Ský - 01.08.2007, Blaðsíða 14

Ský - 01.08.2007, Blaðsíða 14
1 ský innflytjandi í Reykjavík. Mikilvægt er að bera virðingu fyrir umfjöllunarefninu og gestunum og vita að maður veit aldrei allt.“ Þótt æ betur gangi hjá Menningarfylgd Birnu sinnir hún ýmsum aukabúgreinum, eins og framkvæmdastjórn Alnæmissamtakanna í hálfu starfi, skipulagningu læknaráðstefna og núna hefur hún gerst „skólastúlka“ því hún innritaði sig í ítölskunám í Háskóla Íslands. „Það getur verið mikil vinna að púsla þessu öllu saman, vegna þess að ég er ein. Þetta er oft skorpuvinna, sem hentar mér ágætlega og minnir mig á síldarvertíðirnar í æsku. Mér leiðist að sigla lygnan sjó og þarf stundum boðaföll til að njóta mín í streðinu. Ég hef gaman af að reka eigið fyrirtæki, vinna undir eigin stjórn, því ég á svolítið erfitt með að vinna undir stjórn annarra.“ Pólitísk gerjun Þátttaka í stjórnmálastarfi hefur ávallt verið stór partur af lífi Birnu. Eftir að Fylkingin og Alþýðubandalagið söfnuðust til feðra sinna og mæðra hefur hún fundið þeirri virkni stað í Vinstri grænum. „Ég gekk reyndar tvisvar úr Alþýðubandalaginu; seinna skiptið var þegar Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi formaður og fjármálaráðherra, setti lög á kjaradeilu BHM. VG varð skásti kosturinn fyrir mig, ef ég ætlaði að vera félagi í einhverjum flokki á annað borð. Ég er sátt við stefnu flokksins í helstu málum sem ég læt mig varða, eins og andstöðu við stríð og hernaðarbandalög, mannréttindamálum í víðum skilningi og umhverfismálum. Ég nenni ekki lengur að vera í fýlu þótt ég sé ósátt við útfærslur í einstökum atriðum. Samt tekst mér að reiðast nánast á hverjum degi þegar ég les Moggann og sé dæmi um vanvirðu og óréttlæti!“ Þeim fækkar sem nenna að verða reiðir? „Jahá.“ Þegar Birna var að alast upp fyrir austan trúði hún á Guð og Moggann. „Ég hætti að trúa á Guð þegar ég var að verða níu ára. Mér fannst ég fullkomin þegar ég var níu ára. Það var svo einkennileg og mögnuð tilfinning: Mér fannst ég geta allt. Síðan hef ég þurft að viðurkenna að þetta var ekki rétt hjá mér. Morgunblaðið var keypt heima hjá mér og ég hafði ekki mörg önnur viðmið, sem getur verið slæmt. Reyndar var bókaskápurinn mjög stór og smám saman rann upp fyrir mér að það var svo margt sem ég ekki hafði tækifæri til að kynnast, margt sem var ósagt og öðru logið. Þessa einangrun hefur tæknin, til dæmis sjónvarpið og ekki síst Netið, rofið. Núna getum við fræðst um fleira sem gerist og afleiðingarnar sem það hefur, eins og fyrir íbúa landa þar sem stríðsrekstur fer fram. Það sem á sjöunda áratugnum barst okkur sem ópersónulegar tölur, oft falsaðar tölur, um mannfall, getum við séð sem limlest lík saklausra barna. Við eigum betri möguleika til að átta okkur á því hvílíkur viðbjóður og glæpur er á ferðinni. Maður þurfti að hafa fyrir því að leita sér upplýsinga, ekki síst norður á Akureyri.“ Eftir að hafa búið til fjórtán ára aldurs í Borgarfirði eystri hjá foreldrum sínum, Sigrúnu Pálsdóttur sem var skólastjóri og Þórði Jónssyni sem vann hjá kaupfélaginu og gerðist síðar framkvæmdastjóri síldarbræðslu á staðnum, tveimur bræðrum og einni systur, föðurömmu og -afa, fór Birna að heiman, settist í Alþýðuskólann á Eiðum og síðan í Menntaskólann á Akureyri. Og fyrst í stað var hún hægrisinnuð. Faðir hennar var sjálfstæðismaður, en móðirin gaf aldrei upp flokkslega afstöðu og flokkapólitík var lítið rætt á heimilinu. Hins vegar var mikið rætt um félagslega samkennd og réttlæti. Þegar hún settist beint í annan bekk í Eiðaskóla varð það henni áfall að uppgötva að hún var ekki lengur besti nemandinn eins og áður hafði verið. Henni fannst hún utanveltu. „Ég hafði ekki nægilegan undirbúning, var yngri en aðrir nemendur og svo var ég mun hærri í loftinu. Ég var að baksa þetta, barn í konulíkama, og fannst það óskaplega erfitt. Ég varð svolítið sér á parti. Til að reyna að falla inn í hópinn og vera memm byrjaði ég að reykja. Þess vegna skil ég svo vel krakka sem fara inn í klíkur, jafnvel dópklíkur, bara til að eiga einhvers staðar heima. Og þarna var ég í reynd endanlega farin að heiman. Ég sneri ekki aftur til Borgarfjarðar eftir þetta, nema sem gestur.“ Hún segir að aldrei hafi annað staðið til en að fara burt. „Ég ætlaði í skóla, án þess að vita hvað ég vildi nákvæmlega leggja fyrir mig. En ég vissi að ég myndi aldrei búa á Borgarfirði eystri. Það var of lítið fyrir mig. Ég vildi vera innan um fleira fólk. Þegar ég fór í MA fannst mér Akureyri líka allt of lítil. Ég féll ekki fyrir þeim bæ og hann ekki fyrir mér. Ég hafði æðislega gaman af að hneyksla Akureyringa. Það var svo einfalt. Ég mætti bara til leiks, haustið 1967, í stysta pilsi norðan Alpafjalla. Þá snerust margir hálsliðir! Og einn keyrði útaf í Gilinu. Ég gat ekki hætt að hlæja.“ Og auðvitað var farið að dufla við áfengi og dingla með strákum. „En ég vildi ekki vera á föstu. Það var of mikil binding. Einhvern tíma hafði ég ákveðið að ég skyldi aldrei gifta mig. Ég leit á hjónaband sem frelsissviptingu sem myndi gera mig að annarri persónu en ég er. En á menntaskólaárunum eignaðist ég vini fyrir lífstíð og einnig síðar í Fylkingunni.“ Þetta voru gerjunarár. „Það hafði mikil áhrif að kynnast framandi umhverfi, nýjum aðstæðum fólks. Ef maður er alltaf heima verður maður heimskur og heimóttarlegur! Við í MA fórum í skólaferðalag til Írlands 1967 og ég sá í fyrsta sinn í Dublin fátækrahverfi sem var handan við aðalverslunargötuna. Mér hreinlega brá. Svo fór ég yfir til Bretlands og vann þetta sumar ásamt hópum erlendra námsmanna í eins konar þrælabúðum á sumarleyfisstað í Somerset. Maður fékk fjögur pund á viku fyrir gríðarlegt strit, án nokkurs veikindaréttar eða trygginga. Þetta var misnotkun á innfluttu vinnuafli, eins og við þekkjum hér núna. Þarna styrktist mín félagslega meðvitund og réttlætiskennd enn frekar. Það er til rétt og það er til rangt og ég fór að sjá skýrar greinarmuninn þar á milli.“ „Ég hef aldrei auglýst eða markaðssett fyrirtækið skipulega en það fór að berast út frá ánægðum viðskiptavinum að það væri gaman að hlusta á Birnu spjalla um miðborgina í Reykjavík. Þannig fór boltinn að rúlla og núna gengur nokkuð vel.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.