Ský - 01.08.2007, Page 12

Ský - 01.08.2007, Page 12
12 ský hefur ferðast til tveggja þessara landa, Norður-Kóreu 1971, þar sem hún var íslenska sendinefndin á alþjóðlegu æskulýðsmóti landsins, og til Kúbu árið 1996, þangað sem hún fór sem ferðamaður. Reyndar ætlaði hún inn í Sovétríkin á leiðinni til Norður-Kóreu en komst ekki langt. „Ég sat í flugvallarfangelsi í tvo sólarhringa vegna þess að ég hafði ekki áttað mig á að ég þurfti vegabréfsáritun.“ Í Norður-Kóreu mátti enn sjá merki um afleiðingar Kóreustríðsins, þótt liðin væru átján ár. Þessi fimm vikna heimsókn var „skipulögð að því leyti að ég fékk ekki að vera ein á hlaupum út og suður. Ég vissi að í kringum okkur voru reist Pótemkíntjöld, eins og jafnan við slík tækifæri; sama gerum við þegar erlendir gestir koma hingað til lands. Þótt við færum um sveitirnar vissi ég ekki hvernig fólkinu leið í raun og veru. Persónudýrkun, sem ég þoli alls ekki, var skelfileg. Þar eð ég var íslenska sendinefndin átti ég að flytja ræðu eins og allar hinar nefndirnar og þurfti að afhenda hana fyrirfram til þýðingar. Ég var beðin um að breyta ræðunni og hrósa félaga Kim Il Sung. Ég átti að kalla hann „peerless patriot“ og „victorious iron-willed hero“; þetta man ég enn orðrétt. Ég neitaði og var sú íslenska því eina sendinefndin sem ekki fékk að taka til máls. Enn þann dag er ég sjálfri mér þakklát fyrir að hafa ekki látið undan valdinu. Ég hef þá ekki þurft að lifa með þeirri niðurlægingu allar götur síðan.“ Hún segir að á Kúbu hafi aðstæður verið aðrar og opnari. „Við dóttir mín, ellefu ára, vorum þar á eigin vegum í fimm vikur. Ég vann þá sem útgáfuritstjóri Læknablaðsins og lagði mig fram um að heimsækja heilbrigðisstofnanir. Það var mjög fróðlegt. Ég hitti heimilislækna, fór á sjúkrahús, m.a. þar sem HIV-smitaðir og alnæmissjúkir voru, og börn frá Chernobyl, sem þarna voru þúsundum saman og lítið hefur verið fjallað um í heimspressunni, upplýsingamiðstöðvar kvennasamtaka og kynfræðslu. Kúbanskt þjóðfélag er ólíkt öllum öðrum og erfitt fyrir stjórnvöld að bæla niður lífsgleðina sem ríkir þar í raun. Það er ekki hægt að bæla niður salsasveifluna sem hver og einn Kúbverji hefur í mjöðmum sínum. Því miður hefur viðskiptabann Bandaríkjanna gert stjórnvöldum kleift að afsaka alls kyns athafnir og kúgunartilburði. Efnahagsástandið í landinu er mjög óeðlilegt. En almennt fannst mér ekki erfitt að tala við fólk um líf þess, þegar tungumálaerfiðleikum sleppti.“ En ef við lítum okkur nær: Hvernig finnst gömlum byltingarsinna og baráttukonu að búa á Íslandi. Líður henni vel hérna? „Já. En það er alltaf jafnerfitt að vera minnt á óréttlæti, verða vitni að misrétti. Sífellt er verið að segja manni hversu fínt við höfum það. En ég þekki fullt af fólki sem hefur það djöfull skítt og sér ekki fram „Mér hefur aldrei dottið í hug að ég gæti átt náttúruna eða eignað mér hana. Blómið á túninu átti sig sjálft ...“

x

Ský

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.