Ský - 01.08.2007, Blaðsíða 57

Ský - 01.08.2007, Blaðsíða 57
 ský 57 Hvert liggja flugleiðir í haust og vetur? „Við fljúgum til hvorki meira né minna en 18 borga í haust og vetur. Haustið er mjög skemmtilegur tími til ferðalaga og margir sem velja að fara í styttri borgarferðir. Flestir kjósa að heimsækja gamlar og rótgrónar borgir Evrópu eins og Stokkhólm, London eða Kaupmannahöfn. Haustið er líka tíminn til að njóta rómantískra stunda í París eða að upplifa fjölbreytt menningarlíf í Amsterdam. Helsinki hefur að undanförnu slegið í gegn hjá viðskiptavinum okkar og þangað hyggjumst við fljúga í allan vetur. Við verðum með flug til Berlínar út októbermánuð og hefjum svo aftur flug þangað í mars. Einnig má geta þess að í vetur verður Icelandair með beint flug til Salzburg, frá 19. janúar til 3. mars, sem þjónar ört stækkandi skíðamarkaðnum. Að sjálfsögðu fljúgum við svo líka til helstu áfangastaða Bandaríkjanna sem fyrr og að þessu sinni fljúgum við í allan vetur til New York, Boston, Baltimore/Washington og Orlando í Flórída.“ Eru einhverjar spennandi sérferðir á döfinni? „Já, svo sannarlega. Hópferð verður farin á þakkargjörðarhátíðina í Boston í nóvember en það er afar vinsælt og við verðum líka með sérferð til St. Pétursborgar, verslunarferð seint í nóvember til Glasgow og förum á Bikefest í Flórída. Svo má nefna spennandi ferðir eins og „Leyndardóma New York“, sem rannsakaðir verða með Hauki Inga Jónssyni, og ferð á hina sólríku og seiðandi eyju Costa Rica. Við bjóðum einnig upp á golfferðir í hæsta gæðaflokki til Skotlands, Flórída og víðar þar sem íþróttin er stunduð við bestu hugsanlegar aðstæður allt árið. Í tengslum við þessar ferðir leggjum við áherslu á gistingu á framúrskarandi hótelum. Þess má geta að við munum bjóða upp á sérferð á Arnold Palmer´s Bay Hill í Orlando 13.–21. nóvember, þar sem jafnvel má rekast á sjálfan meistarann, Arnold Palmer, spila golf. Nú er enski boltinn farinn að rúlla aftur og við verðum með úrval ferða á leikina. Okkur er sérstök ánægja að bjóða ferðir á heimaleiki West Ham í vetur og ráðleggjum áhugasömum að fylgjast vel með því.“ Hver er ávinningurinn af nýjum fargjaldaflokkum fyrir ferðamenn? „Með nýju fargjaldaflokkunum, sem kynntir voru nýlega til leiks, lögum við okkur betur að þörfum viðskiptavinanna með auknum k Y n n in G icelandair nýir fargjaldaflokkar – aukinn sveigjanleiki Haustið er líka tíminn til að njóta rómantískra stunda í París eða upplifa fjölbreytt menningarlíf í Amsterdam. Þorvarður Guðlaugsson svæðisstjóri Icelandair segir haustin mjög skemmtilegan tíma til ferðalaga. sveigjanleika, gagnsæi og meiri samkeppnishæfni. Stærsta nýjungin í þessu er tilkoma annarrar leiðar fargjalda á alla okkar áfangastaði. nýju fargjöldin skiptast í fimm flokka: saga Class (viðskiptafarrými) eConoMY FleX eConoMY Best PrICe sPeCIal oFFers Þessu er þannig háttað að viðskiptavinurinn getur bókað flugfar aðeins aðra leiðina og því keypt flug hina leiðina í mismunandi fargjaldaflokkum. Þannig lagar hver og einn ferðina og verðið að sínum þörfum.“ sky, Texti: Atli Bollason Hrund Hauksdóttir ræddi við Þorvarð Guðlaugsson svæðisstjóra Icelandair um flugáætlun haustsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.