Ský - 01.08.2007, Side 52

Ský - 01.08.2007, Side 52
52 ský Bara að þetta verði ekki önnur gáta eins og Palme-morðið.“ Þetta var setning sem heyrðist víða í Svíþjóð þegar það spurðist út að kvöldi 10. september 2003 að Anna Lindh utanríkisráðherra Svía væri helsærð eftir banatilræði fyrr um daginn. Morðið á Olof Palme forsætisráðherra hefur legið eins og mara á Svíum síðan 28. febrúar 1986 - var það samsæri eða bara verk geðtruflaðs manns? Morðingi Lindhs er truflaður á geði þó að serbneskt þjóðerni hans hafi hugsanlega átt þátt í óvild hans í garð Lindh. Bæði Palme og Lindh voru jafnaðarmenn sem mikið bar á, jafnt heima sem heiman. Ferill Lindh var örugglega aðeins á byrjunarreit þó hún hefði þegar náð langt - fæstir efuðust um að hún ætti eftir að verða flokksleiðtogi og forsætisráðherra, auk þess sem störf á erlendum vettvangi hefðu vísast blasað við ef hún hefði horft í þá átt. Palme: Aðdáun og hatur Olof Palme var stjórnmálamaður sem vakti aðdáun stuðningsmanna og hatur andstæðinga - það stóð engum á sama um skoðanir hans og manninn sjálfan. Kjell-Olof Feldt, flokksbróðir Palmes, samstarfsmaður og fyrrum fjármálaráðherra, hefur sagt frá heimsókn þeirra í tennisklúbb þar sem Palme átti örugglega fáa stuðningsmenn: „Það var óþægilegt að sjá hatrið sem skein úr augum fólks í salnum þegar það kom auga á Palme.“ Á flokkssamkomum var það þó oftast botnlaus aðdáun sem blasti við. Jafnaðarmaðurinn Palme fæddist 1927 á Östermalm í Stokkhólmi, yfirstéttarhverfi, og það var ekkert í uppruna hans sem benti í jafnaðarmannaáttina. Ýmsir hafa giskað á að þessi bakgrunnur hafi gert Palme enn harðsnúnari en ella því honum hafi fundist hann þurfa að sýna svo óyggjandi væri hvar hugur hans væri, hafi orðið að vera meiri jafnaðarmaður en aðrir. Hann var ár í framhaldsnámi í Bandaríkjunum, fór á puttanum um landið en las svo lögfræði við Stokkhólmsháskóla. Stjórnmálin urðu fljótt í fyrsta sæti og þar hafði hann allt til að bera sem til þurfti: snöggur að svara fyrir sig, fluggáfaður, vel að sér og fljótur að hugsa. Það sem andstæðingunum gat sviðið var hve ósvífinn hann gat verið - eða eins og Feldt hefur sagt þá dugði honum ekki að leggja andstæðinginn í gólfið heldur þurfti hann að ganga svo frá honum að andstæðingurinn næði heldur ekki andanum. Palme var annálaður baráttumaður og ræðumaður, tendraðist upp á fundum og í samræðum við fólk en kom alls ekki jafn vel fyrir í nærmynd sjónvarpsins þar sem kaldblá augun gátu virst stingandi og yfirbragðið hrokafullt. Hann var líka þekktur fyrir hirðuleysislegt morðin á Olof Palme og Önnu lindh Tilræði við stjórnmálamenn: sigrún Davíðsdóttir heldur hér áfram umfjöllun sinni um tilræði við stjórnmálamenn. að þessu sinni segir hún frá morðinu á Olof Palme forsætisráðherra svía, sem hefur aldrei verið upplýst, og á Önnu lindh utanríkisráðherra. morðingi hennar fannst fljótt og er nú vistaður á geðsjúkrahúsi. Texti: Sigrún Davíðsdóttir Myndir: Ýmsir stjórnmál

x

Ský

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.