Ský - 01.08.2007, Side 11

Ský - 01.08.2007, Side 11
 ský 11 Birna Þórðar Tólf ára hóf hún fyrstu verkalýðsbaráttuna; henni fannst hún órétti beitt í fiskvinnu. Skömmu síðar skarst hún í leikinn þegar strákahópur í plássinu gerði aðsúg að gömlum frænda hennar. Hún segir að barátta fyrir félagslegum réttindum og réttlæti helgist ævinlega af þeirri þekkingu og þeim aðstæðum sem fyrir liggja hverju sinni. Þegar ég nefni að pólitískir andstæðingar gætu sagt að mótmæli hennar gegnum tíðina séu eins konar pólitískur kækur, til marks um hugmyndafræðilega stöðnun, að hún sé læst í eldgömlum og úreltum kommafrösum frá því hún var í Fylkingunni, svarar hún að bragði: „Mér er alveg sama ef einhverjum finnst það. En það er ekki rétt. Í rauninni hef ég reglulega þurft að endurmeta afstöðu mína, hvort það sé rétt að hafa sömu afstöðu og ég áður hafði. Ég er ekki lifandi tákn um hugsanaleti. Ég fylgist nokkuð vel með því sem gerist í heiminum. Ég hef sömu afstöðu og ég tók þegar ég byrjaði af alvöru að hugsa um pólitík 1967 að því leyti að mér finnst jafnrangt núna eins og þá að drepa fólk. Ég get nefnt margt annað. Fyrr á árum hafði ég töluverð afskipti af húsnæðismálum, tók þátt í að stofna Leigjendasamtökin og Búseta, og ég er enn sömu skoðunar og þá að maður eigi rétt til þaks yfir höfuðið án þess að þurfa að burðast með það eins og brekkubobbi á bakinu alla ævi.“ En engu að síður: Hvernig skynjarðu stöðu félagslegrar virkni í landi sem orðið er herlaust, landi þar sem ýmis réttindamál sem barist hefur verið fyrir gegnum áratugina hafa náð fram að ganga, landi þar sem æ fleiri eru bústnir af velmegun, ef marka má yfirlýsingar og upplýsingar stjórnvalda? „Félagsleg virkni er lítil. Við höfum þurft að berjast með kjafti og klóm fyrir öllum þeim réttindum sem við höfum. Bæði hér og annars staðar er auðvelt að svipta fólk áunnum réttindum. Við þurfum að vera meðvituð um að ekkert er fast í hendi um alla framtíð. Sú meðvitund er afar takmörkuð á Íslandi. Núna þurfa innflytjendur og aðflutt vinnuafl að finna fyrir því hversu auðvelt er að fótum troða sjálfsögð mannréttindi. Ef það er látið óátalið geta þau brot auðveldlega gengið yfir alla línuna. Sofandaháttur gagnvart slíkri mannvonsku, eins og amma mín myndi kalla það, verður þá partur af mannvonskunni.“ Sumir sósíalistar, einkum fyrr á tíð, áttu sér fyrirheitin lönd eða fyrirmyndarlönd. Birna segist aldrei hafa haft glýju í augum gagnvart slíkum goðsögnum. Henni sé fyrirmunað að trúa blint á fagnaðarerindi, pólitísk sem önnur. En hún

x

Ský

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.