Ský - 01.08.2007, Side 44
ský
Um tveimur mánuðum áður en málefni parsins var í hámæli
komst upp um ungan þjóðþekktan karlmann sem reyndi að smygla
inn til landsins tveimur kílóum af kókaíni. Vakti magn fíkniefnanna
mikla athygli og ekki hvað síst fyrir það að fyrrum Idol-stjarna, sem
hafði sungið sig inn í hug og hjörtu þjóðarinnar fyrir nokkrum árum,
var þar að verki. Ekki er ljóst hvort Idol-stjarnan var burðardýr en
ekki er það þó talið ólíklegt. Fjölskylda mannsins var harmi slegin
yfir fréttunum og taldi kærasta hans öruggt að hann hefði verið
notaður sem burðardýr því hún hefði ekki vitað til þess að hann
væri í neyslu.
Eilíf barátta
„Þetta fólk er ekki áberandi á yfirborðinu, þeir sem eru að nota þessi
burðardýr reyna að hafa þau eins venjulega jóna og hægt er svo þeir
falli inn í fjöldann. Þetta er oft fólk sem er í kröggum og skuldar eða
er í einhvers konar vandræðum en það er ekki víst að neinn viti af
því. Oft er verið að pína þetta fólk til að gerast burðardýr en það er
ekki samasemmerki um að burðardýr líti út á ákveðinn hátt.
Þó nokkur hluti af fíkniefnum kemur ár hvert til landsins en
stærstur hlutinn kemur með burðardýrum og í flestum tilvikum
þykist viðkomandi ekki vita hvað var í töskunni sinni. Það er allur
gangur á hvaðan fólk er að koma, þetta er öll flóran. Af eðlilegum
ástæðum kemur mikið í gegnum Kaupmannahöfn en það er
vegna fjölda véla þaðan og sumir eru að koma annars staðar frá,
með millilendingu þaðan. Amsterdam er þekktur dreifingarstaður
fíkniefna í Evrópu og kannski á eitthvað sem hingað kemur uppruna
þar. Þeir sem nota burðardýr reyna að villa um fyrir okkur og þeir
reyna að vera skrefi á undan en við erum alltaf með vökul augu.
Þetta er eilíf barátta,“ segir Kári Gunnlaugsson, aðaldeildarstjóri
tollgæslunnar á Suðurnesjum.
Staða burðardýrsins
góð í undirheimunum
maður sem þekkir líf undirheimanna vel og hefur
kynnst heimi burðardýrsins af eigin raun sagði
blaðamanni eftirfarandi:
„Það eru til fleiri en ein tegund af burðardýrum en best er að skipta
þeim í tvo hópa; annars vegar þeir sem samþykkja að bera efnin til
landsins fyrir greiðslu (yfirleitt ungt fólk sem er til í að taka áhættu
til að redda fjárhag, oft skólafólk) og hins vegar fíkniefnaneytandinn
sem er að fjármagna eigin neyslu (eða er skikkaður til verksins vegna
verulegra skulda vegna neyslunnar).
Oft hagstæðara að nota stelpur
- Sú meginregla gildir með báða hópana að burðardýrið er talið
laust allra mála gagnvart eiganda efnanna ef upp um það kemst en
þetta er þó ekki algilt. Það er talið að viðkomandi hafi greitt sitt
með tilrauninni einni saman, svo framarlega sem fagmannlega hefur
verið staðið að henni og viðkomandi segi ekki frá í yfirheyrslum og
vísi ekki á neina aðra, enda á viðkomandi yfir höfði sér barsmíðar að
fangelsisdvöl lokinni eða í henni ef hann hefur kjaftað.
Staða burðardýrsins er ekki slæm í undirheimunum (ef það hefur
haldið sér saman). Það er nú einu sinni þannig í þessum heimi að
þeir sem eru í mestum metum eru einmitt þeir sem smygla og höndla
með fíkniefni og inni í fangelsum eru það þeir ásamt morðingjum
sem tróna á „toppnum“. Þeir sem aftur á móti kjafta „tala og tala og
smygl
M
yn
d:
M
B
L/
S
ve
rri
r V
ilh
el
m
ss
on
.
Úr Flugstöð Leifs Eiríkssonar.