Ský - 01.08.2007, Síða 55

Ský - 01.08.2007, Síða 55
 ský 55 Þessa daga stóðu yfir heitar umræður um sænska evruaðild, þjóðaratkvæðagreiðsla um málið 14. september, Persson forsætisráðherra treysti mjög á Lindh sökum vinsælda hennar og hún var óþreytandi að tala fyrir evrunni. Síðdegis ætlaði hún að finna sér einhver föt til að vera í í sjónvarpskappræðum. Í vöruhúsinu veittist maður að henni, lagði til hennar með sveðju og hún hné niður helsærð meðan maðurinn flýtti sér í burtu. Hún var með meðvitund, bað vinkonu sína að hringja í eiginmanninn en um nóttina lést hún af áverkunum. Það náðust myndir af tilræðismanninum og tveimur vikum síðar var Mijailo Mijailovic tekinn fastur. DNA-próf á hnífnum sem hann kastaði frá sér og fötum sannaði gjörðir hans. Hann er af serbneskum ættum, hefur verið óstöðugur á geði og þegar hann játaði nokkrum mánuðum síðar sagðist hann hafa verið veikur þessa dagana, ekki hafa sofið, heyrt raddir og farið inn í bæ með hníf með sér. Þegar hann sá Önnu Lindh réðst hann á hana. Ekkert bendir til að hann hafi setið fyrir henni heldur að ódæðið hafi verið skelfileg tilviljun brjálaðs manns þó hann virðist hafa vitað hver hún var og borið til hennar haturshug. Mijailovic var dæmdur í ævilangt fangelsi og síðan til vistunar á geðsjúkrahúsi. Það er lítið af skeleggum stjórnmálakonum og sjónarsviptirinn að Önnu Lindh er því enn meiri. Hún hafði þegar látið svo ærlega til sín taka en ferill hennar hefði án efa orðið langur og farsæll ef brjálsemi óviðkomandi manns hefði ekki komið í veg fyrir að svo yrði. Anna Lindh fæddist árið 157. Hún var myrt í verslunarmiðstöðinni NK í miðborg Stokkhólms hinn 10. september árið 2003. Þegar Mijailo Mijailovic sá Önnu Lindh réðst hann á hana. Ekkert bendir til að hann hafi setið fyrir henni heldur að ódæðið hafi verið skelfileg tilviljun brjálaðs manns. sky ,

x

Ský

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.