Ský - 01.08.2007, Page 9
ský
Þ
að kann að virðast mótsagnakennt: Yfir einum helsta
baráttujaxli fyrir réttindamálum íslenskrar alþýðu
gegnum áratugina er drottningarleg reisn. Hvort heldur
hún mætir hippalega smart með mótmælaborða við
aðgerðir Samtaka hernaðarandstæðinga gegn NATO-
æfingunni Norðurvíkingi í sumar, leðurklædd, flegin og ögrandi í
Gay Pride-gönguna eða spígsporar frjálsleg og fræðandi um miðbæ
Reykjavíkur með hópa af erlendum eða innlendum viðskiptavinum
Menningarfylgdar Birnu, hávaxna og granna baráttukonan hefur
stíl og klassa. Kannski ber hún sig svona vel vegna þess að þegar
hún var unglingur fékk hún það erfiða verkefni hjá móður sinni að
ganga með þá níðþungu bók Fjallkirkjuna eftir Gunnar Gunnarsson
á höfðinu, svo hún yrði ekki bogin í baki. Kannski er reisnin
einfaldlega til marks um að hún lætur engan og ekkert vaða yfir sig
og málstaðinn sem hún hefur barist fyrir í fjörtíu ár.
Margt hefur gengið á. En núna, þegar Birna Þórðardóttir er
orðin fimmtíu og átta ára, er hún ekki lengur litin hornauga sem
krónískur mótmælandi og skelfir borgarastéttarinnar í slagsmálum
við löggur. Jafnvel fólk sem ekki er sammála skoðunum hennar eða
baráttuaðferðum getur varla annað en borið virðingu fyrir henni.
Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur hóf pistil í Fréttablaðinu
í sumar með þessum orðum: „Af hverju fer félagsskapurinn sem kallar
sig Saving Iceland svona gegndarlaust í taugarnar á Íslendingum,
nánast hvar í flokki sem þeir standa, og alveg óháð afstöðu þeirra
til náttúruverndarmála? Það er ekki eins og við séum alveg óvön
mótmælum og sumt fólk sem þau hefur iðkað af ástríðu um árabil
nýtur jafnvel virðingar með þjóðinni fyrir staðfestu sína og hugsjónir
- eins og til dæmis hin ástsæla Birna Þórðardóttir.“
Það lifnar yfir mótmælandanum þegar ég les þessi orð fyrir hana.
„Elsku, Guðmundur Andri. Mikið er þetta fallegt. Mér snarhlýnaði
um hjartarætur þegar ég heyrði þessi orð, ekki síst vegna þess að við
Guðmundur Andri höfum ekkert verið að abbast hvort upp á annað
í áranna rás.“
Hún er þó ekki viss um að almenn breyting hafi orðið á viðhorfum
fólks til þeirra málefna sem hún hefur staðið fyrir. „En fólk er ekki
fífl. Yfirleitt held ég að það virði þá sem standa með sjálfum sér. Það
Texti: Árni Þórarinsson Myndir: Geir Ólafsson o.fl.
Í fjóra áratugi hefur Birna Þórðardóttir verið eins konar
persónugervingur pólitískra mótmæla gegn misrétti og
stríðsrekstri. enn tekur hún virkan þátt í slíkum aðgerðum
þegar við á. en baráttukonan er líka komin út í bissniss.
hér segir Birna frá litríkri ævi og ástum í tímans rás.
Drottning andófsins
Birna Þórðar