Ský - 01.08.2007, Blaðsíða 53
ský 53
útlit, leit alltaf út eins og hann hefði sofið í fötunum, bindið skakkt
og hárið ógreitt. Samstarfsmenn hans sáu um að koma honum til
rakara við og við þegar þeim þótti hárið orðið of bítlalegt.
Hann varð einn af drengjum Tage Erlanders, leiðtoga
jafnaðarmanna, og var löngu orðinn landsþekktur stjórnmálamaður
þegar hann varð forsætisráðherra 1969, 42 ára að aldri sem á þeim
tíma þótti bráðungur aldur í því embætti. Í þessari umferð sat hann
fram á 1976, varð svo aftur forsætisráðherra
1982 og var í því embætti þegar hann var myrtur
að kvöldi 28. febrúar eftir að hafa verið á bíó
með Lisbet konu sinni.
Stjórnmálamaður kalda stríðsins
Palme var þekktur formælandi þriðja heimsins,
hafði ferðast víða, heimsótti Castro á Kúbu,
talaði máli Tékka þegar skriðdrekar Sovétmanna
ruddust inn í Prag 1968 og ögraði Bandaríkjamönnum með því
að taka þátt í mótmælagöngum gegn Víetnamstríðinu á þeim tíma
þegar slagorð eins og „heimsvaldastefna“ var daglegt tungutak.
Palme barðist hatrammlega gegn útbreiðslu kjarnorkuvopna,
talaði gegn stjórn Francos á Spáni, gegn aðskilnaðarstefnunni í
Suður-Afríku og studdi málstað Palestínumanna. Á þessum tíma
var Robert Mugabe vonarstjarna í Afríku og Palme var vinur hans
– það væri óneitanlega forvitnilegt að vita hvaða skoðun Palme hefði
á Mugabe núna og á heiminum yfirleitt.
Hvaða augum sem menn líta hlutleysi Svía í seinni
heimsstyrjöldinni þá hafa Svíar látið meira til sín taka á sviði
alþjóðastjórnmála en aðrar Norðurlandaþjóðir og á sínum tíma
var Palme holdtekning þessara afskipta, þekktur hvort sem var á
Indlandi, Suður-Afríku eða Kúbu.
Þessi alþjóðlegu umsvif hans ýttu enn undir
skarpa afstöðu til hans hvort sem var heima eða
heiman. Víða um heim eru nú götur og torg
sem bera nafn hans – vitnisburður um áhrif
og álit.
Þunglyndur áður en hann var
myrtur
Vinir og samstarfsmenn hans hafa sagt frá því
að Palme hafi verið þunglyndur mánuðina áður en hann dó, hann
hafði lent í útistöðum við sænsk skattayfirvöld og þó þau mál
leystust honum í hag virtist honum hafa fatast áhuginn hvort sem
það hefði orðið til lengdar eða ekki.
Hann var ekki mikið gefinn fyrir öryggisverði og þegar hann brá sér
út með fjölskyldunni kaus hann iðulega að vera án þeirra. Þannig var
það líka kvöldið þegar einhver kom aftan að honum og skaut tveimur
Olof Palme var fæddur árið 127. Hann var myrtur á götu úti í Stokkhólmi að kvöldi 28. febrúar árið 186.
Vinir og samstarfsmenn
hans hafa sagt frá því
að Olof Palme hafi verið
þunglyndur mánuðina
áður en hann dó.