Ský - 01.08.2007, Qupperneq 43

Ský - 01.08.2007, Qupperneq 43
 ský 3 burðardýranna Á frjálsa alfræðiritinu á Netinu, Wikipediu, má finna eftirfarandi skilgreiningu á burðardýri: Burðardýr er húsdýr sem notað er til burðar. Burðurinn getur verið allavega, allt frá að flytja nauðsynjavörur frá kaupstað út í sveit, eða efnisburður þar sem ekki verður komið við venjulegum vinnuvélum, eins og til dæmis þegar byggja á kirkju upp í bröttum hlíðum fjalls. Burðardýr er einnig haft um mann sem flytur ólögleg fíkniefni (eða aðra smyglvöru) yfir landamæri á annars vegum og fær greitt fyrir það. Hún í framhaldsskóla, hann heimilislaus Nýlega féll dómur í Héraðsdómi Reykjaness yfir 19 ára hollenskri stúlku og 28 ára hollenskum karlmanni fyrir að smygla rúmu kílói af kókaíni til landsins í byrjun apríl á þessu ári. Var konan dæmd í 14 mánaða fangelsi en maðurinn í 16 mánaða fangelsi og voru þau látin greiða tvær milljónir í málsvarnarlaun og annan sakarkostnað. Fólkið sagðist ekki þekkja hvort annað en hluti af ráðabrugginu var að þau áttu að látast vera par til að minnka grunsemdir. Þau földu efnin innvortis og innanklæða og bæði sögðust hafa flutt efnin inn gegn greiðslu frá fólki í Hollandi sem þau vissu einungis fornöfn á. Að því er fram kemur í dómnum leikur ekki vafi á því að bæði hafi þau verið burðardýr og að þau hafi ekki átt frumkvæði að flutningunum. Athygli vekur að konan kvaðst hafa átt að fá ferðina til Íslands, hótel og uppihald á Íslandi, fyrir flutninginn og ef hún ætti að fá frekari greiðslur yrðu þær við afhendingu efnanna hérlendis. Að sama skapi sagðist maðurinn hafa átt að fá 7400 evrur fyrir ferðina sem samsvarar tæplega sex hundruð þúsund krónum. Konan á stutt eftir í námi í framhaldsskóla í heimalandi sínu og vann sem sölumaður í skartgripaverslun með skólanum áður en hún hélt í hina afdrifaríku ferð hingað til lands. Hún var búsett heima hjá foreldrum sínum og yngri systkinum. Við yfirheyrslur sagðist maðurinn vera heimilislaus og að sig hafi vantað peninga meðal annars til að greiða fyrir læknisaðstoð vegna heyrnarvandkvæða. Hann sagðist ekki geta fengið vinnu í Hollandi þar sem hann væri heimilislaus. 16 ára smyglari og Idol-stjarna Það rak marga landsmenn í rogastans í sumar þegar fréttir bárust af því að 16 ára stúlka hefði verið gripin á Keflavíkurflugvelli ásamt tæplega þrítugum unnusta sínum þegar þau reyndu að smygla um hálfu kílói af kókaíni til landsins. Efnin voru falin innvortis í smokkum sem komið var fyrir í endaþarmi. Andvirði efnanna var talið um 30 milljónir króna. Parið var á leið frá Venesúela og kom hingað til lands í gegnum Bandaríkin. Stúlkan átti 16 ára afmælisdag daginn áður en hún var handtekin. Hún er sakhæf en afar sjaldgæft er að svo ungt fólk sé handtekið fyrir að smygla fíkniefnum og það í svo miklu magni sem raunin var í þessu máli. Bæði játuðu verknaðinn en hvorugt þeirra er talið burðardýr. „Þó nokkur hluti af fíkniefnum kemur ár hvert til landsins en stærstur hlutinn kemur með burðardýrum og í flestum tilvikum þykist viðkomandi ekki vita hvað var í töskunni sinni.“ smygl Texti: Erla Gunnarsdóttir Myndir: Geir Ólafsson og Mbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Ský

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.