Ský - 01.08.2007, Qupperneq 40

Ský - 01.08.2007, Qupperneq 40
0 ský tónlist með nokkrum leikkonum og það voru hæg heimatökin því við vorum allar að starfa í Þjóðleikhúsinu á þessum tíma. Bandið varð til og þáverandi þjóðleikhússtjóri var svo frábær að leyfa okkur að æfa þar. Þetta var eiginlega eins og saumaklúbbur fyrst nema það var verið að taka í hljóðfæri en ekki að prjóna. Allt í einu vorum við farnar að spila opinberlega eftir nokkurra vikna æfingar. Þetta gerðist allt mjög hratt og eitt leiddi af öðru. Hvers konar tónlist spilið þið? elva: Tónlistin sem við spilum í dag er sixtís. Stefnan mótaðist í rólegheitum og þróunin fór í gegnum allskonar skeið. Um tíma sömdum við eingöngu mjög þunga og hádramatíska texta. Það virkaði ekki alveg fyrir okkur. Stíllinn á sjálfsagt eftir að halda áfram að þróast því nú semjum við sjálfar og gefum út disk um jólin. katla: Við æfum í törnum en í september byrjar ein slík því jóladiskurinn er í smíðum. Við erum komnar með fast æfingarhúsnæði en þau hafa verið af ýmsum toga. Ég held að toppnum hafi verið náð þegar við nýttum kompu á háalofti Borgarleikhússins og þurftum að klöngrast með hljóðfærin eftir ljósabrúm í margra metra hæð yfir stóra sviðinu! Nú hafa verið mannabreytingar hjá ykkur en hvernig ákveðið þið hljóðfæravalið? elva: Jú, jú, það hafa orðið mannabreytingar á hljómsveitinni. Fyrir þremur árum hætti Halldóra Björnsdóttir og inn komu nýir meðlimir, þær Katla Margrét og Ragga Gísla. Eins og alþjóð veit er Ragnhildur menntuð og framúrskarandi tónlistarmaður. katla: Við hinar höfum flestallar einhverja tónlistarmenntun að baki en við skiptumst á hljóðfærum og leikum okkur svolítið með þetta. elva: Bassinn er mitt hljóðfæri en mér finnst til dæmis rosagaman að spila á trommur. Fyrr á árinu gáfuð þið út diskinn Herra ég get tjúttað, hvernig hefur honum verið tekið? katla: Við höfum haft nóg að gera í sumar, bæði í bænum og eins úti á landi. Alls staðar er dekrað við okkur, dælt í okkur kampavíni og kræsingum. Útgáfufyrirtækið á bak við okkur heitir SÖGUR en þar eru miklir öðlingsmenn sem hafa komið ýmsu til leiðar. Núna erum við komnar með umboðsmann sem kemur til með að breyta miklu fyrir okkur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Ský

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.