Ský - 01.08.2007, Side 15

Ský - 01.08.2007, Side 15
 ský 15 Átök og ástir Þessi lífsreynsla og veganestið frá fjölskyldunni heima í Borgarfirði eystri urðu til þess að til varð „ný“ Birna Þórðardóttir um átján ára aldurinn. Víetnamstríðið og mótmælin gegn því um þetta leyti ráku svo smiðshöggið á unga róttæka baráttukonu sem kom til Reykjavíkur eftir stúdentspróf og hóf nám í sagnfræði við Háskóla Íslands, gekk í Fylkinguna og varð þekktur mótmælandi. Þær vinkonurnar, hún og Róska myndlistar- og kvikmyndagerðarmaður, gripu til dæmis hljóðnemann á virðulegri samkomu til heiðurs Halldóri Laxness í Háskólabíói og messuðu yfir gestum, hún lenti í átökum við lögreglumenn við mótmælaaðgerðir í miðborginni og átti að hafa sparkað í punginn á einum þeirra. Um síðastnefnda atvikið segir hún: „Ég var bara lamin í hausinn með fánastöng. Síðan hef ég aldrei getað tekið þátt í fegurðarsamkeppni!“ Hún hlær og sýnir mér ör í hársverðinum. „Ég veit ekki hvort ég sparkaði í þennan lögregluþjón. Þetta var slæmt högg og ég var dregin eftir götunni og lá þar og þurfti að verja mig fyrir öllum átroðningnum. Sjónvarpið og ljósmyndarar voru á staðnum og það birtust myndir af mér alblóðugri. Það þótti ekki gott fyrir lögregluna og sjálfsagt fannst þeim nauðsynlegt að réttlæta harðneskjuna með einhverjum hætti, eins og þessu meinta pungsparki. Hafi ég sparkað í manninn var það ekki meðvitað eða miðað, heldur einskær sjálfsvörn. Í rauninni var ég þarna barin út úr venjulegu íslensku samfélagi og hef ekki verið litin réttum augum allt fram á þennan dag. Orð Guðmundar Andra Thorssonar, sem þú vitnaðir til, eru vonandi til marks um að sú afstaða sé núna loksins að hverfa. Fyrir mér merkja þau: Við elskum þig eins og þú ert. Það þykir mér afar vænt um.“ Væri rétt að lýsa þeirri Birnu sem þarna var að mótast sem anarkískum bóhem? „Já, að mörgu leyti. Og ætli ég gæti ekki flokkast þannig enn í dag. Ég fer mínar leiðir og hugsa lítt hvað umhverfinu finnst um þær, þótt maður hafi auðvitað sín mörk. Orðið „bóhem“ vísar oft til fólks sem lætur hverjum degi nægja sína þjáningu. Þannig bóhem er ég ekki. Mitt líf er skipulagt þótt það geti virkað kaótískt á köflum. Ég er húseigandi, borga mína skatta og skyldur, þoli ekki að skulda neinum neitt. En ég er lífsnautnamanneskja. Til þess eru lífsnautnirnar að njóta þeirra.“ Og hverjar eru þær helstu? „Elda mat og borða mat, drekka léttvín og njóta góðs félagsskapar.“ Það liggur fyrir að þú áttir í ástarsambandi við Alfreð Flóka listmálara og gekkst í hjónaband með Guðmundi Ingólfssyni píanósnillingi. Báðir þessir menn voru miklir kúnstnerar og lífskúnstnerar, einsog bóhemar og drabbarar eru gjarnan nefndir. Ertu veik fyrir slíkum manngerðum? „Ég veit það ekki. Stundum er sagt að líkur sæki líkan heim. En mér er líka nauðsynlegur ákveðinn stöðugleiki sem ég þarf að búa til sjálf. Líklega heillast ég af fólki sem þorir að vera það sjálft og tekur afleiðingunum af því, en einnig fólki sem gefur mér. Guðmundur Ingólfsson gaf mér óendanlega mikið, með músík sinni og með því að vera sá indælis, öndvegis maður sem hann var. Sama átti við um Flóka á sínum tíma. Þeir voru báðir Birna Þórðar Í gleðigöngunni 2007. M yn d: V ilh el m G un na rs so n.

x

Ský

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.