Ský - 01.08.2007, Síða 32

Ský - 01.08.2007, Síða 32
Oft er sagt að glæpir borgi sig ekki og líklega er það rétt þótt stundum telji venjulegt fólk sig sjá merki um hið gagnstæða. Hvort sem er rétt, þá laðar þessi starfsgrein að sér menn og konur sem eru annaðhvort ákaflega illa gefin eða með eindæmum seinheppin og sér þess oftlega stað í störfum þeirra og tiltækjum. Vera kann að starfið dragi einkum til sín þá sem stríða við bresti á greind eða dómgreind. Á hverju ári berast lögreglunni í Reykjavík nokkrar starfsumsóknir frá afbrotamönnum með langan feril sem láta fylgja með umsókn sinni hástemmdar yfirlýsingar um að nú hafi þeir snúið við blaðinu og séu með hreinan skjöld. Dæmi eru um að slíkum umsóknum hafi fylgt vottorð frá starfandi trúarsöfnuðum þar sem staðfest er að viðkomandi hafi fundið hinn rétta fótstig í lífinu og sé endanlega snúinn frá villu síns vegar. Einn umsækjandi rökstuddi umsókn sína þannig að hann kvaðst í raun vera vanur lögreglustörfum þótt frá öðrum sjónarhóli væri og taldi öruggt að reynsla af löngum afbrotaferli kæmi honum að góðu haldi við lögreglustörf. Venjulegu fólki til hughreystingar skal það upplýst að lögreglan heldur enn fast við það skilyrði að væntanlegir lögreglumenn skuli hafa hreina sakaskrá og í því samhengi fyrnast afbrot aldrei. Þær sögur sem hér fara á eftir eru hafðar eftir þessum viðmælendum eins og þær varðveitast í munnlegri geymd manna á meðal. Texti: Páll Ásgeir Ásgeirsson Mynd: Geir Ólafsson sögur af seinheppnum afbrotamönnum eru óteljandi og greinarhöfundur drakk kaffi með manni sem hefur verið í lögreglunni frá 1968 til þessa dags og ræddi ennfremur við gamalvanan blaðamann sem sinnti lögreglufréttum árum saman. 32 ský seinheppnir Glæpamenn

x

Ský

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.