Ský - 01.08.2007, Síða 20

Ský - 01.08.2007, Síða 20
20 ský Gott gengi hefur verið undanfarið hjá Flugfélagi Íslands sem kemur fram í mikilli aukningu farþega. Það sem af er ári, þ.e. fyrstu 7 mánuðina, hefur farþegum fjölgað hjá félaginu um 20% frá síðasta ári og hlutfallslega mest í flugi til Ísafjarðar, um 23% miðað við sama tímabil í fyrra. Til Akureyrar hefur aukningin verið 13% og Egilsstaða tæplega 10%, auk þess er Flugfélagið nú með áætlunarflug til Vestmannaeyja sem ekki var á vegum þess á síðasta ári. Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands: „Vestmannaeyingar hafa tekið okkur vel og ekki síður erlendir ferðamenn sem hafið verið mikið á ferðinni til Eyja í sumar. Farþegafjöldinn í júlí síðastliðnum var um 60% meiri en hjá þeim sem voru með flugferðir í júlí í fyrra. Fjöldi ferða hefur vaxið í samræmi við þetta og er nú svo komið að við fljúgum allt að 13 ferðir á dag milli Reykjavíkur og Akureyrar, allt að 7 ferðir til Egilsstaða og núna hafa verið þrjár ferðir flesta daga til Ísafjarðar. Til Vestmannaeyja er svo flogið flesta daga, tvisvar á dag.“ Af hverju stafar þessi mikla aukning að þínu mati? „Hún stafar fyrst og fremst af miklum uppgangi í þjóðfélaginu á öllum sviðum; ekki hefur bara atvinnulífið verið að blómstra heldur hefur einnig menning og menntun verið í mikilli uppsveiflu. Við ákváðum í upphafi þessa árs, í tilefni af tíu ára afmæli Flugfélags Íslands, að bjóða sérstakt afmælisfargjald þetta árið sem er kr. 3.990.- og gildir til allra okkar áfangastaða. Það er óhætt að segja að afmælistilboðið hafi slegið í gegn því tæplega 14.000 farþegar hafa nýtt sér þessi kjör það sem af er ári. Önnur nýjung sem við lögðum af stað með á þessu ári eru svokallaðir Flugkappar en sú þjónusta er miðuð að börnum sem eru ein á ferð. Með því að kaupa 10 ferðir í pakka býðst verulegur afsláttur af venjulegu barnafargjaldi og hefur þessi þjónusta fengið frábærar viðtökur.“ Grænland er í mikilli sókn „Við höfum í gegnum árin flogið mikið til Grænlands en í sumar var enn aukið við. Í fyrsta sinn buðum við upp á áætlunarflug til vesturstrandar Grænlands, beint til höfuðstaðarins, Nuuk. Þetta nýja flug var frá Keflavík, þar sem erlendir ferðamenn á leiðinni til Grænlands ná góðum tengimöguleikum við annað millilandaflug. Við höfum séð aukinn áhuga Íslendinga á því að fara til Grænlands, hvort sem er til að upplifa einstaka náttúru, skoða söguslóðir og menningu eða renna fyrir fisk, en á Grænlandi er að finna frábærar veiðiár og eru veiðileyfi mjög ódýr. Auk stangveiðinnar er hægt að komast á hreindýraveiðar og hafa töluvert margir Íslendingar farið í slíkum erindum til Suður-Grænlands. Til austurstrandar Grænlands hefur verið flogið í tugi ára og er nú bæði flogið til Kulusuk og Constable Pynt.“ Aðstaða á Reykjavíkurflugvelli „Mikið hefur verið rætt um Reykjavíkurflugvöll á undanförnum árum og er svolítið sorglegt til þess að vita að við séum í raun enn þá í sömu sporum og fyrir 60 árum. Í tímaritinu Flug, sem gefið var út árið 1946 í tilefni þess að Bandaríkjamenn afhentu Íslendingum Keflavíkurflugvöll til afnota, voru helstu forkólfar í flugi á Íslandi spurðir fimm spurninga. Þær voru eftirfarandi: 1. Er það álit yðar, að fært myndi vera að nota Keflavíkurflugvöllinn sem aðalflugvöll Reykjavíkur fyrir innanlandsflug og Atlantshafsflug ? Eða teljið þér, að stækka beri Reykjavíkurflugvöllinn, svo að hann verði nothæfur sem aðalflugvöllur einnig fyrir Atlantshafsflugvélar? 2. Álítið þér, að leggja eigi niður Reykjavíkurflugvöllinn sem slíkan, eða skal hann rekinn í núverandi stærð fyrir innanlandsflug eingöngu? 3. Teljið þér fært að reka innanlandsflug með Keflavíkurflugvöllinn einan sem bækistöð hér við Reykjavík? 4. Er að yðar áliti gerlegt, með tilliti til kostnaðar og staðsetningar, að byggja nýjan flugvöll í nágrenni Reykjavíkur fyrir innanlandsflugið? 5. Eruð þér þeirrar skoðunar, að Reykjavík- urborg stafi hætta af Reykjavíkurflugvelli ? Eins og sjá má af þessum spurningum hefur lítið gerst í málinu og í samræmi við það hefur stöðug óvissa hamlað allri framþróun í aðstöðu og er það að sjálfsögðu óþolandi ástand. Í stuttu máli má að segja að forkólfar flugs á Íslandi þá hafi verið sömu skoðunar og enn er uppi meðal þess hóps, að flugvöllurinn eigi að vera áfram í Vatnsmýrinni og að það sé langbesti kosturinn fyrir flugið í heild.“ 00.000 farþegar í gegnum 1200 fermetra „Mikil bragarbót var gerð árið 2000 þegar flugbrautirnar voru endurgerðar en nú þarf nauðsynlega að huga að nýrri flugfélag Íslands: flugið er okkar járnbrautarkerfi Fyrst og fremst er þessi mikla aukning komin til vegna mikils uppgangs í þjóðfélaginu á öllum sviðum, ekki hefur bara atvinnulífið blómstrað heldur hefur einnig menning og menntun verið í mikilli uppsveiflu. árni Gunnarsson Texti: Hrund Hauksdóttir Mynd: Geir Ólafsson

x

Ský

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.