Ský - 01.08.2007, Blaðsíða 36

Ský - 01.08.2007, Blaðsíða 36
36 ský Okkar fremsti kylfingur í mörg ár, Birgir Leifur Hafþórsson, náði þeim merka áfanga í fyrra að verða fyrsti Íslendingurinn sem fær keppnisrétt á Evrópumótaröð atvinnukylfinga. Undanfarin ár hefur hann leikið á áskorandaröðinni og verið nálægt því að komast inn á Evrópumótaröðina, en herslumuninn hefur vantað þar til nú. Árangur Birgis Leifs á þessu ári í næsterfiðustu mótaröð í heimi hefur verið viðunandi en þó hefði hann viljað ná ofar á mótunum til að komast hærra á peningalistann, en það er sá listi sem ræður framhaldinu. Hann hefur ekki náð að komast þar í öruggt sæti en sem komið er, en mikið er eftir og Birgir Leifur horfir bjartsýnn fram á veg og er rólegur og yfirvegaður. Þegar hann er beðinn um að líta yfir farinn veg er margt að minnast og margar hindranir voru til að yfirstíga: „Það er engin spurning að þetta hefur verið erfiðara en ég bjóst við og eftir á að hyggja þá vissi ég lítið hvað ég var að demba mér útí. Ég ætlaði mér að vera kominn á Evróputúrinn mun fyrr en raunin varð á en hlutirnir fara stundum á annan veg ætlað var. Á móti kemur að þegar ég loks hóf keppni á Evróputúrnum var ég kominn með mikla reynslu og lærdóm sem hefur dugað mér og á vonandi eftir að duga vel þegar á reynir. Ég hef náð í gegnum níu niðurskurði af þrettán það sem af er sumrinu og efst lent í ellefta sæti. Það sem gerir að verkum að róðurinn er nokkuð erfiður er að ég fékk ekki inni á stóru mótunum í júlí. Segja má að júlímánuður hafi dottið alveg út hjá mér, sem er mjög slæmt, en nú er bara að bretta upp ermarnar á síðari hluta keppnistímabilsins, en nóg er eftir af mótum og hækka sig um leið á peningalistanum. Eigi allt að ganga upp þarf ég að vera meðal tuttugu efstu í mótum og af og til meðal tíu efstu. Þetta er sá þröskuldur sem ég þarf að stíga og nýta þau tækifæri sem bjóðast.“ Einn af þúsund strákum sem stóðu í sömum sporum Birgir Leifur var að taka þátt í úrtökumótinu í tíunda sinn þegar hann loks náði takmarkinu. Þegar hann rifjar upp þessi tíu ár sem hann hefur keppt í Evrópu segir hann að vel hafi gengið í upphafi en síðan hafi komið bakslag með öllum þeim erfiðleikum sem fylgja þegar illa gengur: „Það er erfitt að standa einn í útgerðinni en ég hef þó alltaf notið velvildar fyrirtækja og einstaklinga hér heima. Og vissulega hafði ég vonast eftir betra gengi. Má segja að það hafi háð mér að einhverju leyti að ég hafði ekki mikla reynslu í að spila utan Íslands. Hér heima gengur þetta allt öðruvísi fyrir sig. Leiktímabilið er frekar stutt og þá taka við æfingar innanhúss í langan tíma áður en farið er út aftur, sem ekki er nógu gott þegar stefnan er tekin á að vera meðal þeirra bestu í Evrópu.“ Birgir Leifur hafði verið á toppnum hér á landi í nokkur ár og var búinn að vinna alla titla sem hægt er að vinna hér á landi þegar hann hóf atvinnumennskuna: „Ég hafði alltaf á tilfinningunni að ég hefði getu til að reyna fyrir mér í Evrópu og svo kemur maður út og er þá einn af þúsund strákum sem eru með sömu hugsun og á sama stað í golfinu og þá er bara að bíta á jaxlinn og gefast ekki upp.“ Ólst upp á Skaganum Birgir Leifur ólst upp á Akranesi og eins og flestir strákar sem þar komast á legg var fótboltinn efstur á blaði hjá honum: „Til að byrja með var ég í mörgum íþróttum en fyrsti draumurinn var að gerast atvinnumaður í fótbolta og ekkert annað komst að. Ég var eitthvað að dútla í golfinu og þegar ég komst að þeirri niðurstöðu að fótboltinn væri ekki nógu spennandi fór ég að æfa golf af alvöru og var fljótt unglingameistari. Eftir það varð ekki aftur snúið. Ég fann að golfið átti vel við mig. Í golfinu gerði ég allt sjálfur og var ekki bundinn liðsheild eins og í fótboltanum.“ Eftir mjög gott gengi á heimaslóðum kom tilboð sem ekki var hægt að að segja nei við: „Ég fékk boð um að gerast atvinnumaður, nánast á silfurfati. Það voru framsæknir menn sem stofnuðu félag í kringum mig og gerðu mér kleift að fara í úrtökumót fyrir Evróputúrinn og ævintýrið byrjaði að rúlla með öllum þeim gleðistundum og vonbrigðum sem því fylgdu og það er þessum mönnum að þakka hvar ég stend í dag. Sjálfur hafði ég ætlað að fara til Bandaríkjanna í háskóla og byrja þar.“ Býr í Luxembourg Í dag býr Birgir Leifur í Lúxemborg með eiginkonu sinni, Elísabetu Haraldsdóttur, og tveimur börnum þeirra, Inga Rúnari sjö ára og Birgittu Sóleyju, þriggja ára: „Okkur líður vel í Lúxemborg, þar eigum við góða vini sem eru til staðar þegar ég er fjarverandi í keppnum. Ég flutti til Lúxemborgar fyrir einu og hálfu ári síðan og þá hafði ég lengstum búið heima, hafði prófað að vera eitt ár í Svíþjóð en fannst alveg eins gott að vera heima eins og þar. Texti: Hilmar Karlsson Mynd: Geir Ólafsson Birgir leifur hafþórsson er á evrópumótaröðinni í golfi: hvatning fjölskyldu og vina mikilvæg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.