Ský - 01.08.2007, Qupperneq 29

Ský - 01.08.2007, Qupperneq 29
 ský 2 Siglfirðingar leynast víða krIstJán l. Möller, samgönguráðherra, ólst upp við pólitík líkt og Illugi, Sigríður Anna og Birkir Jón en faðir hans, Jóhann G. Möller, var mikill jafnaðarmaður og virkur í stjórnmálalífi bæjarins. „Ég varð snemma fyrir áhrifum af pólitíkinni því faðir minn, Jóhann G. Möller, var mjög mikill jafnaðarmaður og virkur þátttakandi í Alþýðuflokknum og verkalýðshreyfingunni alla sína tíð. Móðir mín er líka mikil jafnaðarkona og með sterka réttlætiskennd. Ég ólst því upp við þetta og þetta var gott uppeldi.“ Samgöngumiðstöð bæjarins Kristján bjó á Hverfisgötu 11 þar til hann var níu ára gamall en þá fluttist fjölskyldan á Laugarveg 25 sem er innar í bænum. „Þegar við fluttum minnist ég þess að ég gekk „suður eftir“ með köttinn okkar og skildi ekkert í því hvers vegna við værum að flytja fram í sveit! En það var frábært að alast upp á Siglufirði, þó svo að ég hafi rétt náð í skottið á hinu raunverulega síldarævintýri og þeirri miklu stemningu sem þar ríkti. Ég var heppinn því ég fékk vinnu sem sendill í Versluninni Ásgeiri sem Jónas Ásgeirsson skíðakappi og Margrét kona hans ráku. Verslunin Ásgeir var miðdepill alls í bænum, alltaf líf og fjör og verslunin eins og samgöngumiðstöð bæjarins,“ lýsir Kristján og segir jafnframt: „Þetta var minn háskóli, mikið líf og fjör, margir viðskiptavinir og mikil skoðanaskipti á bæjarmálum og landsmálum, fjölmargir sjómenn og aðkomufólk.“ Hleður batteríin Siglfirðingar eru um tíu þúsund talsins en í dag búa um 1350 manns á Siglufirði. Kristján segir Siglfirðingum ekkert hafa fækkað, heldur séu þeir á fleiri stöðum. „Skýringin á mörgum Siglfirðingum í pólitík er sú sama og á því hvað Siglfirðingar eru á mörgum vígstöðum. Þeir eru víðs vegar um landið og um heiminn að vinna þar hin ýmsu trúnaðarstörf fyrir heimssamfélagið,“ segir Kristján sem heimsækir heimabæ sinn oft en þangað finnst honum nauðsynlegt að koma reglulega og þar er gott að hlaða batteríin. En aðspurður um afskipti Kristjáns af stjórnmálum svarar hann: „Þátttaka í stjórnmálum hvað varðar framboð hjá mér kom ekki til fyrr en árið 1986. Áður hafði ég verið embættismaður Siglufjarðarkaupstaðar og fannst það ekki fara saman, ég fór sem sagt í framboð fyrir Alþýðuflokkinn í bæjarstjórnarkosningunum 1986 og unnum við stórsigur. Ég sat síðan í bæjarstjórn í tólf ár, þar af tíu sem forseti bæjarstjórnar. Við stofnun Samfylkingarinnar var skorað á mig að gefa kost á mér til framboðs í gamla Norðurlandskjördæmi vestra og fór ég í prófkjör á haustmánuðum 1998 og hafði sigur og leiddi þann lista í kosningum árið 1999.“ fjórir stjórnmálamenn LAUGARVEGUR 25 - Kristján Möller. sky ,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Ský

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.