Ský - 01.08.2007, Síða 30

Ský - 01.08.2007, Síða 30
Höfundur textans er Indriði G. Þorsteinsson rithöfundur sem skrifaði nokkrar feikilega vinsælar skáldsögur á sjötta og sjöunda áratugnum. Indriði var alinn upp á Gilhaga í Skagafirði en fluttist ungur maður til höfuðborgarinnar. Í skáldsögum sínum 79 af stöðinni og Land og synir tekst honum að endurspegla þær gríðarlegu breytingar sem voru að verða á íslensku samfélagi á þessum tíma, í kjölfar mikilla fólksflutninga úr sveit í borg. 79 af stöðinni kom út árið 1955 og naut mikilla vinsælda. Guðlaugur Rósinkrans, þáverandi Þjóðleikhússtjóri, samdi nokkrum árum seinna kvikmyndahandrit eftir sögunni í einhverju samráði við Indriða. Handritið varð að kvikmynd sem var tekin upp á Íslandi sumarið 1962 í leikstjórn hins danska Eriks Balling. Fyrirtækið Edda Film lét gera myndina sem kostaði tvær milljónir króna. Sjálfsagt má deila um hvort myndin var dönsk eða íslensk en í augum Íslendinga var hún íslensk, með Gunnar Eyjólfsson og Kristbjörgu Kjeld í burðarhlutverkum, tekin á Íslandi og leikin á íslensku. Í Danmörku hét myndin Pigen Gogo eftir konunni sem Kristbjörg lék og sagan hverfist um. Í kvikmyndinni er eitt atriði tekið upp á Hótel Borg og þar er hljómsveit að spila fyrir dansi og Ellý Vilhjálms syngur lagið Vegir liggja til allra átta. Kvikmyndin var frumsýnd 12. október 1962 við stórgóðar undirtektir og árið eftir kom út hljómplata með laginu sem varð strax gríðarlega vinsælt og hefur lifað góðu lífi á vörum þjóðarinnar til þessa dags. Sumarið 1962 var Indriði G. Þorsteinsson 36 ára gamall ritstjóri og rithöfundur og hefur væntanlega verið að leggja síðustu hönd á næstu skáldsögu sína Land og synir sem kom út 1963. Sigfús Halldórsson var 42 ára gamall og var orðinn eitt vinsælasta dægurlagatónskáld þjóðarinnar, með lögum eins og Tondeleyo og Litlu flugunni sem voru risasmellir eins og sagt væri í dag. Lagið sem tryggði vinsældir Ellýjar Ellý Vilhjálms sem söng lagið var 27 ára gömul og var að stíga sín fyrstu skref sem söngkona með KK-sextettinum. Ellý söng inn á sína fyrstu hljómplötu árið 1960 og annað tveggja laga af henni, Ég vil fara upp í sveit, varð talsvert vinsælt. Lítil plata með Vegir eitt af vinsælustu dægurlögum á Íslandi á tuttugustu öld er lag sigfúsar halldórssonar við texta indriða G. Þorsteinssonar Vegir liggja til allra átta. til þess að það yrði til í þeirri ódauðlegu mynd sem flestir þekkja þurftu nokkrir snjallir listamenn að leggja saman krafta sína sem annars voru ekki vanir að vinna saman. Stefnumót Vegir liggja til allra átta enginn ræður för, hugur leitar hljóðra nátta, er hlógu orð á vör. og laufsins græna á garðsins trjám og gleðiþyts í blænum. Þá voru hjörtun heit og ör og hamingja í okkar bænum. Sigfús Halldórsson tónskáld. Sigfúsar og 30 ský Texti: Páll Ásgeir Ásgeirsson Myndir: Mbl. M yn d: Ó la fu r K . M ag nú ss on .

x

Ský

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.