir þeir sem bestar hafa tekjurnar hrekjast úr landi eða fela launin í eignarhaldsfélögum tapar íslenskt samfélag. Tekjuskiptingin verður jafnari, en tekjurnar í heild verða miklu minni. Líður einhverjum betur við það? sky , Benedikt Jóhannesson sky , 4.tbl.2007 Baltimore/ Washington FARGJALD AÐRA LEIÐ FRÁ 24.050* KR. ‘07 70ÁR Á FLUGI Glasgow FARGJALD AÐRA LEIÐ FRÁ 11.560* KR. W W W. I C E L A N DA I R . I S KYNNTU ÞÉR ÚRVAL BORGARFERÐA, SÉRFERÐA OG FERÐATILBOÐA Á WWW.ICELANDAIR.IS – UPPLÝSINGAR UPPFÆRAST DAGLEGA. Ferðaávísun gildir HUGURINN BER ÞIG AÐEINS HÁLFA LEIÐ Amsterdam FARGJALD AÐRA LEIÐ FRÁ 15.060* KR. Stokkhólmur FARGJALD AÐRA LEIÐ FRÁ 13.360* KR. ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 3 89 41 09 /0 7 * Með flugvallarsköttum.

x

Ský

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.