Ský - 01.08.2007, Blaðsíða 47

Ský - 01.08.2007, Blaðsíða 47
 ský 7 Óskar hét fullu nafni Óskar Bertels Magnússon en honum virðist hafa verið gefið nafnið Óskar Bartel og þannig er hann skráður í opinberum gögnum fyrstu æviár sín en síðar breytist millinafnið í Bertels. Magnús átti óvenju litríka ævi í samskiptum við konur því hann átti mýgrút barna með mörgum konum, sumum þeirra bjó hann með en átti lausakaup við aðrar. Óskar varð frumraun hans á þessu sviði en Magnús mun hafa verið í vinnumennsku á Sauðanesi líkt og Margrét þegar kynni þeirra hófust. Magnús varð nafntogaður hestamaður og gleðimaður í Reykjavík á fyrri hluta tuttugustu aldar sem bjó yfirleitt við kröpp kjör og mikla ómegð á útjaðri samfélagsins. Einn sona hans og hálfbróðir Óskars, Sigurður A. Magnússon rithöfundur og hálfbróðir Óskars, hefur lýst bágum aðbúnaði í uppvexti sínum í Reykjavík í mörgum bókum eins og Undir kalstjörnu og Möskvum morgundagsins og er Sigurður líklega þekktastur af börnum Magnúsar. Óskar var því elstur barna Magnúsar en fjórða barn móður sinnar. Margrét hafði átt þrjú börn vestur í Bolungarvík með tveimur mönnum áður en hún kynntist Magnúsi en með honum eignaðist hún síðan þrjú börn til viðbótar. Ekki ól Margrét öll sín börn upp sjálf því a.m.k. eitt þeirra varð eftir fyrir vestan þegar hún fór þaðan og Óskar ólst upp að einhverju eða mestu leyti í Brekknakoti í Þistilfirði hjá vandalausum. Óskar hafði áhuga á að komast til betri kjara og fór til náms á Hvanneyri þegar hann hafði aldur til og lauk þaðan námi. Hann settist að í Reykjavík árið 1941 í Blesugróf þar sem einyrkjar og fátæklingar höfðust við utan borgarmarkanna í einhvers konar sjálfsmennsku eða þurrabúðum og hefur Tryggvi Emilsson rithöfundur dregið upp átakanlegar myndir af fátæktarbasli Blesugrófarbúa í bók sinni Baráttan um brauðið. Óskar kynntist eiginkonu sinni Blómeyju Stefánsdóttur á þessum árum en þau eignuðust saman einn son, Hallmar Stálöld, sem fæddist árið 1941. Fyrir átti Blómey eina dóttur, Sigríði, sem fæddist á Siglufirði 1939. Hallmar er samkvæmt Ættum Þingeyinga fæddur á Raufarhöfn. Hún sagði nei en hann sagði jú Í bók Ómars Ragnarssonar, Mannlífsstiklur, er sagt frá kynnum Ómars af Óskari en þar er einnig viðtal við Blómeyju um upphaf kynna þeirra og þar segir Blómey að hún og Óskar hafi kynnst á dansleik á Kópaskeri þar sem Óskar bauð henni upp í dans og sagði fljótlega: „Viltu koma með mér og vera stúlkan mín?“ Blómey kvað nei við en Óskar sagði: „Jú“ og þau áttu eftir að búa saman í 54 ár þótt Blómey segi ítrekað í viðtölum sínum við Ómar að hún hafi aldrei verið hrifin af Óskari. listamaðurinn í heiðinni M yn d: L ei fu r Þ or st ei ns so n. Kastalinn í Blesugróf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.