Ský - 01.08.2007, Side 50
50 ský
voru við rætur Grafarholts, nálægt núverandi Árbæjarhverfi, en þar
voru allmargir gamlir sumarbústaðir og kartöfluskúrar sem notaðir
voru sem íbúðir. Óskar vitjaði híbýla sinna í heiðinni til dauðadags
en Blómey mun aldrei hafa komið þangað aftur.
Elti Blómeyju á námskeið í vefnaði
Ferill Óskars sem listvefara hófst skömmu áður en hann flutti
úr Blesugróf og átti sér nokkuð sérkennilegan aðdraganda. Eitt
af því sem Óskar og Blómey
áttu sameiginlegt var áhugi á
listsköpun og Blómey fékkst
við hannyrðir en hann málaði
myndir á þessum árum.
Skömmu fyrir 1970
bauðst Blómeyju að fara á
námskeið í listvefnaði hjá Hildi
Hákonardóttur listvefara. Óskar
var eins og fyrr segir geysilega
afbrýðisamur og vænisjúkur og
vildi helst ekki að Blómey færi út
af heimilinu. Niðurstaðan varð
sú að hann fór með Blómeyju
á námskeiðið til þess að „gæta“
hennar og á þessu námskeiði lærði
hann eðlilega vinnubrögðin við
vefnaðinn. Eftir þetta lagði hann
listmálarapensilinn á hilluna og
settist við vefstólinn.
Í vali Óskars á myndefni gætti
samskonar þráhyggju og sérvisku
og einkenndi lundarfar hans að
öðru leyti. Hann óf aragrúa mynda
af Jósef Stalín sem hann hafði mikið
dálæti á og taldi einn helsta frelsara mannkyns. Myndir af Stalín voru
ennfremur helsta viðfangsefni hans meðan hann málaði myndir. Þess
utan hafa varðveist teppi sem Óskar gerði með myndum af Halldóri
Vilhjálmssyni skólastjóra á Hvanneyri, Jóhanni Sigurjónssyni, Einari
Benediktssyni og myndir af Adam og Evu í aldingarðinum sem er
líklegast frægasta mynd hans.
Adam og Eva á uppsprengdu verði
Óskar hafði það sérstæða viðhorf listamanns til verka sinna að oft
á tíðum vildi hann helst ekki selja þau. Eitt sinn lentu fáein teppa
Óskars á samsýningu á Norðurlöndum. Þar var eitt sem hann hafði
sérstakt dálæti á sem sýndi Adam og Evu í aldingarðinum. Til að
koma í veg fyrir sölu á því lét hann setja á það tífalt verð miðað við
það sem hefði mátt búast við að fá fyrir verkið.
Það seldist engu að síður fyrir verð sem á núvirði væri talið í
milljónum króna og kaupandinn var þekktur menningarunnandi,
ritstjóri dagblaðsins Dagens Nyheter í Stokkhólmi. Óskar brást
öskureiður við og hringdi í aðstandendur sýningarinnar og jós
skömmum og svívirðingum yfir þá og taldi þá hafa brugðist sér
algerlega.
Óskar var sannur næfur listamaður í þeim skilningi að hans
listsköpun spratt fram hrein og einlæg, óheft af menntun eða
áhrifum einhverrar skilgreindrar liststefnu.
Listfræðingar hafa ekki skrifað mikið um verk hans en Ólafur
Engilbertsson birti þó grein í Skírni á tíunda áratugnum þar sem
hann fjallar um listsköpun Óskars og vitnar þar mikið til Anatole
Jakovskys sem var listgagnrýnandi og sérfræðingur í næfri list. Ólafur
segir m.a:
„Jakovsky skilgreinir
list næfra sem leit að týndri
paradís. Að hans mati hófst
blómaskeið næfrar listar með
iðnbyltingunni um miðja
nítjándu öld. Vélvæðingin gerði
handverksmanninn rótlausan,
særði fegurðartilfinningu
hans og ást á handverki.
Hann, sem hafði lifibrauð af
verkamannavinnu en föndraði
við að mála engla í frístundum,
fór að líta á sjálfan sig sem
fallinn engil. Allt og sumt sem
hann gat gert var að segja frá
fallinu. Hið sama má segja um
aðra næfa listamenn; jafnvel
þótt þeir hafi aldrei unnið sem
handverksmenn skynja þeir
þessa nýtilkomnu harðneskju
heimsins og sjá gömlu, góðu
dagana í hillingum - þeir
leita paradísar í upphafinni
fegurð endurminninganna.“
Hataði blaðamenn og sérfræðinga
Óskar var ekki mjög mannblendinn, eiginlega viðskotaillur og fullur
af reiði út í heiminn og flest fólk sem í honum var. Skapofsa hans
og einstrengingshætti var viðbrugðið og hann var því vinafár einfari
meðan hann lifði.
Ólíkt mörgum öðrum listamönnum var hann laus við
minnimáttarkennd og leit nokkuð stórt á sig sem listamann. Hann
hafði mjög sterkar skoðanir á öðrum listamönnum og samfélaginu
og var afskaplega afdráttarlaus í afstöðu sinni og hirti lítt um
vinsældir skoðana sinna enda ávallt sannfærður um að hann hefði
einn rétt fyrir sér. Hann dáði t.d. Hitler fyrir að hafa reynt að útrýma
Gyðingum sem Óskar lagði mikið hatur á. Samt var hann ekki nasisti
í hefðbundnum skilningi þess orðs heldur stalínisti og hefði sem
slíkur ekki átt að hafa dálæti á Jesú Kristi, sem hann þó hafði.
Afdráttarlaus afstaða Óskars til manna og málefna kom oft
fram með ótvíræðum hætti. Eitt sinn var staddur á Íslandi finnskur
myndhöggvari sem hafði hrifist af teppum Óskars og frétt af
sérstæðum lifnaðarháttum hans í Hellisheiðinni og langaði mikið
til að hitta hann. Óskar féllst á það með því skilyrði að Hrafnhildur
Schram listfræðingur kæmi alls ekki með en Hrafnhildur var kunnug
listamaðurinn í heiðinni
Mynd Óskars af frelsara
num Stalín.
M
yn
d:
G
un
na
r
G
un
na
rs
so
n.