Ský - 01.08.2007, Síða 22

Ský - 01.08.2007, Síða 22
22 ský Stuttmyndasamkeppni grunnskólanna er sjálfsagt elsta kvikmyndasamkeppnin sem haldin hefur verið samfellt hér á landi. Síðastliðið vor var hún haldin í 26. sinn og kepptu þá sextíu myndir til verðlauna í þremur flokkum. Stuttmyndasamkeppnin var fyrst haldin á vegum ÍTR og var þá myndað á 8mm filmu sem þurfti að senda til útlanda í framköllun. Nú eru allar myndir teknar með stafrænum upptökuvélum og vinnsluferlið því mun styttra. Fyrstu árin var keppt í einum aldursfokki en nú nú í þremur flokkum eins og fyrr segir og er mikil breidd í efnisvali, handritsgerð og tæknivinnslu. Nokkrir af okkar bestu kvikmyndagerðarmönnum hafa þreytt frumraun sína í stuttmyndakeppni grunnskólanna, má þar nefna hljóðmanninn kunna Kjartan Kjartansson og leikstjórann Reyni Lyngdal. Myndirnar sem sendar eru á stuttmyndahátíðina eru frá sex mínútum upp í fjórtán mínútur, langflestar eru undir tíu mínútum. Í flokki eldri nemenda sigruðu þrír ungir nemendur úr Vogaskóla, Jörundur Jörundsson, Freyr Sverrisson og Róbert Barkarson, með mynd sinni, Chocolate Au Lait, sem er sjö mínútna löng. Í stuttu spjalli við Jörund sagði hann að í þeirra flokki hefðu 23 stuttmyndir keppt til verðlaunanna og var það fjölmennasti flokkurinn. kvikmyndað án handrits í einn klukkutíma Þrír bekkjarfélagar úr Vogaskóla sendu Chocolate Au Lait á Stuttmyndahátíð grunnskólanna og sigruðu Texti: Hilmar Karlsson Myndir: Páll Kjartansson o.fl. Jörundur Jörundsson: „Sigurinn jók áhugann á kvikmyndagerð.“

x

Ský

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.